Fréttablaðið - 02.06.2007, Page 44
Fógetahúsið er talið elsta hús
Reykjavíkurborgar en það var
byggt um miðja 18. öld. Nú sér
fyrir endann á umfangsmiklum
endurbótum sem staðið hafa yfir
á húsinu og hefur Kraum, ný ís-
lensk hönnunarbúð, verið opnuð
í byggingunni. „Kraum er fram-
tak fjárfesta og hönnuða um að
stofna verslun sem selur eingöngu
íslenska hönnun í hæsta gæða-
flokki,“ segir Halla Bogadóttir, ein
af forsvarsmönnum verkefnisins.
„Hugmynd okkar var sú að hönn-
uðir hefðu einhvern einn stað til að
selja hönnun sína á.“
Að sögn Höllu er þetta fyrsta
verslun sinnar tegundar hér á
landi. „Ég rak sjálf verslun í mið-
bænum og fann fyrir mikilli eftir-
spurn eftir verslun sem sérhæfir
sig í íslenskri hönnun,“ segir Halla.
„Einkum hjá ferðamönnum sem
sífellt spurðu hvar hægt væri að
nálgast íslenska hönnun. Nú fá þeir
hana hjá okkur.“
Yfir 70 hönnuðir eiga vörur í
Kraumi og eru þær af ýmsu tagi.
„Þetta eru vörur allt frá fatnaði,
skarti og ýmsum nytjahlutum til
gler- og leirmuna og margmiðlun-
ar,“ segir Halla. „Þó að hægt sé að
fá flesta gripina á útsölustöðum
hönnuðanna eru einhverjir gripir
sem eru bara fáanlegir hjá okkur
og svo eru allir gripirnir hér undir
einu þaki.“
Auk Kraums fær Reykjavík-
urborg aðstöðu fyrir menning-
artengda starfsemi í Fógetahús-
inu. Til stendur að stilla upp líkani
af Reykjavík frá fyrri tíð og sýna
gamlar myndir úr borgarlífinu.
Handverk og hönnun fær einnig að-
stöðu í húsinu og þar verða haldnar
sýningar á ýmsu handverki. - tg
Íslensk hönnun
undir einum hatti
Í Fógetahúsinu við Aðalstræti 10 hefur ný hönnunarbúð verið opnuð. Verslunin ber heitið
Kraum og eru þær vörur sem boðið er upp á alíslenskar.
Margrét Guðnadóttir hannaði þessar spiladósir.
Halla Bogadóttir býst við því að viðskiptahópur Kraums verði
bæði ferðamenn og Íslendingar.
Þóra Sigurþórsdóttir á heiðurinn að þessum skrautmunum.
Kogga lætur sig ekki vanta í frítt föruneyti íslenskra hönnuða
í Kraumi.
2. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR