Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 17
Lögreglan á Íslandi hefur ekki
lagaheimildir til þess að taka með
sama hætti á
skipulagðri
glæpastarfsemi
og lögreglan á
hinum Norður-
löndunum.
Danska og
norska lögregl-
an, svo dæmi sé
tekið, hafa
lagaheimildir til
þess að athuga
hvort það geti tengst ólögmætri
starfsemi ef tiltekinn einstaklingur
ekur um á margra milljóna króna
glæsikerru, og stendur í tíðum
utanlandsferðum, en býr í
félagslegu húsnæði og er hvergi
skráður í vinnu.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, segir ýmis
einkenni skipulagðrar glæpastarf-
semi vera að finna á Íslandi. „Það
hefur algjörlega lykilþýðingu fyrir
lögregluna að hafa heimildir sem
eru sambærilegar þeim sem hinar
Norðurlandaþjóðirnar hafa til þess
að hefja athugun á málum þegar
hún telur ástæðu vera til. Takmark-
anirnar eru alltaf þær að nauðsyn-
legt er að hafa rökstuddan grun um
alvarleg brot svo hægt sé að beita
ýmsum mikilvægum aðgerðum, til
dæmis hlerunum og húsleitum,
gegn hópum eða einstaklingum.
Þetta er viðkvæmt,“ segir Stefán
og leggur áherslu á að mikilvægt
sé að eftirlit sé með því að öllu sé
að farið með gát. „Það verður að
vega og meta hlutina, meðal annars
út frá mannréttindasjónarmiðum.
Lögreglan þarf alltaf að fá
heimildir frá dómstólum og er
undir eftirliti þeirra. Á Norður-
löndunum er sérstök nefnd sem
hefur eftirlit með því að lögreglan
fari eftir lögum og reglum þegar
farið er út í forvirkar aðgerðir, eins
og við viljum geta beitt hér ef
þannig aðstæður skapast.“
Greiningardeild ríkislögreglu-
stjóra hefur það á sínum snærum
að taka á skipulagðri glæpastarf-
semi en getur ekki beitt sömu
aðferðum og lögreglan á Norður-
löndunum. „Það er ákaflega slæmt
ef við getum ekki tekið á málum
vegna ónægra lagaheimilda. Það
skal þó tekið fram að lögreglan
hefur ýmsa möguleika til að beita
gegn skipulagðri glæpastarfsemi,
en betur má ef duga skal og vegna
þeirra þróunar sem lögreglan
skynjar að sé í gangi hér á landi,
hvað varðar sífellt betur skipu-
lagða glæpastarfsemi, þarf að
skoða heimildir lögreglunnar í takt
við þá þróun,“ segir Stefán.
Þrengri en á
Norðurlöndum
f l
Vörður er í eigu Byrs-sparisjóðs, Landsbankans
og SP-Fjármögnunar.
Klikkaður
í Cocoa Puffs!
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
/
N
A
T
3
77
14
0
5/
20
07