Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 4
 Gordon Brown, nýr for- sætisráðherra Bretlands, valdi ungt og upprennandi fólk í nokkur helstu ráðherraembætti ríkisstjórnar sinn- ar sem hann kynnti í gær. Hinn 41 árs gamli David Miliband tekur við embætti utanríkisráðherra, en hann er rísandi stjarna í Verkamanna- flokknum og hefur á liðnum misser- um haft uppi efasemdir um utanrík- isstefnu Tonys Blair. Miliband, sem flytur úr ráðuneyti umhverfismála, sagðist styðja utan- ríkisstefnu sem væri „þolinmóð en jafnframt árangursmiðuð“. En það eru líka nokkrar gamal- reyndar kempur í nýju stjórninni. Þannig skipaði Brown Alistair Dar- ling eftirmann sinn í fjármálaráðu- neytinu, en Darling var iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hann er einnig Skoti eins og Brown. Þá verður Jack Straw dómsmálaráðherra. Brown heimilaði aðstandendum hermanna sem fallið hafa í Írak og Afganistan að vera meðal áheyr- enda í Downingstræti 10 þegar hann flutti fyrstu ræðu sína eftir að hann tók við völdum á miðvikudaginn. Hann hyggst ennfremur aflétta ströngum hömlum sem settar voru við mótmælaaðgerðum við þinghús- ið í Lundúnum. John Denham, sem sagði sig úr stjórn Blairs í mótmælaskyni við Íraksstríðið, snýr nú aftur sem ráð- herra nýsköpunar- og háskólamála. Annar þekktur gagnrýnandi Íraks- stríðsins, Mark Malloch-Brown, fyrrverandi aðstoðarframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna og harð- ur andstæðingur utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar, verður einnig í stjórninni, að vísu í einu hinna veiga- minni ráðherraembætta - Afríku-, Asíu- og SÞ-mála - en með skipun slíkra manna í stjórnina er Brown að gefa ótvíræð skilaboð um áherslu- breytingu frá valdatíð Blairs. Brown skipaði hina 44 ára gömlu Jacqui Smith í hið áhrifamikla emb- ætti innanríkisráðherra og er hún fyrsta konan í breskri stjórnmála- sögu sem gegnir því. Brown hefur líka boðið fulltrúum úr stjórnarandstöðuflokkunum stöð- ur í stjórnarliðinu. Þannig verður Shaun Woodward, þingmaður Íhaldsflokksins sem var reyndar á sínum tíma kjörin á þing fyrir Verkamannaflokkinn en skipti um flokk árið 1999, ráðherra Norður- Írlandsmála. Í breskum fjölmiðlum hefur einnig verið fullyrt að Chris Patten, þingmaður Íhaldsflokksins sem var síðasti héraðsstjóri Breta í Hong Kong, og Shirley Williams, sem situr í lávarðadeildinni fyrir frjálslynda demókrata, yrðu boðnar stjórnarstöður. Alls eru ellefu manns sem sátu í stjórn Blairs - að Blair sjálfum og John Prescott varaforsætisráðherra meðtöldum - ekki í stjórn Browns. Brown yngir upp í bresku stjórninni Gordon Brown stokkaði rækilega upp í bresku ríkisstjórninni í gær. Meðal helstu breytinga er að hinn 41 árs gamli David Miliband verður utanríkisráð- herra og Jacqui Smith verður fyrsta konan í embætti innanríkisráðherra. Ákveðið var að óska eftir gjaldþrotaskiptum á hluthafafundi rækjuvinnslunnar Miðfells hf. á Ísafirði á þriðjudag. Sú ákvörðun var svo tilkynnt starfsfólki rækjuvinnslunnar á fundi í gær. Að sögn Finnboga Sveinbjörnssonar, formanns verkalýðsfélags Vestfirðinga, munu um 40 manns missa vinnuna við gjaldþrotið. „Næstu skref verða tekin þegar kemur í ljós hvernig þessu verður öllu háttað. Skiptastjóri hefur öll völd í hendi sér. Það á eftir að koma í ljós hvort hann fær einhvern til að reka fyrirtækið áfram eða hvort því verði lokað og allt gert upp. Þegar það verður ljóst ráðleggjum við fólki að fara á svæðisvinnumiðlun Vestfjarða og skrá sig á atvinnuleysisskrá svo það fái sínar bætur,“ segir Finn- bogi og bætir því við að starfsfólkið ætli að hittast næsta mánudag í húsi verkalýðsfélagsins á Ísafirði. Finnbogi segir varla á ástandið á Vestfjörðum bæt- andi þessa dagana en vonar að betri tíð sé fram undan. „Það er farin að veiðast aftur rækja hérna og maður sér það fyrir sér að það gæti verið bjartara fram undan í þessum málum.