Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 11
Fertugur maður var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmdur í þrjátíu daga skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða eina milljón króna í sakarkostnað fyrir þátt sinn í eiturefna- slysinu í sundlaug Eskifjarðar í fyrrasumar. Átján ára piltur var sýknaður. Maðurinn var stöðvarstjóri Olís á Reyðarfirði og var ákærður fyrir að hafa af gáleysi afgreitt þúsund lítra tank af ediksýru af áttatíu prósenta styrk, í hendur piltsins, í stað klórlausnar af fimmtán prósenta styrk sem dæla átti á klórtank sundlaugarinnar, og gefið piltinum fyrirmæli um að dæla efninu á klórtankinn. Þegar pilturinn dældi ediksýrunni á klórtank laugarinnar myndaðist eitruð lofttegund, klór- gas, sem smaug um allt sundlaugarsvæðið með þeim afleiðingum að á fimmta tug sundlaugar- gesta veiktist eða fékk einkenni eitrunar. Viðbúnaður vegna slyssins var gríðarlegur. Sjúkralið og læknar voru kölluð til frá Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Egilsstöðum og Nes- kaupstað. Umferð var stjórnað um þjóðvegi, hús í nágrenni laugarinnar voru rýmd og þyrlur og flugvélar voru sendar austur. Maðurinn var sakfelldur þar sem ljóst þótti að hann hefði sýnt af sér gáleysi með því að gaum- gæfa ekki merkingar tanksins áður en hann afhenti hann, sér í lagi þar sem hann vissi að tankar undir klórlausn og ediksýru eru nær eins í útliti og merkingar á þeim áþekkar. Pilturinn var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa ekki athugað merkingar tanksins áður en hann dældi á klórtank laugarinnar, þar sem hann hafði enga sérstaka ástæðu til að efast um að í tankinum væri klórlausn, eins og honum hafði verið sagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.