Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is
Íslenskir félagshyggjumenn ættu að staðnæmast við hugmyndir
tveggja snjallra hugsuða. Annar er
John Rawls, sem lést fyrir nokkr-
um árum, en var lengi heimspeki-
prófessor í Harvard-háskóla. Hinn
er Arthur Laffer, sem er í fullu
fjöri og raunar væntanlegur næsta
haust til Íslands, en hann var um
skeið hagfræðiprófessor í Chicago-
háskóla og ráðgjafi Bandaríkjafor-
seta. Báðir þessir menn setja rík-
isafskiptum takmörk, sem skyn-
samir félagshyggjumenn hljóta að
viðurkenna.
Rawls taldi réttlætismál, að gæði
skiptust jafnt milli manna, nema
hagsmunir hinna bágstöddustu
krefðust annars. Þetta er stund-
um orðað svo, að hámarka beri lág-
markið. Stjórnskipan ríkis á sam-
kvæmt kenningu Rawls að vera
á þann hátt, að hinir verst settu
séu sem best settir við hana. Þetta
merkir, að tekjumunur er þá og því
aðeins réttlætanlegur, að hann leið-
ir til meiri framfara, svo að kjör
hinna bágstöddustu batni. Hugs-
um okkur tvö ríki, Samland og Sér-
land. Í Samlandi er lítill tekjumun-
ur, en almenn fátækt, svo að hinir
bágstöddustu búa við lök kjör. Í
Sérlandi er talsverður tekjumunur,
en lítil fátækt, og hinir bágstödd-
ustu búa við skárri kjör en í Sam-
landi og þar eru fleiri tækifæri til
kjarabóta. Þótt gæði skiptist vissu-
lega ójafnar milli manna í Sérlandi
en Samlandi, myndi Rawls velja
Sérland. Hið sama gera þeir fé-
lagshyggjumenn, sem láta ekki að-
eins stjórnast af öfund í garð auð-
manna. Rawls setur skynsamlegri
tekjujöfnun takmörk.
Réttlætiskenning Rawls er um
sumt óskýr, og erfitt kann að vera
að hrinda henni í framkvæmd. En
hún er samt verðugt umhugsun-
arefni. Rannsóknir sýna, að kjör
hinna bágstöddustu eru einna best
í þeim löndum, þar sem atvinnu-
frelsi er mest, til dæmis í Sviss og
á Íslandi. Það er síðan athyglis-
vert, að kjör hinna bágstöddustu
(til dæmis 10% tekjulægsta hóps-
ins) eru nokkru skárri að meðaltali
í Bandaríkjunum en Svíþjóð. Þótt
tekjumunur sé meiri í Bandaríkj-
unum en Svíþjóð, eru þau miklu
ríkari, og hinir bágstöddustu njóta
þess. Tækifærin til að brjótast út
úr fátækt eru líka fleiri í Banda-
ríkjunum.
Kenning Laffers snýr hins vegar
að skattheimtu og skatttekjum.
Skattheimta er, hversu hátt hlut-
fall rennur í skatta, til dæmis
hvort það er 20% eða 60% af tekj-
um fólks. Skatttekjur eru, hversu
mikið fé fæst í ríkissjóð, til
dæmis hvort það er 30 milljarð-
ar króna eða 50 milljarðar. Laf-
fer heldur því fram, að tekjur rík-
issjóðs af sköttum aukist vissu-
lega, þegar skattheimta sé aukin,
en aðeins upp að ákveðnu marki.
Þá taki tekjurnar að minnka, endi
verði skattgreiðendur því ófús-
ari að skapa verðmæti sem meira
af þeim renni í ríkissjóð. Skyn-
samlegri skattheimtu séu þannig
sett takmörk. Eftir það verði hún
sjálfskæð, eins og rökfræðingar
segja. Þá versni hagur ríkissjóðs
í stað þess að batna. Þetta er hinn
frægi Laffer-bogi, sem rís fyrst,
nær hámarki og fellur síðan niður í
ekki neitt við 100% skattheimtu.
