Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 2
Ólafur, voruð þið með Val-
kvíða?
Búast má við svipaðri
umferð út á land um þessa helgi
og um síðustu helgi. Þá skapaðist
mikil umferðarteppa á leið inn og
út úr Reykjavík. Einar Magnússon
hjá Umferðarstofu segir svo lengi
sem veðrið sé gott verði umferð
jafn mikil og hún var um síðustu
helgi. „Eftirvagnar hafa stórauk-
ist og því meira um að menn leggi
í ferðalög,“ segir Einar.
Til að umferð gangi hraðar fyrir
sig er mælt með því að nota tann-
hjólaaðferðina. Hún gengur
þannig fyrir sig að hleypt er einum
bíl í einu að aðliggjandi götum eða
vegum. Hún hafi ekki nýst sem
skyldi um síðustu helgi á mótum
Þingvallavegar og Vesturlands-
vegar. „Með því að nota tannhjóla-
aðferðina þarna verður flæði
umferðarinnar mun betra,“ segir
Einar.
Borið hefur á því á tvíbreiðum
vegum eins og á Suðurlandsvegi
hjá Rauðavatni að bílar haldi sig
hægra megin en síðan keyri nokkr-
ir bílar vinstra megin og þröngvi
sér svo inn á hægri helminginn.
Þeir komast því framar í röðina en
þeir hægra megin sitja eftir. Einar
mælir með því að tannhjólaaðferð-
in sé líka notuð á svona stöðum.
Báðar akreinarnar verði notaðar
til jafns og bílarnir fái forgang á
víxl þar sem vegurinn breytist í
einbreiðan.
Ferðir út á land hafa stóraukist
Eigandi hunds sem
týndist á Akureyri um hvítasunn-
una hefur nú kært hrottalega mis-
þyrmingu á hundinum til lögreglu.
Að sögn eigandans urðu grimmdar-
legar aðfarir hundinum að bana.
Hundurinn Lúkas, sem er hrein-
ræktaður af tegundinni Chinese
crested, strauk að heiman um hvíta-
sunnuna.
„Hann var nýkominn úr gelding-
araðgerð og því gat ég ekki haft
hann með mér í vinnuna eins og ég
er vön,“ segir eigandinn, Kristjana
Margrét Svansdóttir. Meðan hún
skaust frá, í um klukkustund, vakn-
aði Lúkas, enn hálfvankaður af
svæfingunni, og gat kraflað sig upp
að glugga þar sem hann komst út.
Hópur fólks leitaði hans vikum
saman, auk þess sem Kristjana
hengdi upp auglýsingar um allan
bæ þar sem háum fundarlaunum
var heitið. Af og til spurðist til Lúk-
asar en hann var eldstyggur og allt-
af þotinn í burtu þegar Kristjana
kom á staðinn.
„Á bíladögum sem haldnir voru í
bænum 15.-17. júní hafði ég svo
spurnir af því að hópur stráka hefði
fundið Lúkas. Ég vissi ekki hverjir
þetta voru en varð mjög glöð, því ég
hélt þeir myndu koma honum til
mín, þar sem auglýsingarnar mínar
voru svo víða.“
En á því varð bið. Hins vegar fór
að berast orðrómur um afdrif Lúk-
asar, þess efnis að sést hafi til hóps
pilta um og undir tvítugt með hann.
Einn þeirra hafi sett hundinn í
íþróttatösku og þeir síðan sparkað
töskunni á milli sín þar til hundur-
inn var hættur að veina. Kristjana
kveðst hafa fengið staðfest sann-
leiksgildi þessa. Í gær fór hún og
kærði athæfið til lögreglunnar á
Akureyri. Þá hafði hún safnað gögn-
um sem hún lagði fram.
„Nú vil ég bara fá Lúkas til að
geta jarðað hann,“ segir Kristjana.
„Ég get ekki hugsað mér að hann
liggi einhvers staðar í reiðileysi.“
Einn meintra þátttakenda í mis-
þyrmingunum, sem býr í Reykja-
vík, er með opna bloggsíðu þar sem
hótunum um aðför og líkamsmeið-
ingar og fúkyrðum af verstu tegund
rigndi inn í gær.
„Ég er persónulega búinn að setja
menn á þig… ég veit hvar þú ert og
hvert þú ferð,“ mátti meðal annars
lesa á síðunni. Og einnig: „Vona að
þeir sem hafa hótað þér standi við
hótanir sínar.“
Ekki náðist í umræddan pilt í gær
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Faðir
hans vildi ekki tjá sig um málið við
Fréttablaðið.
Hrottaleg misþyrm-
ing á hundi kærð
Eigandi hunds hefur kært til lögreglunnar á Akureyri hrottalega meðferð, sem
dró hundinn til dauða. Grunur leikur á að honum hafi verið sparkað fram og
tilbaka í íþróttatösku. Hótunarabréf send á einn af meintum gerendum.
Lögreglan á Spáni
handtók í gær ítalskan mann og
portúgalska konu, sem talin eru
tengjast máli Madeleine
McCann,
fjögurra ára
breskrar
stúlku, sem
hvarf spor-
laust í Portú-
gal fyrir
tæpum
tveimur
mánuðum.
