Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 24
Sumarið er tíminn til að neyta
grænmetisrétta, hvort sem um
er að ræða sem meðlæti eða
aðalrétti.
Á sumrin hafa margir gaman af
því að grilla, en margir dagar í
röð með kjötneyslu geta haft svo-
lítið slen í för með sér og þá er ráð
að borða eitthvað léttara og
ferskara. Á vefsíðunni www.
islenskt.is, sem Sölufélag garð-
yrkjumanna heldur úti er að finna
ótal margar góðar og gagnlegar
upplýsingar um íslenskt græn-
meti í allri sinni dýrð, bæði upp-
skriftir, grænmetisdagatal, fróð-
leik um meðhöndlun grænmetis
og margt fleira. Eftirfarandi upp-
skrift er spánný og kemur frá
Nönnu Rögnvaldardóttur sem léði
Sölufélagi garðyrkjumanna krafta
sína á dögunum. Paprikan hentar
vel sem forréttur eða meðlæti.
Ofninn hitaður í 180°C. Paprik-
urnar skornar í tvennt eftir endi-
löngu, stilkur, kjarni og fræ fjar-
lægt og þær síðan penslaðar með
1 msk. af olíu og þeim raðað í eld-
fast mót. Kúskúsið sett í skál,
sjóðandi vatni hellt yfir sam-
kvæmt leiðbeiningum á umbúð-
um og látið standa í um 5 mínútur.
Þá er sítrónusafa, 2 msk. af olíu,
pipar og salti hrært saman við.
Tómatarnir, vorlaukurinn og
steinseljan söxuð smátt og bland-
að saman við. Paprikurnar fylltar
með kúskúsblöndunni og síðan er
ostarúllan skorin í sneiðar og 1-2
sneiðar settar ofan á hvern papr-
ikuhelming. Sett í ofninn og bakað
í 20-25 mínútur. Borið fram með
grænu salati (t.d. grand-salati) og
góðu brauði.
Brakandi ferskt og fagurt
Sérfræðingar
í saltfiski
Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl.
Fyrir verslanir:
Til suðu:
saltfiskbitar blandaðir
gellur
gollaraþunnildi
Til steikingar:
saltfiskbitar blandaðir
saltfiskkurl
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
gellur
Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti:
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar
saltfiskkurl
Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem:
ýsuhnakka
rækjur
þorskhnakka
steinbítskinnar og bita
Sími: 466 1016
ektafiskur@emax.is