Þótt félagshyggjumenn séu hlynnt-
ari auknum ríkisafskiptum en
frjálshyggjumenn, hljóta allir
að vera sammála um, að óskyn-
samlegt er að halda áfram skatt-
heimtu, ef hún skilar sífellt minni
skatttekjum. Við Íslendingar sýnd-
um myndarlega fram á, að Laf-
fer-boginn er til, þegar við stór-
lækkuðum skatta á fyrirtæki og
einstaklinga árið 1991-2007 og
skatttekjur af hvoru tveggja snar-
hækkuðu. Þá kom í ljós, að vinnu-
afl á Íslandi er tiltölulega kvikt,
svo að það er næmt fyrir skatt-
heimtu. Vinna manna eykst skjótt
við lægri skatta og öfugt. En fjár-
magn á Íslandi er enn kvikara
en vinnuaflið, enn næmara fyrir
skattheimtu. Ef fyrirtækjum bjóð-
ast betri kjör annars staðar, þá
verða þau ekki lengi kyrr hér úti
á Dumbshafi. Þess vegna ríður á
miklu fyrir Íslendinga að lækka
tekjuskatt á fyrirtæki enn frek-
ar, til dæmis úr 18% í 10%, en þá
verður skattaumhverfið hér eitt
hið hagstæðasta í Evrópu.
Ég spái því, að skatttekjur ríkis-
ins munu frekar hækka en lækka
við stórfelldar skattalækkanir. Í
mínum huga er það að vísu ekk-
ert sjálfstætt markmið að hámarka
skatttekjur, en upplýstir félags-
hyggjumenn hljóta að virða þau
takmörk, sem þeir Laffer og Rawls
setja skynsamlegri félagshyggju:
Hagur ríkissjóðs má ekki versna
við aukin ríkisafskipti og því síður
kjör hinna bágstöddustu.
Takmörk félagshyggju
E
ngin algild uppskrift er til um hvernig skipta á verkefn-
um milli ríkis og sveitarfélaga. Um tvær viðmiðanir í
þeim efnum hefur eigi að síður ríkt ríkur samskilningur.
Önnur er sú að sveitarfélögin annist sem mest af þeirri
þjónustu sem stendur borgurunum næst. Hin segir að
ekki megi slíta í sundur ákvörðunarvald og fjármálaábyrgð.
Í þessum mánuði hafa komið mjög svo misvísandi skilaboð frá
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum ólík þjónustufyr-
irtæki sem þau reka. Á sjómannadaginn flutti formaður stjórnar
Faxaflóahafna þjóðinni þann boðskap að flytja ætti sjávarútveg
frá Akranesi og Reykjavík út á landsbyggðina.
Yfirlýsing þessi vakti að vonum mikla athygli. Hún felur í sér að
borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akraness séu fúsar til
að fórna nokkru af sterkri efnahagsstöðu sinni í þágu veikari sjáv-
arbyggða. Faxaflóahafnir hafa vald til aðgerða á þessu sviði upp
á eigin spýtur án aðstoðar löggjafarvaldsins eða framkvæmda-
valdsins.
Frá því þessi tíðindi bárust þjóðinni liðu aðeins þrjár vikur þar
til öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komu saman á öðrum
samstarfsvettvangi til þess að setja fram kröfur á ríkisvaldið um
fjárstuðning við strætisvagnasamgöngur á svæðinu. Rökstuðning-
urinn er sá að ríkið styður í einhverjum tilvikum almenningssam-
göngur til veikari staða á landsbyggðinni.
Erfitt er að fá rím í hugmyndafræðina að baki þessum ólíku yf-
irlýsingum. Krafan um þátttöku ríkisins í kostnaði við strætis-
vagna vekur aukheldur upp margs konar spurningar um verka-
skiptingu, völd og fjármálaábyrgð, ríkis og sveitarfélaga.
Strætisvagnasamgöngur eru að vísu ekki lögbundið opinbert
skylduverkefni. Eðli máls samkvæmt hafa sveitarfélögin eigi að
síður haft þær með höndum. Gild rök hafa ekki komið fram um að
ríkissjóður eigi að taka við þessu viðfangsefni.
Standi vilji manna á hinn bóginn til þess að ríkið taki við verkefn-
inu þarf líka að gæta að þeirri meginreglu að saman fari ákvörð-
unarvald og fjármálaábyrgð. Með öðrum orðum: Það er ekki unnt
að afhenda ríkinu fjárhagsvandann án þess að færa því veigamik-
ið ákvörðunarvald í skipulagsmálum.
