Fréttablaðið - 02.06.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 02.06.2007, Síða 32
Þ ingmannsferill Bjarna Harðar- sonar hófst á fimmtudag þegar hann undirritaði drengskapar- heit við stjórnarskrána. Hann er hálffimmtugur og hefur verið í Framsóknarflokknum í um tuttugu ár. Spurður hvers vegna hann hafi afráðið að sækjast eftir þingsæti núna segist hann – eftir dálítið hik – líklega vera dálítið seinþroska. „Sumir byrja á sínum pólitíska frama miklu fyrr. Ég hefði ekki getað hugsað mér þetta um þrítugt. Mér leiddist svo að sitja á fundum. Ég tók þátt í félagsstarfi í mennta- skóla og síðar en leiddist alltaf að þurfa að sitja kyrr og hef þurft að vera í meiri aksjón. Flestir róast í kringum tólf eða þrettán ára aldurinn, ég gerði það upp úr fertugu. Hún er misjöfn í okkur lífsklukkan, er það ekki? Svo sköpuðust ákveðnar aðstæður hérna í kjördæminu. Ég merkti að það var lag til að fara fram og það reyndist rétt.“ Bjarni kveðst vera sveitarómantíker af gamla skólanum, enda alinn upp í Tungun- um. Reyndar af sjálfstæðisfólki en hann segir ýmsar ástæður hafa ráðið að Fram- sóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem hann fann sig í. „Faðir minn hefur verið sjálfstæðismaður alla tíð en það er svo margt í stefnu þess flokks sem ég hef aldrei getað fellt mig við, til dæmis skorturinn á jafnaðarstefnu. Þeirri hugmyndafræði að við megum grípa til aðgerða til að jafna hlut fólks, okkur ber í raun skylda til að gera það. Það er aukaatriði hjá hægra fólki.“ Bjarni var herstöðvarandstæðingur, eins lengi og það var hægt, en kveðst vera fram- sóknarmaður að því leyti að hann trúir ekki á ídeólógíur. „Ég er gegnumsneytt trúlaus maður. Er ekki í kirkjunni og trúi ekki á sérstaka guði öðrum fremur. Það sama á við um pólitískar teóríur. Þær eru ágætar til síns brúks en það er hæpið að leggja allt sitt traust á þær. Svoleiðis einstefna er í raun hættuleg. Þess vegna er framsóknarstefn- an góð.“ Bjarni var ekki spenntur fyrir áframhald- andi stjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og dró ekki dul á það. Haft var á orði eftir kosningar að miðað við hinn nauma þingmeirihluta væri stjórnin ekki á vetur setjandi, þar sem innan flokkanna væru uppivöðslusamir þingmenn. Bar nafn Bjarna þar á góma. Hann þvertekur fyrir að það hafi verið sér að kenna að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sat ekki áfram. „Það tel ég af og frá. Þó svo að ég telji að mörgu leyti hag Framsóknarflokksins betur borgið utan þeirrar stjórnar, þá gerði ég mönnum ljóst að ef til þessa stjórnar- samstarfs kæmi stæði ég með því. Ég varð aldrei var við það að menn vantreystu þessu. Ég þekki menn í Sjálfstæðisflokknum og eðlilega forvitnaðist ég um þetta þar. Eftir mínum bestu heimildum litu menn ekki svo á þar á bæ að mér væri ekki treystandi. Hitt var aftur á móti ekkert leyndarmál, og lá alltaf fyrir, að ég var einn af þingmönnun- um sem voru ekkert alltof hrifnir af því að við héldum þessu áfram. Það er töluverður munur þarna á.“ Bjarni telur að hagsmunum þjóðarinnar hefði þó verið betur borgið með Framsókn áfram í ríkisstjórn. Hann viðurkennir hins vegar að flokkurinn sé í sárum og segir eina af ástæð- unum fyrir slæmri útreið flokksins í kosn- ingum vera sundurlyndi sem hafi einkennt flokkinn nokkuð lengi. „Við vorum byrjaðir að missa tiltrú út af því á síðasta kjörtíma- bili. Við náðum ekki að stöðva það ferli þótt það hefðu orðið formannsskipti og gert átak til að stilla saman strengi á síðasta flokks- þingi. Það tekur lengri tíma til að sannfæra almenning og vinna tiltrú hans aftur.“ Bjarna þykir vel að Guðni Ágústsson sé orðinn formaður flokksins og telur að það hefði átt að gerast fyrr. „Ég taldi sjálfur að Guðni hefði átt að taka við formennsku fyrir ári síðan. Það var miður að við fórum ekki þá leið, fylgi okkar hefði orðið betra fyrir vikið. Eftir þessa vondu útreið í kosningunum er ég hins vegar ánægður með hvernig hefur spilast úr þessu. Guðni er mjög góður til að leiða flokkinn í upphafi kjörtímabils. