Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 23
Hvanndalsbræður átu mest kind og hval í æsku
en nú hafa þeir þróað rétt sem þeir kalla páfa-
gaukapaté.
„Þetta var létt máltíð en mjög ljúffeng,“ segja þeir
Hvanndalsbræður einum rómi er þeir hafa lokið við að
snæða eigið páfagaukapaté. Þeir svara líka samhljóða
næstu spurningu um hvort þeir eldi oft saman. „Alltof
sjaldan.“ „Við borðum samt oft saman á ferðalögum, á
vegasjoppunum,“ skýtur Valur inn í og vísar þar til tón-
leikaferðalaga þeirra bræðra.
Nú er sjö daga ferð framundan til að fylgja eftir nýút-
komnum diski, Skást of Hvanndalsbræður. Þeir segjast
vera að safna orku fyrir þá ferð og nýafstaðin máltíð sé
liður í þeirri uppbyggingu. „Páfagaukapaté-ið stendur
með manni lengi,“ fullyrða þeir. En varla hafa þeir van-
ist því í sveitinni? „Nei, þar voru kindur aðaluppistaðan
í fæðunni og svo rak einstaka hval. Við átum mikinn
hval í æsku. Upp úr súru,“ segir Rögnvaldur gáfaði.
Þeir segjast hafa kynnst páfagaukapaté-i eftir að þeir
komu á mölina. „Það varð til fyrir slysni,“ segir Sumar-
liði og svo kemur sagan. „Rögnvaldur gáfaði var að elda
og páfagaukurinn okkar flaug í matvinnsluvélina. Þá
komumst við á bragðið og síðan höfum við þróað þennan
rétt.“
„Við höfum verið að spá í að opna stað sem sérhæfir
sig í svona paté-i,“ segir Valur og bætir við ísmeygilegur.
„Ef platan selst ekki þá er eins víst að við snúum okkur
að því.“
Blaðamaður veit ekki hvernig á að taka þessu. Er
þetta hótun?
„Já,“ segir Sumarliði dálítið lymskulegur. „Ef fólk
kaupir ekki plötuna þá gæti það lent í því að fá svona
páfagaukapaté-stað í bæinn sinn. Þetta verður örugg-
lega keðja.“
Varð til fyrir slysni
Útsalan er hafi n
30 - 70%
afsláttur
Laugavegi 53 • s. 552 3737
Opið í dag 10-18
SKY ÁSKRIFTARKORT AÐEINS 1 KR.
EF KEYPTUR ER MÓTTAKARI!
SKY HD
MÓTTAKARI
aðeins 79.000 kr.
EINSTAKT TILBOÐ:
Sky HD er bylting í sjónvarpstækni
Upplýsingar í símum:
820 3712 og 820 5280 og sky@internet.is