Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2007, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 02.06.2007, Qupperneq 76
Það er komið sumar! Sólin hefur ákveðið að nú nenni hún ekki að setjast lengur og ætlar að hringsóla það sem eftir er sumarsins í eilífu algleymi og al- sælu. Tunglið er tregt að sleppa takinu og sést öðru hvoru stíga dansinn feimið. Það hverfur þó smám saman og tekur sér kærkomna hvíld frá endalaus- um eltingaleik dags og nætur. Morknaðir og myglaðir torfkofa- afkomendur skríða fölir úr fylgsn- um sínum og píra augun í átt að sólinni. Þeir hafa ekki séð svo bjart ljós svo mánuðum skiptir og eins og fyrir töfra er þunglyndishulu skammdegisins svipt af þeim og gleðilegur geðveikisglampi mynd- ast í augum þeirra. Þar sem sólin sest aldrei hættir tíminn að vera til. Íbúar sólbakaðs skers í norðurhöfum hætta því að sofa. Þeir hittast á kaffihúsum við hvert tækifæri á hvaða tíma sólar- hringsins sem er og sötra mjöð sem mest þeir mega. Um leið og helgin kemur hlaupa þeir út í sveit eins og beljur að vori án þess að hafa til þess nokkra ástæðu. Þeir draga heilu húsin á eftir sér, henda gerviflugum í vatn og hanga á bakkanum allan daginn á meðan börnin leika tröll og álfa í kjarri og hrauni. Þeir bjástra við að fella tré, saga þau niður og flytja heim í garðinn bara til að raða þeim saman í flatt plan þar sem þeir standa berfættir og grilla. Svo er engu líkara en norðlægu sóldýrkendurnir vilji komast sem næst sólinni. Þeir klifra alla tinda og fara upp á allar heiðar og hóla annað hvort á tveimur jafnfljótum eða fjórum hjólum jafnfljótum. Á toppnum doka þeir við í örskots- stund og flýta sér beint aftur niður. Af hverju gerum við þetta? Af hverju grillum við, göngum og keyrum á fjöll, byggjum sólpalla og sötrum þar bjór? Svarið er einfalt: Af því það er ís- lenskt, stutt, vel þegið, oftast svalt, alltaf yndislegt, stundum svikult, yfirleitt ævintýri, og alltaf, alltaf nákvæmlega það sem við þurfum á að halda, það er sumar... Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Bloggaðu með símanum! Hvar sem er og hvenær sem er! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.