Á undanförnum tveimur áratugum hafa nær allir stjórnmála-
flokkar komið að stjórn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í að-
alatriðum hafa þeir allir fylgt þeirri línu í umferðarskipulagsmál-
um að ákveða höfuðbrautir umferðarinnar í samræmi við ákvarð-
anir almennings um aukin bílakaup og láta ríkissjóð síðan borga
brúsann í samræmi við lög þar að lútandi.
Ríkið hefur í meginatriðum svarað þessum kröfum. Fyrir dyrum
stendur stærsta umferðarmannvirkisframkvæmd Íslandssögunn-
ar. Sennilega eru fleiri krónur bundnar í steinsteypu og malbiki
vegna umferðar á höfuðborgarsvæðinu en í nokkurri annarri borg
að jöfnum mannfjölda. Gott eitt er um það að segja.
Af sjálfu leiðir hins vegar að strætisvagnarnir hafa tæmst þótt
fleira komi þar til. Sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa
fellt niður fargjald fyrir tiltekna hópa. Eitt þeirra hefur fellt öll
fargjöld niður. Þegar þar er komið er ákveðið að banka á hornhurð-
ina á Arnarhváli.
Fjármálaráðherra hefur réttilega skotið skildi fyrir skattborg-
arana í þessu máli. Í komandi viðræðum má hann gjarnan kalla
eftir nýrri hugsun um lausn á þessum augljósa vanda.
Hver á hvað?
Samkvæmt umhverfisstefnu Samfylk-ingarinnar, sem ber heitið Fagra Ís-
land, er ekki gert ráð fyrir frekari stór-
iðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun
um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosninga-
baráttunni var hamrað á því að næstu
fimm árin yrði stóriðjustopp ef Samfylk-
ingin kæmist til valda.
Nú bregður svo við að eftir að Sam-
fylkingin tekur við iðnaðar- og umhverfisráðuneyt-
um í nýrri ríkisstjórn hefur atgangurinn í stóriðju-
málum aukist fremur en hitt. Hver stóriðjudagur-
inn hefur komið á fætur öðrum. Strax á degi tvö
kom í ljós að allt var ófrágengið varðandi friðun
Þjórsárvera, á þriðja stóriðjudeginum var undirrit-
aður orkusamningur til álvers í Helguvík, á fjórða
degi kom í ljós að Samfylkingin var tilbúin að virða
niðurstöðu íbúakosninga í Hafnarfirði að vettugi en
nú á stóriðjudegi fimm er það Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, umhverfisráðherra, sem á senuna.
Skýringuna er að finna í viðtali á Stöð tvö 25.
júní sl. Þar segir umhverfisráðherrann enga
ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér að því
hvernig Landsvirkjun svari ósk Alcans um fram-
lengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna
stækkunar í Straumsvík! Í innagangi að
fréttinni vekur fréttastofan athygli á því
að svar Landsvirkjunar „gæti ráðið miklu
um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á
landinu á næstu árum“. Í viðtalinu segist
umhverfisráðherrann ekkert hafa kynnt
sér málið enda sé þetta „bara samningar
á milli Landsvirkjunar og fyrirtækisins...“
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður:
En finnst þér ekki að ríkisstjórnin eigi að
koma að þessu? Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir: Hvers vegna ætti hún að gera það?
Kristján: Þetta snertir virkjanir og hugs-
anlega álver á nýjum stað? Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir: Landsvirkjun og Alcan eru bara fyrirtæki á
markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara
að ná sínum samningum eins og aðrir. Svona talar
umhverfisráðherra Samfylkingarinnar, sem kos-
inn var á þing með fyrirheitum um stóriðjustopp í
fimm ár.
Að sjálfsögðu veit ráðherrann að Landsvirkjun
er ekki „bara fyrirtæki á markaði“. Landsvirkjun
er í reynd hluti af ríkisvaldinu. Hún er í eigu þjóð-
arinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar,
þar á meðal umhverfisráðherra og annarra hand-
hafa stefnu Samfylkingarinnar á Alþingi; þeirra
sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands.
Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Fagra Ísland – dagur fimm
Sími 591 3100 - www.atlantsolia.is
5 kr. afsláttur
þegar þú átt afmæli!
Þeir sem eru með dælulykil
Atlantsolíu fá 5 krónu afslátt af
lítraverði þegar þeir kaupa
eldsneyti á afmælisdaginn
sinn.