“ Óskað eftir gjaldþrotaskiptum Aðalmeðferð í máli Ásgeirs Davíðssonar, eiganda nektardansstaðarins Goldfinger, og tveggja kvenna sem starfa hjá honum við nektardans hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Konunum tveimur, Rattönu H. Knudsen og Svietlönu Kruk, er gefið að sök að hafa stundað einkadans fyrir viðskiptavini í lokuðu rými á Goldfinger gegn greiðslu. Ásgeir er eigandi staðarins og er sakaður um milligöngu. Einkadans er ekki leyfilegur samkvæmt lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar. Ásgeir í dómsal fyrir einkadans Ríkissaksóknari hefur ákært 23 ára gamlan mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að fara út að skemmta sér í miðbæ Akureyrar í apríl íklæddur einkennisskyrtu lögreglu. Hann er einnig ákærður fyrir ranga skýrslugjöf, en hann skýrði lögreglu rangt frá nafni sínu og kennitölu þegar hún hafði afskipti af honum vegna málsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafði maðurinn tekið skyrtuna ófrjálsri hendi úr vistarverum félaga síns, sem þá var starfandi lögreglumaður. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær. Skemmti sér í lögregluskyrtu Innflytjendur vildu flytja inn tæp tvö þúsund tonn af kjöti og unnum kjötvörum en heimildir voru til innflutnings á 316 tonnum. Landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað kvótum vegna innflutn- ings á kjöti til næsta árs. Í boði var að flytja inn 95 tonn af nautgripakjöti, 64 tonn af svína- kjöti, 59 tonn af alifuglakjöti, tólf tonn af öðru kjöti og 86 tonn af unnum kjötvörum. Þá vildu innflytjendur flytja inn 290 tonn af ostum en í boði voru 119 tonn. Jafnframt voru 53 tonn af smjöri til úthlutunar en aðeins var óskað eftir heimildum til innflutnings á tveimur tonnum. Vildu flytja inn sex sinnum meira en mátti Síðustu daga hefur orðið vart við smá líf í laxveiðiánum eftir dræma veiði það sem af er veiðitímabilsins. Í Straumum, ármótum Hvítár og Norðurár, veiddust ellefu laxar á einum degi. Vonast er til að smálaxinn sé kominn á stjá. Júní hefur verið þurr og því er lítið vatn í ánum. Við Laxá í Kjós er vatnsleysi orðið mikið vanda- mál. Afli veiðimanna á tíu stangir þar hefur verið á bilinu frá engum til tvo laxa á dag. Síðustu tvo daga hefur þó sést meira af hefðbundnum sjóbirtingagöngum þar og vonir standa til að veiðar taki að glæðast. Smálaxinn er kominn á stjá Lítil úrkoma á Norðausturlandi veldur tjóni á túnum og lítilli sprettu í Keldu- hverfi. „Tún sem höfðu grænkað vel og sprottið ágætlega eru farin að brenna,“ segir Þórarinn Þórarins- son í Vogum í Kelduhverfi. „Það er búinn að vera dumbungur í dag og í gær en það er ekki vatnið sem við þurfum í jarðveginn. Við þurfum almennilega rigningu,“ segir hann. Undirlag túna í Kelduhverfi er að mestu sandur og grunnt á hraun. Því heldur jarðveg- urinn minna vatni en í sveitunum í kring þar sem þurrkur hefur valdið minna tjóni. Brennd tún í Kelduhverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.