Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
FÖSTUDAGUR
29. júní 2007 — 174. tölublað — 7. árgangur
HVANNDALSBRÆÐUR
Aldir á kind og hval
• Matur • Tilboð
Í MIÐJU BLAÐSINS
29. JÚNÍ 2007
Frægasta kona heims selur grimmt
Eiður Smári fór með 2 tússpenna í áritanir Dagmar giftir sig í sérsaumuðum kjól Guðni slapp við sólbruna
Alexander Petterson tryllir konurnar
LÍT EKKI
Á MIG SEMKYNTÁKN
Hvanndalsbræður átu mest kind og hval í æsku
en nú hafa þeir þróað rétt sem þeir kalla páfa
gaukapaté.
í fæðunni og svo rak einst khval í
Varð til fyrir slysni
Útsalan er hafi n30 - 70%
afsláttur
Laugavegi 53 • s. 552 3737Opið í dag 10-18
VEÐRIÐ Í DAG
Sumartónleikar í
Skálholti
Það verður líf og fjör á sum-
artónleikum í Skálholti
sem hefjast í dag.
MENNING 30
Takmörk
„Vinna manna eykst skjótt við
lægri skatta og öfugt,“ skrifar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Í DAG 20
FER SIGURFÖR UM HEIMINN
ELLEFU VERSALNIR OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLTUm 2000 vélar seldar á Íslandi
SAMGÖNGUR Flugfélagið Iceland
Express hefur sótt um leyfi til að
byggja nýja 6.500 fermetra flug-
stöð á núverandi flugvallarsvæði
Reykjavíkur. Flugstöðin á bæði
að þjóna innan- og utanlands-
flugi.
Þannig stefnir Iceland Express
(IE) á að hefja innanlandsflug í
beinni samkeppni við Flugfélag
Íslands, sem er nær allsráðandi á
markaðnum.
Í umsókninni, sem send var
borgarráði Reykjavíkur og Flug-
stoðum í vikunni, er lóð fyrir flug-
stöðvarbyggingu sögð forsenda
slíkrar samkeppni. Samgöngu-
ráðherra, Kristján Möller, fékk
afrit af umsókninni.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins yrði millilandaflugið ein-
skorðað við Lundúnir, í fyrstu.
Svæðið sem IE hefur augastað
á er við Hlíðarfót við Öskjuhlíð,
syðst á flugvallarsvæðinu. Þar
hefur Háskólinn í Reykjavík und-
irbúið um nokkurt skeið að reisa
framtíðarhúsnæði sitt. Til vara
sækir IE um lóð væntanlegrar
samgöngumiðstöðvar.
Þorgeir Pálsson, forstjóri Flug-
stoða, rekstraraðila Reykjavík-
urflugvallar, hafði ekki fundað
með forsvarsmönnum IE í gær,
en sagðist telja að ný samgöngu-
miðstöð ætti að nýtast IE, ekki
síður en öðrum.
„Við erum auðvitað jákvæðir
gagnvart flugsamgöngum innan-
lands og viljum gera allt til að
styrkja þær og bæta. Við munum
því taka þetta erindi af fullri
alvöru og ræða við þá um þetta,“
segir hann. Þorgeir nefnir einnig
að endurskoða mætti áætlun um
samgöngumiðstöð svo hún rými
alla sem hyggja á flug. „Það eru
allir hlutir endurskoðaðir í ljósi
eftirspurnar,“ segir Þorgeir.
Kristján Möller samgönguráð-
herra kveðst fagna öllum hug-
myndum um samkeppni í innan-
landsflugi. Hann hefur hins vegar
ekki kynnt sér umsókn IE til hlít-
ar og vill því lítt tjá sig.
Aðstoðarmaður borgarstjóra,
Jón Kristinn Snæhólm, segir að
umsóknin sé ekki komin form-
lega inn á borð borgarstjóra og
því sé ótímabært að taka afstöðu
til hennar. Ekki náðist í Matthías
Imsland, forstjóra IE, í gær.
- kóþ / sjá síðu 12
Vilja nýja flugstöð á
Reykjavíkurflugvöll
Iceland Express boðar samkeppni í innanlandsflugi og beint flug til Lundúna
frá Reykjavík. Forsenda þess sé ný flugstöð við Reykjavíkurflugvöll. Ráðherra
fagnar hugmyndum um samkeppni og það gerir forstjóri Flugstoða einnig.
BAUGSMÁL Jón Ásgeir Jóhannesson,
stjórnarformaður Baugs Group,
var sýknaður af ákærum um
ólögmætar lánveitingar frá Baugi
til tengdra aðila í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær, þegar dómur
féll í Baugsmálinu.
