Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2007, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 02.06.2007, Qupperneq 74
Hafís var fyrir Hornströndum. Víkurnar vestan Horns hálffyllt- ust af íshroða, sem var á sífelldu reki, en varð aldrei að samfros- inni, landfastri hellu. Hrannir lágu þó á fjörum, svo að um tíma tók fyrir beit, og jakar stóðu margir á grunni skammt frá landi. Eins og ævinlega, þegar þessi gestur var í heimsókn, dró úr mætti haföldunnar. Brim svaraði ekki sem áður á margra mannhæða klakastáli, sem gnæfði yfir fjöru og átti í þrotlausu stríði við hafrótið. Það hljóðnaði yfir ströndinni, þar sem bæirnir stóðu á fremsta sjávar- bakka, hálfsokknir í fönn. Þórleifur Bjarnason: Hjá afa og ömmu (1960) Undarleg er sú nýlega málvenja, ef venju skyldi kalla, að forðast þátíð og framtíð og tönnlast sífellt á þessu: Þetta er búið að vera erf- itt, þetta kemur til með að vera erfitt. Mér finnst það klúðurslegt og heldur ófagurt. Varla heyrist lengur hefur verið, mun verða. Látum það vera. Til er miklu ein- faldara og beinna orðfæri í nútíð um liðinn og óorðinn atburð: þetta var erfitt, þetta verður erfitt. Orðið félag merkir „reglubund- inn hópur, félagsskapur; sameig- inleg eign eða eignaraðild“. Þetta er fornt orð og merkir upphaf- lega „samlag fjármuna“. Oft er sagt frá því í Íslendingasögum er menn fóru utan, að þeir hafi lagt fé saman, myndað félag, og af því er svo dregið orðið félagi „lagsmaður, samherji“. Í erlend- um málum liggur önnur hugsun að baki. Þar er félagi companion, dregið af lat. com (með) og panis (brauð). Þar eru félagar þeir sem deila með sér brauði, neyta matar saman. Ég fylgist ekki vel með íþrótta- fréttum, en ýmsum þykir mál- far þeirra ekki beinlínis til fyrir- myndar. Stundum er talað um að sigra keppnina í stað þess að sigra í keppninni, rétt eins og keppt sé við keppnina. Menn sigra auðvit- að keppinauta sína í keppni. Og nýlega var sagt frá því að sá mikli kappi Tiger Woods hefði innbyrt sigur í golfmóti, og hljómar dálítið einkennilega í mínum eyrum. Að innbyrða er að draga um borð í bát, en einnig að neyta matar eða drykkjar. Að draga sigur í bát eða kyngja honum finnst mér satt best að segja heldur óviðkunnanlegt. „Vinstri grænir taka af skarið,“ sagði þulur Sjónvarpsins um kynningu stjórnmálaflokka, og átti við að þeir byrjuðu. En að taka af skarið merkir allt annað: að segja eitthvað ótvírætt, eyða vafa, útkljá eitthvað. Jóhannes Harry Einarsson rifjar upp þessa braghendu eftir Sigurð Breiðfjörð, og telur hann leika all- vel á hljóðfæri hugans – og er auð- velt að taka undir það: Þegar ég tók í hrundarhönd með hægu glingri, fannst mér þegar eg var yngri eldur loga á hverjum fingri. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is Á morgun verður Edinborgarhúsið á Ísafirði afhent við verklok á hinni umfangsmiklu endurbyggingu á þessu sögufræga húsi sem nú hefur staðið í tvö ár. Húsið var reist 1907 eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar sem kallaður hefur verið fyrsti íslenski arkitektinn. Það var hluti af umfangsmiklu veldi Ás- geirsverslunar og hýsti í fyrstu verslun þess fyrir- tækis. Á fyrsta áratug síðustu aldar var starfsemi þeirra að færast víðar um landið og svo fór að fjöl- skyldan reisti annað Edinborgarhús í Reykjavík sem enn stendur við Austurstræti. Verslunarumsvif Ásgeirs Sigurðssonar urðu ekki eins mikil hlutfallslega í Reykjavík og þau voru á Ísa- firði í tíð Ásgeirsverslunar en karlleggur þessara at- hafnamanna var í hópi umsvifamikilla athafnamanna á síðari hluta 19. aldar og fyrra helmingi þeirra 20. Ísfirðingar afréðu að endurbyggja húsið og fengu til þess opinberan styrk. Var húsið hugsað sem hluti af menningarhúsaáætlun sem Björn Bjarnason hrinti í framkvæmd í tíð sinni sem menntamálaráðherra sem líta verður á sem fjórðu kynslóð félagsheimila í landinu. Edinborgarhúsið hafði nýst til margskonar starf- semi eftir að verslun var þar hætt: nú er þar aðsetur fyrir upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn, aðsetur Vesturferða og þar er listaskóli kenndur við Rögn- vald Ólafsson þar sem fagrar listir eru kenndar. Afhendingu hússins ber upp á sjómannadag- inn og verður margt um dýrðir: myndlistarsýning, dansatriði, tónlist og leikatriði úr Skugga Sveini auk ræðuhalda. Í vikunni verða svo danssýning og tón- leikar í Edinborg. Hefst hátíðadagskrá kl. 14. Í stíl hússins verður boðið upp á kaffi og súkkulaði. Það eru Vestfirskir verktakar sem hafa byggt húsið upp og afhenda það til heilladrýgra nota fyrir menningar- líf á Vestfjörðum. Eins og önnur nútímafyrirbæri hefur menningar- húsið nýja komið sér upp vef: www.edinborg.is Edinborg afhent á morgun 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON LEYSTU KROSSGÁTUNA! Þú gætir unnið rómantísku myndina Paris, Je T’aime! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.gatur.net
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.