Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 40
BLS. 12 | sirkus | 29. JÚNÍ 2007 Handboltahetjan Alexander Pettersson hefur brætt hjörtu íslenskra kvenna undanfarið. Hann var valinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins af hlustendum Létt Bylgjunnar fyrr á þessu ári en hugsar ekki mikið um það. Hann kom 18 ára gamall til Íslands og er nú níu árum síðar genginn til liðs við Flensburg, sem er eitt besta handboltalið Þýskalands. Hann á íslenska konu og einn þriggja ára dreng. Lífið brosir við Alex eins og hann er kallaður. HANDBOLTAKAPPINN ALEXANDER PETTERSSON TRYLLIR ÍSLENSKAR KONUR EN KIPPIR SÉR EKKI UPP VIÐ ÞAÐ EYÐIR TVEIMUR MÍNÚTUM FYRIR FRAMAN SPEGILINN Á MORGNANA FEÐGAR Þeir eru miklir félagar feðgarnir Alexander og Lúkas. SIRKUSMYND/PJETUR Lífið gæti einhvern veginn ekki verið betra. Ég á yndislega konu og frábæran son og er að fara að spila með einu besta liði Þýskalands,“ segir handboltakappinn Alexander Pettersson í samtali við Sirkus. Alexander, sem verður 27 ára næst- komandi mánudag, er í sambúð með Eivoru Pálu Blöndal og eiga þau saman soninn Lúkas sem er þriggja ára. Litla fjölskyldan er nýflutt til Flensburg og Alexander hyggst nýta frítímann til að vera í fjarnámi við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ. Saga hans er ótrúleg. Hann er fædd- ur í Ríga í Lettlandi á því herrans ári 1980 og ólst upp með þremur systkin- um, tveimur systrum og einum bróð- ur, í miðstéttarfjölskyldu. Hann byrj- aði ekki að æfa handbolta fyrr en hann var 13 ára og var ekki lengi að verða besti leikmaður Lettlands í sínum ald- ursflokki. Átján ára fékk hann tilboð um að koma til Íslands og spila hand- bolta og segir Alexander að það hafi bjargað honum frá rugli. „Ég var kom- inn í ansi slæman félagsskap í Ríga. Ég var byrjaður að drekka bjór og var í gengi sem var oft að slást niðri í bæ. Ég veit ekki hvar þetta hefði endað ef ég hefði ekki farið til Íslands,“ segir hann. Og ekki er laust við að Ísland hafi komið honum á óvart. „Ég hélt að ég væri að fara að spila sem atvinnumaður í handbolta en það var nú ekki raunin,“ segir Alexander og hlær. Hann gekk til liðs við Gróttu/KR og byrjaði strax að vinna í Seglagerðinni Ægi hjá Björgvini Barðdal. „Það var mjög fínt en erfitt. Það var ekkert grín að vinna allan daginn og fara svo dauðþreyttur á æfingu. En það hjálpaði mér mikið við að komast inn í lífið á Íslandi og læra tungumálið. Ekki má heldur gleyma því að Björgvin og kona hans gengu mér nánast í foreldra- stað,“ segir Alexander. Fyrir sex árum breytist líf hans síðan þegar hann kynnist núverandi unnustu sinni Eivoru Pálu Blöndal. „Við vissum hvort af öðru en eftir að við hittumst á skemmtistað og skiptumst á númerum varð ekki aftur snúið. Við höfum verið saman síðan þá,“ segir Alexander. Þau eiga einn dreng, Lúkas, sem er þriggja ára. „Lífið breytist þegar maður eignast barn. Það fer mikill tími í að sinna því en það er hreint og beint ynd- islegt að sjá hann vaxa úr grasi. Við erum miklir félagar. Hann kemur með mér á hverja æfingu og á pottþétt eftir að verða mjög góður í handbolta. „Ætli ég endi ekki ferilinn með honum í Val,“ segir Alexander og hlær en Eivor kona hans er uppalinn Valsari. Alexander er í draumastarfinu sem handboltamaður. Hann er ástfanginn af konu sinni og á yndislegan lítinn dreng. Hann fékk íslenskan ríkisborg- ararétt fyrir þremur árum og segist afar stoltur af því. Enda leggur hann sig allt- af 100% fram þegar hann spilar fyrir Ísland. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að spila fyrir Ísland og reyni að gefa til baka fyrir það traust og þann stuðning sem ég hef fengið frá Íslendingum,“ segir Alexander. Og það er ekki hægt að skjóta sér undan því að spyrja Alexander um þann mikla áhuga sem kvenmenn landsins hafa sýnt honum. Hann var kjörinn kyn- þokkafyllsti Íslendingurinn af hlustend- um Létt Bylgjunnar og vilja margar konur meina að kynþokkinn beinlínis leki af honum. Honum er þó sama, segir þetta bara fyndið. „Ég hugsa ekki mikið út í þetta. Ég eyði kannski tveimur mín- útum fyrir framan spegilinn á morgnana til að laga á mér hárið en meira er það nú ekki. Ég lít ekki á sjálfan mig sem kyn- tákn,“ segir Alexander. Aðspurður hvort þessi athygli fari í taugarnar á konunni segir hann: „Henni er alveg sama.“ oskar@frettabladid.is Hvellur | G. Tómasson ehf. | Súðarvogi 6 | 104 Reykjavík | www.hvellur.is | 577 6400 Reiðhjólaverslun | Varahlutir | Verkstæði | Allt árið Baby Born Bubbi byggir kr. 3.785 Þ ýs ki r h á g æ ð a r e ið h jó la h já lm a r fr á K E D kr. 3.785 kr. 3.785 Sponge Bob KILDEMOES Classic Retro 7 gíra Fótbremsa Bretti Lokuð keðjuhlíf Bögglaberi Ljós með rafal Lás Standari Karfa BABY born Stillanlegt stýri 8.944 kr. Jafnvægishjól - best í byrjun Stillanlegt sæti og stýri Standari 13.905 kr.10.815 kr. Þríhjól með stöng Stillanlegt sæti Handbremsa Stýristöng 9.933 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.