Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 76
Það er komið sumar!
Sólin hefur ákveðið
að nú nenni hún ekki
að setjast lengur og
ætlar að hringsóla það
sem eftir er sumarsins
í eilífu algleymi og al-
sælu. Tunglið er tregt að
sleppa takinu og sést öðru
hvoru stíga dansinn feimið. Það
hverfur þó smám saman og tekur
sér kærkomna hvíld frá endalaus-
um eltingaleik dags og nætur.
Morknaðir og myglaðir torfkofa-
afkomendur skríða fölir úr fylgsn-
um sínum og píra augun í átt að
sólinni. Þeir hafa ekki séð svo bjart
ljós svo mánuðum skiptir og eins
og fyrir töfra er þunglyndishulu
skammdegisins svipt af þeim og
gleðilegur geðveikisglampi mynd-
ast í augum þeirra.
Þar sem sólin sest aldrei hættir
tíminn að vera til. Íbúar sólbakaðs
skers í norðurhöfum hætta því að
sofa. Þeir hittast á kaffihúsum við
hvert tækifæri á hvaða tíma sólar-
hringsins sem er og sötra mjöð
sem mest þeir mega. Um leið og
helgin kemur hlaupa þeir út í sveit
eins og beljur að vori án þess að
hafa til þess nokkra ástæðu.
Þeir draga heilu húsin á eftir
sér, henda gerviflugum í vatn og
hanga á bakkanum allan daginn
á meðan börnin leika tröll og álfa
í kjarri og hrauni. Þeir bjástra
við að fella tré, saga þau niður
og flytja heim í garðinn bara til
að raða þeim saman í flatt plan
þar sem þeir standa berfættir og
grilla.
Svo er engu líkara en norðlægu
sóldýrkendurnir vilji komast sem
næst sólinni. Þeir klifra alla tinda
og fara upp á allar heiðar og hóla
annað hvort á tveimur jafnfljótum
eða fjórum hjólum jafnfljótum. Á
toppnum doka þeir við í örskots-
stund og flýta sér beint aftur niður.
Af hverju gerum við þetta? Af
hverju grillum við, göngum og
keyrum á fjöll, byggjum sólpalla
og sötrum þar bjór?
Svarið er einfalt: Af því það er ís-
lenskt, stutt, vel þegið, oftast svalt,
alltaf yndislegt, stundum svikult,
yfirleitt ævintýri, og alltaf, alltaf
nákvæmlega það sem við þurfum
á að halda, það er sumar...
Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi
Tjáðu þig! Bloggaðu með
símanum!
Hvar sem er og
hvenær sem er!
Viltu sýn’eikkað?
Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI