Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 23
Hvanndalsbræður átu mest kind og hval í æsku en nú hafa þeir þróað rétt sem þeir kalla páfa- gaukapaté. „Þetta var létt máltíð en mjög ljúffeng,“ segja þeir Hvanndalsbræður einum rómi er þeir hafa lokið við að snæða eigið páfagaukapaté. Þeir svara líka samhljóða næstu spurningu um hvort þeir eldi oft saman. „Alltof sjaldan.“ „Við borðum samt oft saman á ferðalögum, á vegasjoppunum,“ skýtur Valur inn í og vísar þar til tón- leikaferðalaga þeirra bræðra. Nú er sjö daga ferð framundan til að fylgja eftir nýút- komnum diski, Skást of Hvanndalsbræður. Þeir segjast vera að safna orku fyrir þá ferð og nýafstaðin máltíð sé liður í þeirri uppbyggingu. „Páfagaukapaté-ið stendur með manni lengi,“ fullyrða þeir. En varla hafa þeir van- ist því í sveitinni? „Nei, þar voru kindur aðaluppistaðan í fæðunni og svo rak einstaka hval. Við átum mikinn hval í æsku. Upp úr súru,“ segir Rögnvaldur gáfaði. Þeir segjast hafa kynnst páfagaukapaté-i eftir að þeir komu á mölina. „Það varð til fyrir slysni,“ segir Sumar- liði og svo kemur sagan. „Rögnvaldur gáfaði var að elda og páfagaukurinn okkar flaug í matvinnsluvélina. Þá komumst við á bragðið og síðan höfum við þróað þennan rétt.“ „Við höfum verið að spá í að opna stað sem sérhæfir sig í svona paté-i,“ segir Valur og bætir við ísmeygilegur. „Ef platan selst ekki þá er eins víst að við snúum okkur að því.“ Blaðamaður veit ekki hvernig á að taka þessu. Er þetta hótun? „Já,“ segir Sumarliði dálítið lymskulegur. „Ef fólk kaupir ekki plötuna þá gæti það lent í því að fá svona páfagaukapaté-stað í bæinn sinn. Þetta verður örugg- lega keðja.“ Varð til fyrir slysni Útsalan er hafi n 30 - 70% afsláttur Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið í dag 10-18 SKY ÁSKRIFTARKORT AÐEINS 1 KR. EF KEYPTUR ER MÓTTAKARI! SKY HD MÓTTAKARI aðeins 79.000 kr. EINSTAKT TILBOÐ: Sky HD er bylting í sjónvarpstækni Upplýsingar í símum: 820 3712 og 820 5280 og sky@internet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.