Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 28
Hinn árlegi Blómadagur Skólavörðustígsins verður haldinn í dag, laugardaginn 2. júní. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í tilefni sumarkomu en einnig til að undirstrika sérstöðu fyrirtækjanna á Skólavörðustíg. Mörg þeirra versla með handverk, nytjalist og ýmiss konar hönnun og því skemmtilegt að gera sér ferð niður stíginn. Á Blómadaginn verður ríkjandi útimarkaðsstemning, til dæmis mun Jói byssusmiður sýna handgerða hnífa. Börn úr Austurbæjarskóla hefja daginn á skrúðgöngu klukkan hálf ellefu með því að ganga niður Laugaveginn og upp Skólavörðustíginn. Þá munu nemendurnir dreifa blómum og ávöxtum í boði Blómabænda og Banana hf. Stígurinn mun iða af lífi þar sem lifandi tónlist, dans og önnur skemmtiatriði verða í boði fram eftir degi. Þess má geta að Menningarganga Birnu Þórðardóttur hefst við Hall- grímskirkju klukkan 11.30 og aftur klukkan 15.30. Blómstrað á Skólavörðustíg „Mick er ómögulegur í að leysa eigin vandamál en mjög góður í að hjálpa öðrum með þeirra vandamál.“ Hrafnista vígð í Reykjavík Samtök um kvennaathvarf bjóða til afmælisfundar í Iðnó í dag, laugardag 2. júní klukkan 14.00, í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá stofnun samtak- anna. „Þetta verður bæði gleðskapur og baráttufundur til að hrista aðeins upp í okkur,“ segir Sigþrúður Guðmunds- dóttir, framkvæmdastýra samtak- anna. Að sögn Sigþrúðar er enn full þörf fyrir kvennaathvarfið og of lítið hefur breyst á þessum árum. „Aðsóknin eykst með hverju ári sem líður. Það er gleðilegt að því leytinu til að það er orðið auðveldara fyrir konur sem lifa við ofbeldi að taka þetta skref út úr ofbeldissambúð. En sorglegt að því leytinu til að upprunalega mark- miðið var að setja á stofn athvarf sem myndi smátt og smátt missa tilgang sinn,“ segir Sigþrúður, sem segir eitt það besta við starfið að hitta ungt heilsteypt fólk sem hefur eytt tíma í athvarfinu sem börn og snýr aftur til að láta gott af sér leiða. Í tilefni dagsins verður boðið upp á kaffi, kleinur og stuttar hugleiðingar valinkunnra kvenna. Auk þess mun Brynhildur Guðjóns- dóttir flytja lög úr söngleiknum Edith Piaf og tónlistarfólk úr Borgarfirð- inum lög úr Saumastofunni. Ávarp flytja Berglind Eyjólfsdóttir rann- sóknarlögreglumaður, Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastýra sam- takanna, Una María Óskarsdóttir, varaforseti Kvenfélagasambands Íslands, Kristín Ástgeirsdóttir frá Rannsóknarstofu í kvenna- og kynja- fræðum, Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri, Tatjana Latinovic frá Samtökum kvenna af erlendum upp- runa og Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Eflingu-stéttarfélagi. Fundar- stjóri verður Þórhildur Þorleifsdóttir. Fundurinn er öllum opinn og aðgangs- eyrir er enginn. AFMÆLI Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Haukur Einarsson vélfræðingur, Jöklafold 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 30. maí. Útför hans fer fram í Grafarvogskirkju mánu- daginn 11. júní kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðrún Kristjánsdóttir Jóna Helga Hauksdóttir Inga Guðný Hauksdóttir Bernharð Antoniussen Einar Birgir Hauksson Kristín Óskarsdóttir Edda Kristín Hauksdóttir Anna Karen Hauksdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Axel Þórir Gestsson Þórir frá Reykjahlíð, Karlagötu 4, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur vinsemd og samúð. Sérstaklega viljum við þakka Þorsteini Gíslasyni lækni og starfsfólki á 13D Landspítala við Hringbraut fyrir einstaka aðhlynningu. Svanhildur J. Ingimundardóttir Guðrún Axelsdóttir Guðlaugur Jónasson Ragnheiður Axelsdóttir Guðmundur Gunnarsson Ingimundur Gestur Axelsson Jónas, Þórir, Fannar, Sindri, Gunnar, Guðlaugur og Leó. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðna A. Ólafssonar Núpalind 2, Kópavogi. Valgerður Á. Blandon Ingibjörg Unnur Guðnadóttir Ragnar Sigurðsson Valgerður Selma Guðnadóttir Guðbjörn Björgólfsson Þorbjörg Guðnadóttir Helgi S. Reimarsson barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.