Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Vantar meira eftirlit Situr við sagnfræðiskriftir Þótt Sólheimar iði af lífi allt árið á það sérstaklega við um sumarið. Nú hefur verið blásið til glæsilegrar menn- ingarveislu sem stendur yfir þar til í ágúst. Þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á Menningarveislu Sól- heima. Að sögn Guðmundar Ármanns Péturssonar, fram- kvæmdastjóra Sólheima, gafst hátíðin svo vel í fyrra að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Hingað heimsækja okkur yfir 30 þúsund manns ári,“ segir Guð- mundur Ármann. „Langflestir koma á sumrin enda er starfsemin þá í blóma og Sólheimar iða af lífi,“ bætir hann við. Menning og listir hafa ávallt skipað stóran sess í starfi Sól- heima, sérstaklega tónlist, leiklist og myndlist. Á Sólheimum má til dæmis finna líklega eina blandaða leikfélag landsins, það er sem er skipað jafnt af fötluðum og ófötl- uðum. Það er algengur misskiln- ingur að Sólheimar séu sambýli fyrir fatlaða. Af ríflega hundrað íbúum eru um fjörutíu fatlaðir. „Sólheimar eru fyrst og fremst sjálfbært samfélag, sem miðast við íbúa með sérþarfir,“ áréttar Guðmundur Ármann. „Við byggj- um samfélagið á svokallaðri öfugri blöndun, að þeir sem hingað koma lagi sig að þeim sem hafa sérþarfir en yfirleitt er þessu öfugt farið. Við segjum ekki að þetta sé endi- lega betri leið en hin, hún hefur einfaldlega reynst okkur ákaflega vel hérna.“ Listfengi heimamanna fer ekki fram hjá neinum sem heimsækir Sólheima. Í Ingustofu er sýningin Ulllarheimur kynjaheima, sem samanstendur af úrvali mynda úr þæfðri ull í handgerðum trérömm- um; í Miðgarðstjaldi er boðið upp á listmuni frá vinnustofunni Ásgarði, í sama garði má finna sérstakan ljóðagarð. Steinsnar þaðan er fal- legur höggmyndagarður og í Sess- eljuhúsi má sjá myndasýninguna Sólheimar í tímans rás, svo fátt eitt sé nefnt. Á hverjum laugar- degi troða svo valinkunnir tónlist- armenn upp og flytja popp, blús, trúartónlist og djass. Jón Ólafsson og KK hafa þegar haldið tónleika í sumar en á morgun leika Yousef Sheikh og Tomi Lehikoinen söng- leikjatónlist og frumsamið efni. Umhverfismál hafa verið kjarn- inn í starfi staðarins frá upphafi. Sesselja Sigmundsdóttir var til dæmis fyrst allra á Norðurlöndum til að hefja lífræna ræktun. Boðið er upp á fræðslu og skoðunarferð um umhverfismál á Sólheimum, hægt er að líta á trjásafnið við skógræktarstöðina Öl, og sjá þar sem lífrænar gúrkur, paprikur og tómatar vaxa í garðyrkjustöðinni. Sólheimar eru þó ekki aðeins fyrir auga og eyra heldur líka munn og maga. Í markaðstjaldi á Rauða torginu er til dæmis hægt að kaupa lífrænt ræktaðar afurðir sem og muni á borð við sápu og kerti, sem framleidd hafa verið á umhverfis- vænan hátt. Á kaffihúsinu er hægt að kaupa lífrænt kaffi og kruðerí, auk þess sem boðið er upp á nokkr- ar tegundir af lífrænum bjór sem fást óvíða annars staðar á Íslandi. Ókeypis er á alla viðburði Menn- ingarveislu Sólheima en nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á vefsíðunni solheimar.is. Listfengi á Sólheimum Þjóðinni þakklátur Kvenlegir tengdasynir Exista hf., kt. 610601-2350, hefur gefið út skulda- bréf á grundvelli tveggja lýsinga (EXISTA 06 3 heildarstærð kr. 1.000.000.000 og EXISTA 07 2 heildarstærð kr. 3.000.000.000) sem Kauphöll Íslands hefur samþykkt og gert aðgengilegar almenningi frá og með 29. júní 2007. Eftirfarandi skuldabréfaflokkar hafa verið gefnir út:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.