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hann býður sig fram til áframhaldandi setu. En ég held að það sé ljóst að með Guðna sem formann liggur okkur ekkert á að halda flokksþing. Ég held að flokkurinn sé að sveigja meira í átt að því að verða þessi gamli, trausti landsbyggð- arflokkur.“ Byggðamál eru það sem Bjarna er mest umhugað um. Nátengdir þeim eru hagsmunir Seinþroska sveitarómantíker Það hefur gustað af Sunnlendingnum Bjarna Harðarsyni á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því hann náði kjöri á þing. Bergsteinn Sigurðsson ók austur fyrir fjall og ræddi við Bjarna um framsóknarstefnu, græðgisöfl og skroll. Hagsmunirnir sem ráða því að einhver flytur inn lambakjöt er ekki gæsku- rík umhyggja fyrir neyt- endum, það er grímulaus gróðahyggja... bænda, sem eru Bjarna líka hugleiknir. Hann tekur ekki undir þá staðhæfingu að eftir tólf ára valda- tíð Framsóknarflokksins í landbúnaðarráðuneyt- inu hafi bændur það ekkert sérstaklega gott. „Vandi bænda hefur ekki verið auðveldur viðureignar en þar hefur verið farin þessi leið okkar framsóknar- manna að blanda með hóflegum hætti saman mark- aðsleiðum og miðstýringu. Auðvitað er hægt að benda á ýmsa galla í þessu kerfi en heilt á litið hefur tekist vel til. Það er minni samþjöppun í landbún- aði en nokkurri annarri atvinnugrein. Það eru ennþá rekstrareiningar í fjölskyldustærðum og ég held að í stórum dráttum þá sé afkoma bænda ekkert tiltak- anlega verri en hjá öðrum.“ Eitt af því sem Bjarni hefur gagnrýnt hvað harðast í íslensku samfélagi er það sem hann kallar græðgis- svæðingu. „Þetta er spurning um yfirgang peninga. Hann er mjög ríkjandi og við sjáum hann víða Ís- landi. Það truflar mig þegar ég heyri að menn eru tilbúnir að ryðja öðrum í burtu svo þeir geti sjálf- ir makað krókinn. Það truflar mig þegar ég heyri fólk orga að það megi ekki vera flugvöllur í Reykja- vík, eins og þetta fólk hafi einhvern tímann átt þetta svæði. Ég held að þetta sé partur af einhvers konar uppeldisleysi; að við höldum að við getum, og eigum, að ná markmiðum okkar fram með því að ýta öðrum niður. Við sjáum þetta líka í því þegar kaupmenn byrjuðu á því að skella á hafnarbakkann í Reykjavík gámi með nýsjálensku lambakjöti, áður en þeir sóttu um leyfi. Þannig vinna græðgisöflin.“ Spurður hvers vegna Íslendingar megi ekki borða inn- flutt lambakjöt, veðrast Bjarni upp. „Af hverju á maður alltaf að ráðast á það sem er öðrum mikilvægt? Í þessu til- felli er ekkert jafn mikilvægt til að viðhalda byggð hringinn í kringum landið eins og sauðfjárrækt. Það er mjög auðvelt að brjóta hana niður og mun kosta þetta þjóðarbú mikið. Hagsmunirnir sem ráða því að einhver flytur inn lamba- kjöt eru ekki gæskurík umhyggja fyrir neytendum, það er grímulaus gróðahyggja; græðgisvæðingin í sinni verstu mynd sem setur ekkert fyrir sig. Sauðfjárræktin er byggð- arlegur, sögulegur og menningarlegur grunnur sem menn eiga að láta vera.“ Bjarni hefur þjóðleg gildi í hávegum og skammast sín ekki fyrir það. Hann segir þó mikilvægt að einangra sig ekki frá umheiminum og erlendum straumum; menn geti bæði borð- að hrossakjöt og sushi. „Ég held að það sé hollt að blanda þessu saman. Ég hef áhuga á ýmsu sem er þarna langt frá. Ég féll til dæmis fyrir Indlandi fyrir löngu og hef komið þangað tvisvar. Það er mikilvægt að hafa þessa breidd. Við eigum að vera þjóðlegir heimsborgarar, tvímælalaust. Ég held að ef við Íslendingar leggjum rækt við það þá getum við orðið óskaplega ríkir. Við höfum mikið fram að færa og í okkar þjóðlegu menningu finnum við óskaplega mikið. Ég held að það sé þó enn heilmikil minnimáttarkennd gagnvart arfleifðinni. Hún minnir okkur á hokrið og fátæktina. En við vorum ótrúlega rík í torfkofunum, rík í andanum.“ Það á best við Bjarna að búa úti á landi. Að því komst hann þegar hann bjó í Reykjavík frá 1982 til 1989. „Ég vann á Tímanum í gamla daga, NT og svo dálítið á Helgarpóst- inum. Ég fór til Reykjavíkur upp úr menntaskóla og líkaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.