Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 25
Mannfræðingurinn Pétur Waldorff fór 16 ára í veiðiferð til Alaska fyrir sinn pening. Ferðin eru hans bestu kaup. Hvað myndi 16 ára strákur yfir- leitt gera fengi hann 150 þúsund krónur upp í hendurnar? Örugg- lega ekki það sama og mannfræð- ingurinn Pétur Waldorff gerði en þegar hann var 16 ára sigraði hann ritgerðasamkeppnina „Með pennann að vopni“ og hlaut að launum 150 þúsund krónur. „Ég gerði bestu kaup ævi minn- ar og fór í veiðiferð til Alaska fyrir verðlaunaféð,“ segir Pétur. „Ég fór með pabba mínum og frændum og saman eyddum við tæpum þremur vikum í veiði.“ Fyrst var farið til New York í nokkra daga og svo haldið til Alaska. Leigður var húsbíll og flakkað milli veiðisvæða og þegar komið var að Kenai-fljóti voru gúmmíbátar fengnir að láni og róið niður eftir ánni. „Við stopp- uðum á stöðum sem okkur fannst fallegir og líklegir til að vera góðir veiðistaðir,“ segir Pétur. „Þarna veiddum við ýmsar teg- undir af Kyrrahafslaxi og ýmsar tegundir af norðuramerískum sil- ungi.“ Pétur siglir nokkuð lygnan sjó í fjármálunum enda segist hann ekki vera vanur að gera slæm kaup. „Ef ég hugsa vel og lengi held ég að verstu kaup mín séu Nikon Coolpix 5700 stafræn myndavél,“ segir Pétur. „Hún var fín til að byrja með en entist ekki eins lengi og vonir stóðu til. Það fór gormur í flassinu og nú þarf alltaf að halda því uppi ef taka á mynd í myrkri. Plast hefur brotn- að af vélinni og gúmmíið á henni fór fljótlega að flagna af.“ Pétri finnst sem sagt að miðað við hversu dýr myndavélin var á sínum tíma hefði hún átt að end- ast mun lengur. „Hún dugði samt ágætlega í rannsóknum mínum á Malaví,“ segir Pétur. „En tækni- framfarirnar eru svo hraðar að þegar maður kaupir sér stafræna myndavél verður hún fljótt úrelt ef maður kaupir sér ekki þá bestu. Eins og ég lít á málið verður maður að kaupa þá dýrustu eigi maður ekki að verða fyrir von- brigðum, nú eða þá ódýrustu því þá skipta vonbrigðin litlu máli.“ Þrjár vikur í Alaska MotorMax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 MotorMax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 - MotorMax Akureyri - Sími 460-4350 www.motormax.is Nú er einstakt tækifæri til að ná afar góðum samningum við sölumenn okkar sem eru í sólskinsskapi og veita aldeilis frábær tilboð á síðstu Camplet tjaldvögnunum og Starcraft fellihýsunum. Fyrstur kemur fyrstur fær. Þetta er tækifæri ársins til að ná sér í kostagrip á frábæru verði! Draumavagninn þinn á frábæru sumartilboði! Útilegukortið gildir fyrir húsbíla, hjólhýsi, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Engin takmörk eru á því hversu oft má koma á hvert tjaldsvæði. Útilegukortið gildir fyrir tvo fullorðna og börn undir 16 ára aldri. Útilegukortið kostar aðeins 9.900 kr. Þú færð Útilegukortið á www.utilegukortid.is, helstu útivistarverslunum og á sölustöðum N1 um allt land. www.utilegukortid.is utilegukortid@utilegukortid.is Sími 552 4040 Með Útilegukortinu getur þú tjaldað með fjölskyldunni á 27 tjaldsvæðum í allt sumar fyrir aðeins 9.900 kr. ERT ÞÚ Á LEIÐINNI Í ÚTILEGU? N NI R AP A KS AF O TS A G NIS Ý L G U A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.