Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 6
„Á öllum þeim stöðum þar sem ég þekki til eru öryggismálin í góðu lagi,“ segir Ólafur Valgeirsson, sundlaugarvörður í sund- lauginni í Selárdal við Vopnafjörð. Herdís Storgaard, forstöðumaður Sjóvár Forvarnahúss, vill að gerð verði öryggisút- tekt á sundstöðum á Íslandi og hefur áhyggj- ur af því að reglum um öryggi á sundstöðum sé ekki fylgt eftir í litlum laugum á lands- byggðinni. Það sé til að mynda algengt að einn og sami aðilinn sjái um að selja ofan í laugina og þrífa klefa samhliða því að fylgj- ast með lauginni. Sundlaugin í Selárdal er vinsæl en þar er aðeins gæsla í tvo mánuði á ári. Þess utan er laugin opin almenningi sem fer þá í hana á eigin ábyrgð. „Reglurnar eru í fullu gildi hér eins og ann- ars staðar en kröfurnar eru svolítið öðruvísi þegar laugin er svona lítil. Hér er skilti þar sem gestum er gerð grein fyrir því að þeir séu á eigin ábyrð svipað og gerist í náttúrulaugum þar sem engin gæsla er,“ segir Ólafur og bend- ir á að nærdrukknanir í sundlaugum verði oft- ast í stórum laugum þar sem eftirlit er mikið. Ólafur segir algengt að foreldrar líti á sund- laugaverði sem barnapíur og tekur undir með Herdísi sem vill að barnaverndaryfirvöld séu látin vita verði slys í sundlaugum rakin til gáleysis foreldra. „Börn eru fyrst og fremst á ábyrgð for- eldra sinna og það er vítavert gáleysi að fylgj- ast ekki með barninu sínu í sundlauginni,“ segir Ólafur. Það sem af er þessu ári hafa óvenju mörg börn verið hætt komin í sundi. ÓMISSANDI Á SS PYLSUNA Héraðsdómur Reykja- víkur sýknaði í gær Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann Baugs Group, af ákæru um ólög- mætar lánveitingar. Tryggvi Jóns- son, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var dæmdur í samtals tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og Jón Gerald Sullenberger í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Um var að ræða þann hluta máls- ins sem varð til þegar settur ríkis- saksóknari gaf út endurákæru í 19 liðum 31. mars 2006. Héraðsdómur vísaði áður frá níu ákæruliðum, auk hluta tveggja ákæruliða til við- bótar, og dæmdi Jón Ásgeir í þriggja mánaða fangelsi og Tryggva í níu mánaða fangelsi. Hæstiréttur lagði fyrir dóminn að fjalla efnis- lega um þá liði sem vísað var frá, og féll dómur í þeim hluta í gær. Jón Ásgeir var sýknaður í níu ákærðuliðum þar sem hann var ákærður fyrir að láta Baug veita ólögmætar lánveitingar til tengdra aðila. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög um hlutafélög hafi ekki verið brotin í fimm tilvik- um. Í fjórum tilvikum hafi lögin hins vegar verið brotin, en þar sem heimild í lögum til að refsa ein- staklingum fyrir slík brot sé óskýr verði Jón Ásgeir sýknaður af þeim ákærum. Þetta er í samræmi við fyrri frávísunardóm héraðsdóms. Tryggvi Jónsson var í gær sak- felldur fyrir fjárdráttarbrot. Hann var ákærður fyrir að draga sér rúmlega 1,3 milljónir króna, en var dæmdur fyrir að draga sér tæpar 548 þús- und krónur. Dómurinn féllst á að Baugur ætti að greiða símakostnað, kostnað á veitinga- stöðum, kaup á geisladiskum og ýmis önnur útgjöld, en Tryggvi hafi dregið sér fé með því að láta Baug greiða dráttarsláttuvél, golfsett, aðgöngumiða í Disney World og fleira. Tryggvi hafði áður verið dæmd- ur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot, og var nú þremur mánuðum bætt við þann dóm, og hann því sam- tals dæmdur í tólf mánaða fangelsi í málinu. Að auki var honum í gær gert að greiða þriðj- ung málskostnaðar vegna þessa þáttar, um 133 þúsund krónur. Jón Gerald Sullenberger var ákærður fyrir að aðstoða Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að gefa út tilhæfulausan kreditreikning. Jón Ásgeir og Tryggvi höfðu áður báðir verið sakfelldir fyrir þann þátt málsins. Jón Gerald var í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að útbúa reikninginn, sem er jafn þungur dómur og Jón Ásgeir fékk fyrir að nota reikninginn við að rangfæra bókhaldið. Jón Gerald var að auki dæmdur til að greiða allan sakar- kostnað í málinu, samtals 8,1 millj- ón króna. Jón Ásgeir sýknaður en aðrir sakfelldir Jón Ásgeir Jóhannesson var í gær sýknaður af ákæru um ólöglegar lánveitingar. Lög voru brotin en ekki hægt að refsa einstaklingum. Tryggvi Jónsson var dæmd- ur fyrir fjárdrátt og Jón Gerald Sullenberger fyrir að útbúa rangan reikning. BAUGS M Á L I Ð Er raunhæft að tala um þorsk- veiðistopp í tvö ár? Ætlar þú í útilegu um helgina?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.