Ekki er vitað
hvort þau handteknu hafi átt
þátt í hvarfi stúlkunnar. Spænsk
fréttastofa hélt því fram að
maðurinn hafi reynt að kúga fé
út úr foreldrum stúlkunnar í
skiptum fyrir upplýsingar.
Fjöldi ábendinga hefur borist
lögreglu undanfarna mánuði, en
enginn hefur verið handtekinn
fyrr en nú.
Grunuð um að-
ild að hvarfinu
Útsölur hófust í
Kringlunni og Smáralind í gær.
Rólegt var í Kringlunni fram eftir
degi en þegar leið á daginn fór að
fjölga í búðunum.
Sigurjón Örn Þórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, segir
ástæðu þess að útsölur hefjist í lok
júní, en ekki í lok sumars eins og
áður fyrr, vera breytt umhverfi
verslunar. „Í útlöndum eru útsölu-
tímabilin ekki ólík þessum hefð-
bundnu sumar- og vetrarútsölum
á Íslandi en þar eru þær þó hugs-
anlega fleiri á ári en hérna heima.“
Breytt umhverfi
flýtir útsölum
„Ég er búinn að tala
við lögfræðing út af þessu máli,“
segir Ófeigur Friðriksson, stuðn-
ingsmaður FH. Sex lögreglumenn
voru kallaðir í áhorfendastúkur
Laugardalsvallar í fyrrakvöld þegar
leikur FH og Vals fór fram. Ófeigi
og öðrum manni var vísað burt en
hann segist engar skýringar hafa
fengið á því.
Hermann Valgarðsson, stjórnar-
maður stuðningsmannafélags FH,
svokallaðrar Mafíu, segir tildrög
ólátanna hafa verið þau að vallar-
stjórinn hafi kvartað undan áfengis-
drykkju stuðningsmanna FH. Hann
hafi því næst gert tösku upptæka án
þess að gefa skýringar á því.
Jóhannes Kristinsson, vallarstjóri
Laugardalsvallar, vildi ekki tjá sig
um málið.
Rúnar Árnason, eigandi töskunn-
ar sem var gerð upptæk, segist
undrandi á framgöngu vallarstjór-
ans. Kveðst hann hafa boðið honum
að leita í henni en því hafi ekki verið
tekið. Taskan hafi einfaldlega verið
tekin án útskýringa. Kalla hafi þurft
eftir aðstoð lögreglu til að fá hana
afhenta eftir leikinn. Hann segist
íhuga að tala við lögfræðing vegna
málsins.
Hermann segir málið undarlegt
og virðist mörgum FH-mönnum
sem vallarstjóri hafi verið að ögra
hópnum. Viðbrögð sem þessi vegna
bjórdrykkju skjóti einnig skökku
við þar sem KSÍ bjóði sjálft upp á
bjór í svokölluðu VIP-rými vallar-
ins. Hvorki Geir Þorsteinsson, for-
maður KSÍ, né Þórir Björnsson,
framkvæmdastjóri KSÍ, sögðust
geta tjáð sig um málið.
Lögreglan verður með
aukinn viðbúnað á þeim stöðum
þar sem bæjarhátíðir verða
haldnar um helgina. Sérstakt
eftirlit verður með ölvun og
fíkniefnum. Búist er við mikilli
umferð í umdæmi lögreglunnar
á Höfn í Hornafirði, ekki
einungis vegna Humarhátíðar-
innar þar heldur einnig vegna
Fjórðungsmóts hestamanna sem
verður haldið á Egilsstöðum um
helgina.
Hamingjudagar verða haldnir
á Hólmavík og verður aukin
löggæsla með umferð og gestum
á svæðinu. Hátíðin hefur farið
vel fram í þau skipti sem hún
hefur verið haldin að sögn
lögreglunnar á Hólmavík.
Lögreglan með
viðbúnað
Óráðlegt er að Orkuveita
Reykjavíkur samþykki samning
um raforkusölu til álvers í
Helguvík á meðan ekki liggur fyrir
hvort fyrirtækið er bundið af
samningum vegna stækkunar
álversins í Straumsvík, að mati
borgarráðsfulltrúa Samfylkingar.
Tekist var á um málið í
borgarráði í gær. Fulltrúar
meirihlutans sögðu OR hafa fleiri
virkjunarkosti en þurfi fyrir
álver í Helguvík og stækkun í
Straumsvík.
Fulltrúi Vinstri grænna sagði
tillögu um samning um orkusölu
óviðunandi, hann sé hluti af
ríkjandi stóriðjustefnu sem VG
hafi barist gegn.
OR semji ekki
um Helguvík
Tveir menn á
þrítugsaldri voru handteknir í
Laugardalnum aðfaranótt
fimmtudags með talsvert magn
fíkniefna.
Mennirnir voru á gangi en tóku
á rás þegar lögregla reyndi að
hafa afskipti af þeim. Þá kom í
ljós að þeir höfðu á sér fíkniefni
sem líkast til voru ætluð til sölu.
Þá var maður á fertugsaldri
handtekinn í miðborginni sömu
nótt. Sá var í annarlegu ástandi
og bisaði við að spenna upp
glugga á húsi þegar lögreglu bar
að. Á honum fannst lítið magn
fíkniefna.
Tóku á rás þeg-
ar lögregla kom