Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 44
Fógetahúsið er talið elsta hús Reykjavíkurborgar en það var byggt um miðja 18. öld. Nú sér fyrir endann á umfangsmiklum endurbótum sem staðið hafa yfir á húsinu og hefur Kraum, ný ís- lensk hönnunarbúð, verið opnuð í byggingunni. „Kraum er fram- tak fjárfesta og hönnuða um að stofna verslun sem selur eingöngu íslenska hönnun í hæsta gæða- flokki,“ segir Halla Bogadóttir, ein af forsvarsmönnum verkefnisins. „Hugmynd okkar var sú að hönn- uðir hefðu einhvern einn stað til að selja hönnun sína á.“ Að sögn Höllu er þetta fyrsta verslun sinnar tegundar hér á landi. „Ég rak sjálf verslun í mið- bænum og fann fyrir mikilli eftir- spurn eftir verslun sem sérhæfir sig í íslenskri hönnun,“ segir Halla. „Einkum hjá ferðamönnum sem sífellt spurðu hvar hægt væri að nálgast íslenska hönnun. Nú fá þeir hana hjá okkur.“ Yfir 70 hönnuðir eiga vörur í Kraumi og eru þær af ýmsu tagi. „Þetta eru vörur allt frá fatnaði, skarti og ýmsum nytjahlutum til gler- og leirmuna og margmiðlun- ar,“ segir Halla. „Þó að hægt sé að fá flesta gripina á útsölustöðum hönnuðanna eru einhverjir gripir sem eru bara fáanlegir hjá okkur og svo eru allir gripirnir hér undir einu þaki.“ Auk Kraums fær Reykjavík- urborg aðstöðu fyrir menning- artengda starfsemi í Fógetahús- inu. Til stendur að stilla upp líkani af Reykjavík frá fyrri tíð og sýna gamlar myndir úr borgarlífinu. Handverk og hönnun fær einnig að- stöðu í húsinu og þar verða haldnar sýningar á ýmsu handverki. - tg Íslensk hönnun undir einum hatti Í Fógetahúsinu við Aðalstræti 10 hefur ný hönnunarbúð verið opnuð. Verslunin ber heitið Kraum og eru þær vörur sem boðið er upp á alíslenskar. Margrét Guðnadóttir hannaði þessar spiladósir. Halla Bogadóttir býst við því að viðskiptahópur Kraums verði bæði ferðamenn og Íslendingar. Þóra Sigurþórsdóttir á heiðurinn að þessum skrautmunum. Kogga lætur sig ekki vanta í frítt föruneyti íslenskra hönnuða í Kraumi. 2. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.