Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 94
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Matthías Guðmundsson Rokksöngvarinn Chris Cornell heldur tónleika í Laugardalshöll- inni 8. september næstkomandi. Þetta kemur fram á MySpace-síðu söngvarans. Það eru Ísleifur B. Þórhallsson og Concert sem flytja söngvarann til landsins en samn- ingaviðræður hafa staðið yfir í þó nokkrar vikur. „Þetta er mikill fengur fyrir okkur,“ segir Ísleifur kampakátur. „Þarna fá aðdáendur Cornells frá öllum tímabilum eitt- hvað fyrir sinn snúð því hann flytur alla smelli frá öllum sínum hljóm- sveitum á tónleikunum,“ bætir Ís- leifur við. Chris Cornell er fyrr- verandi söngvari Soundgarden og Audioslave sem báðar njóta mik- illar hylli hér á landi. Samkvæmt tónleikaprógrammi söngvarans fá smellir á borð við Black Hole Sun, Spoonman og Like a Stone að hljóma. Cornell hyggst koma til landsins tveimur dögum fyrir tónleikana en eiginkona hans, Vicky Karayiannis, verður með í för. „Hann hefur heyrt vel af landinu látið og þau ætla að skoða bæði Gullfoss og Geysi á meðan dvöl á þeirra stendur,“ út- skýrir Ísleifur en fimm manna sveit verður með Cornell á sviðinu. Ísleifur reiknar með því að miða- sala hefjist um miðjan júní. Cornell sleit nýlega samstarfi sínu við Audioslave og hyggst hasla sér völl sem sólólistamaður. Nýlega kom út önnur sólóplata söngvarans, Carry On, en þar má meðal annars finna nýjasta Bond- lagið You Know My Name úr Casi- no Royal og Michael Jackson smell- inn Billie Jean. Cornell hefur áður reynt fyrir sér einn síns liðs en árið 1999 kom út platan Euphoria Morning. Chris Cornell til Íslands í haust „Þetta er rosalega vandræðalegt. Ég hef reynt að loka á þessar Hass- elhoff-minningar. En þetta pass- ar, jú, ég var aðdáandi hans þegar Strandverðir voru í Sjónvarpinu,“ segir söngkonan Hildur Vala Ein- arsdóttir. Glöggur lesandi Frétta- blaðsins hafði upp á eintaki af tíma- ritinu Æskunni frá 1993 þar sem er að finna bréf frá Hildi Völu. Í bréf- inu óskar Hildur Vala eftir öllum mögulegum munum með David Hasselhoff í skiptum fyrir plak- öt með ýmsum hljómsveitum og dýrum. Bréf Hildar Völu var svo- hljóðandi: „Safnarar! Ég safna öllu með David Hassel- hoff; bréfsefni og barmmerkjum. Í staðinn læt ég veggmyndir með Nýrri danskri, GCD, Kiss, Plá- hnetunni, Alf, Prince, U2, Patrick Swayze, Sykurmolunum, Bruce Springsteen, NKOTB, Todmobile, Freddie Mercury, Kevin Costner, Nirvana, Whitney Houston, Metallica, Elvis Presley, Macaulay Culkin og ýmsum dýrum. Hildur Vala Einarsdóttir, Gnoðarvogi 32, 104 Reykjavík.“ Hildur Vala mundi ekkert eftir umræddu bréfi þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hafði þó gaman af þegar bréfið var lesið upp fyrir hana. „Ég var með risa- stórt plakat af Hasselhoff uppi á vegg hjá mér. Það hefur oft verið gert grín að mér fyrir það,“ segir hún og hlær. Hildur segist hafa verið áskrifandi að Æskunni eins og mörg ungmenni á þessum tíma en hún man ekki eftir hvort hún skrifaði fleiri bréf til blaðsins en þetta eina. „Kannski þó til ein- hverra pennavina.“ Athygli vekur að eitt af þeim plakötum sem Hildur var tilbúin að láta í skiptum var með hljómsveit- inni Ný danskri. Einn meðlima þeirrar sveitar var einmitt Jón Ólafsson sem í dag er unnusti og barnsfaðir Hildar. Aðspurð segist Hildur greinilega ekki hafa verið búin að uppgötva snilligáfu unn- ustans á þessum tíma. Undir það tekur Jón Ólafsson: „Það er nokkuð ljóst að hinn góði tónlistarsmekk- ur sem hún hefur í dag hefur ekki verið kominn á þarna. Hún hefur átt eftir að uppgötva fegurðina í tónlistinni enda kannski upptekn- ari af almennari dægurmenningu eins og krakkar á þessum aldri,“ segir Jón léttur á því. Silfur Egils verður á dagskrá Ríkisútvarpsins næsta haust en ekki á Stöð 2 eins og undanfarin ár. Egill Helgason, stjórnandi Silfursins, er einnig með annan sjónvarpsþátt í bígerð. „Ég verð með Silfur Egils á RÚV næsta vetur og svo verð ég líka með þátt sem tengist bókum. Þar verður fjallað um bækur með líf- legum hætti. Ég ætla að gera menningunni hátt undir höfði,“ segir Egill. Egill segist ekki yfirgefa Stöð 2 í fússi. „Það er engin óánægja með Stöð 2 en ég álít að það séu að sumu leyti betri tækifæri á RÚV. Það er fleira sem ég get gert þar og betri aðstaða en ég er sáttur við fólkið á Stöð 2 og fyrirtæk- ið,“ segir Egill og bætir við: „Ég hef áður unnið með Páli Magnússyni útvarpsstjóra – minn- ir að við höfum starfað fyrst saman á Tíman- um árið 1981 – og á milli okkar ríkir vinátta og traust. Svo líst mér miklu betur á að vinna á RÚV eftir þessar breytingar, þegar stofnunin er augljóslega orðin sjálfstæðari.“ Egill hefur stýrt Silfrinu í ein átta ár. „Ég byrjaði með þáttinn á Skjá einum árið 1999. Það mætti því segja að ég hafi verið eitt kjör- tímabil á hverri stöð,“ segir Egill hlæjandi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að Egill sé enn samningsbundinn Stöð 2. „Egill hefur gengið frá samningum við 365 til að minnsta kosti tveggja ára þannig að ef að það er rétt að hann hafi ráðið sig í vinnu annarsstaðar frá og með deginum í dag þá er það brot á þeim samn- ingi sem hann hefur gert við okkur. Það verður þá mál fyrir lögfræðinga að skoða,“ segir Ari. Egill segir hins vegar að samningur hans við Stöð 2 hafi runnið út um mánaðarmót. Samn- ingaviðræður hafi staðið yfir en engin niður- staða hafi fengist í þær og því sé hann frjáls ferða sinna. Silfur Egils á RÚV næsta haust Yoga þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30 Sími: 691 0381 Vellíðan Styrkur Liðleiki Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Garðsláttuvélar Þýskar gæðasláttuvélar fyrir þá sem gera kröfur um gæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.