Sannað þótti að lög hafi verið
brotin í fjórum tilvikum en ekki
heimild í lögum til að refsa
einstaklingum fyrir brotin.
Tryggvi Jónsson, fyrrverandi
aðstoðarforstjóri Baugs, var
sakfelldur fyrir fjárdrátt
Jón Gerald Sullenberger, eigandi
Nordica Inc., var sakfelldur fyrir
að útbúa tilhæfulausan kreditreikn-
ing og dæmdur í þriggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi. - bj / sjá síðu 6
Dómur féll í Baugsmáli í gær:
Ekki heimilt að
refsa fyrir brot
DÓMUR FALLINN Arngrímur Ísberg
héraðsdómari (til hægri) kvað í gær upp
dóm í Baugsmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
GLÆPIR Lögreglan og Tollgæslan
hafa fengið vísbendingar um að
þýfi sé skipulega flutt úr landi.
Þetta staðfestu nokkrir heimildar-
menn Fréttablaðsins, bæði innan
lögreglunnar og hjá Tollgæslunni.
„Hvert fer allt þetta þýfi? Ef það er
selt hér á landi, þá er svartur mark-
aður á Íslandi undarlega stór, í ljósi
fámennisins,“ segir heimildarmað-
ur Fréttablaðsins innan lögreglunn-
ar.
Lagaheimildir lögreglunnar til
þess að taka á skipulagðri glæpa-
starfsemi eru þrengri hér á landi
en á hinum Norðurlöndunum.
- sjá síðu 16
Skipulögð glæpastarfsemi:
Vísbendingar
um að þýfi sé
flutt úr landi
Þurrt að mestu: Hæg breytileg
átt um allt land, hlýjast á Vestur-
landi og á Vestfjörðum. Þurrt að
mestu en þó má búast við smá
súldar- eða þokulofti við suður- og
austurströndina
VEÐUR 4
HALLBJÖRN HJARTARSON
Slær ekki slöku við á
Útvarpi Kántríbæ
Útvarpar bæði í Kína og Belgíu
FÓLK 42
Gladdi góðvin sinn
Björgvin Halldórsson
afhenti Ladda glataða
gullplötu.
FÓLK 36
FÓLK „Ég, mamma og amma byrj-
uðum allar mjög ungar að eiga
börn og það útskýrir þennan mikla
fjölda,“ segir Sunna Mary Vals-
dóttir, móðir Hafsteins Snæs
Ævarssonar, rúmlega mánaðar-
gamals snáða sem á mörg skyld-
menni. Sunna Mary er á sautjánda
ári en faðir Hafsteins, Ævar Mart-
einsson, er nýorðinn sautján ára.
Í móðurætt á Hafsteinn ömmu
og afa, tvær langömmur, tvo lang-
afa, þrjár langalangömmur og einn
langalangafa. Í föðurætt á Haf-
steinn ömmu og afa, eina lang-
ömmu, einn langafa og eina langa-
langömmu.
Það verður svo ekki annað sagt
en drengurinn sé Húnvetningur
því stór hluti skyldmennanna býr á
Hvammstanga.
Sunna segir algengt að konur
eignist snemma börn í fjölskyld-
unni. „Þetta er mikill fjöldi og
menn monta sig af því að vera
orðnir langafabræður, ömmusyst-
ur eða langömmusystur og þar
fram eftir götunum,“ segir Íris
Fjóla Bjarnadóttir, tæplega 36 ára
amma. - to / kdk /sjá síðu 12
Hafsteinn Snær Ævarsson á sextán forfeður og formæður á lífi:
Ungur, vinsæll og ríkur Húnvetningur
ALEXANDER
PETERSSON:
Lítur ekki á sig
sem kyntákn.
FYLGIR FRÉTTA-
BLAÐINU Í DAG
NEISTINN OG PRJÓNAKONURNAR Á AUSTURVELLI „Prjónaðu til styrktar hjartveikum börnum“ er slagorð stúlknanna í hönnun-
arhópnum Títu frá Hinu húsinu. Í veðurblíðunni í gær virkjuðu þær vegfarendur til að prjóna með sér og fyrirtæki til að heita á
sig en markmið þeirra er að búa til þrjú þúsund búta í teppi í sumar. Ágóði áheitanna á svo að renna til Neistans, styrktarfélags
hjartveikra barna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Loksins sigur hjá KR
KR vann sinn fyrsta sigur
á tímabilinu er liðið vann
Fram, 2-1, eftir að hafa lent
marki undir.
ÍÞRÓTTIR 38