Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 53
[Hlutabréf]
Sameinaður sparisjóður Byrs og
Sparisjóðs Kópavogs (SPK) er
metinn á um 45 milljarða króna
miðað við síðasta viðskiptagengi
í Byr. Stjórnir sparisjóðanna hafa
skrifað undir samrunaáætlun
sem miðast við 1. janúar 2007.
Jón Þorsteinn Jónsson, stjórn-
arformaður Byrs, segir að góðum
áfanga sé náð. „Nú erum við
búnir að dekka útibúanetið á höf-
uðborgarsvæðinu. Við erum ekki
með neina starfsemi í Kópavogi
þannig að þessi fyrirtæki smell-
passa saman.“
Byr er annar stærsti sparisjóður
landsins en SPK sá fimmti stærsti.
Aðeins SPRON er stærri spari-
sjóður í eignum talið en heildar-
eignir sjóðanna tveggja nema nú
um 140 milljörðum króna. Reka
þeir alls níu útibú á höfuðborgar-
svæðinu og sjá stjórnendur fyrir
sér þrjú kjarnaútibú: Í Borgar-
túni, við Strandgötu í Hafnarfirði
og í Kópavogi. Umsvif sjóðanna
liggja einnig víða á sviði fjárfest-
inga en þeir eru stórir í Icebank,
SP Fjármögnun og fjárfestingar-
bönkunum MP og VBS.
„Stóra tækifærið liggur í því að
sameiginlegur sparisjóður hefur
miklu meiri sóknargetu en sjóð-
irnir höfðu áður út af stærð og
styrkleika. Miðað við þann kostn-
að sem sjóðirnir hafa núna þá
getur hann sótt miklu meiri tekj-
ur,“ segir Birgir Ómar Haralds-
son, stjórnarformaður SPK. Og
bætir við: „Það verður sótt fram
af ákveðni og fagmennsku.“
Stjórnendur sjóðanna ætla að
taka sér góðan tíma til að fara
vel yfir alla þætti starfseminnar,
enda er það heilmikið verkefni að
sameina sparisjóði. Þeir telja að
til að byrja með verði starfsemi
hins nýja sjóðs óbreytt.
Stofnfjáreigendur í Byr munu
fá 87 prósent í sameinuðum sjóði
á móti þrettán prósentum stofn-
fjáreigenda í SPK. Til þess að
mæta skiptihlutföllum verður
stofnfé Byrs aukið um tæpa 2,8
milljarða króna og fer sú aukning
að öllum líkindum fram í haust.
Mikið ferli er fram undan en
bæði FME og Samkeppnisstofn-
un þurfa að taka málið til með-
ferðar auk þess sem gera þarf
áreiðanleikakönnun. Forsvars-
menn Byrs þekkja vel til þess-
ara mála frá sameiningu SPH og
SPV í fyrra. Ef allt gengur eftir
reikna stjórnarformennirnir með
að samruninn gangi í gegn í sept-
ember. Reiknað er með að tillaga
um samruna verði þá lögð fyrir
stofnfjáreigendur í báðum sjóð-
um. Stofnfjáreigendur í Byr eru
um sex hundruð en hundrað færri
í SPK.
Sameinaður sparisjóður Byrs og SPK er metinn á 45
milljarða króna. Sóknarsamruni, segja stjórnarfor-
menn sparisjóðanna.
Árdegi, félag í eigu Sverris Berg
Steinarssonar, hefur keypt Baug
Group út úr dönsku raftækjakeðj-
unni Merlin. Eftir kaupin verður
Árdegi eigandi 65 prósenta hlut-
ar í félaginu og Milestone 35 pró-
senta.
Árið 2005 keyptu Árdegi, Baug-
ur Group og Milestone Merlin. Þá
hafði keðjan verið rekin með tapi
um nokkurra ára skeið. Hafist var
handa við að snúa við rekstrinum.
„Nú erum við farin að sjá til lands
í viðsnúningnum og því tímabært
að fara að huga að meiri samlegð
milli verslananna, sérstaklega í
innkaupum og markaðssetningu,“
segir Sverrir. Hann fór því þess
á leit við stjórnendur Baugs að
kaupa hlut félagsins í raftækja-
keðjunni. Kaupverð er ekki gefið
upp.
Árdegi og Milestone reka nú
48 verslanir í Danmörku og er
hún önnur stærsta raftækjakeðj-
an þar. „Við eigum töluverð færi
eftir í Danmörku. Við ætlum því
að halda áfram að vaxa og verða
stærstir,“ segir Sverrir. Þá segir
hann töluverða möguleika í útrás
keðjunnar til annarra Norður-
landa.
Auk Merlin á og rekur Árdegi
tíu BT-verslanir, fimm Skífu-
verslanir, Sony Center, auk tísku-
verslananna Nova Nova og Next. Í
heild starfa hjá samstæðunni um
átta hundruð starfsmenn.
Árdegi kaupir hlut
Baugs í Merlin
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is