Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 58
Á morgun hefjast Sumartón- leikar í Skálholti og standa næstu fimm vikur. Eins og áður verður hátíðahald á Skálholtsstað um helgar og á fimmtudögum. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, en meginþemað helgast af ártíð tveggja af merkari tónskáld- um barokktímans, þeirra Buxtehude og Scarlatti . Báðir eru örlagavaldar í þróun barokksins en það tímabil er einn helsti hornsteinn hátíðahalda um hásumar í Skálholti. Buxtehude átti stóran þátt í að leggja grunn að fullkomnun barokksins. Scar- latti var af síðustu kynslóð barokk- meistaranna Ítalíu, þar sem vagga hennar var. Bachsveitin í Skálholti ásamt Kati Debretzeni fiðluleik- ara flytur verk hans og föður hans, Alessandros. Ítalía og Norður-Þýskalands- svæðið á barokktímanum eru í fyrirrúmi í sumar. Fjöldi flytj- enda kemur við sögu auk Bach- sveitarinnar: Barokksveitin Nordic Affect, sönghópurinn Gríma, Marta Hrafnsdóttir alt, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari, Vibeke Astner, orgelleikari frá Danmörku, Margaret Irwin-Brandon, orgel- leikari frá Bandaríkjunum, Sigurð- ur Halldórsson sellóleikari og Jaap Schröder, fiðluleikari frá Hollandi. Við upphaf hátíðarinnar mun Helga Ingólfsdóttir minnast sam- starfs síns og Manuelu Wiesler flautuleikara sem lést í lok síðasta árs. Manuela átti gríðarstóran þátt í mótun Sumartónleika í Skálholts- kirkju fyrstu árin. Verða tónleikar til heiðurs Manuelu þar sem Kol- beinn Bjarnason flautuleikari, Guð- mundur Kristmundsson víóluleik- ari og Elísabet Waage hörpuleikari frumflytja verk eftir Þorkel Sigur- björnsson auk annars. Skálholtskvartettinn með Jaap Schröder í fararbroddi leikur verk eftir Haydn og Schubert og er það nýtt að flytja tónlist nítjándu aldar með hljóðfærum þess tíma. Ný tónverk verða frumflutt. Staðar- tónskáld eru þeir Sveinn Lúðvík Björnsson og Daníel Bjarnason. Ný messa eftir Svein Lúðvík verður flutt af Hljómeyki og nýtt verk eftir Daníel flutt af kammersveitinni Ísa- fold, sem leikur að auki verk eftir Pärt, Sciarrino, Schnittke, Boulez, Stravinsky, Xenakis og fleiri. Verk Huga Guðmundssonar, Apochrypha, fyrir mezzósópran, barokksveit og gagnvirk tölvu- hljóð verður flutt í fyrsta sinn á Ís- landi, en verkið verður frumflutt í Den Haag í Hollandi viku fyrr. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syng- ur með Nordic Affect sveitinni. Daníel Bjarnason stjórnar, en hann er einnig stjórnandi Ísafoldar. Samstarfsverkefni Sumartón- leika og austurrísku tónskálda- félaganna er samband landanna. Auk fyrirlestra verða og tónleikar með verkum eftir Werner Schulze, Helmut Neumann og Pál P. Pálsson í flutningi Graffe-strengjakvartetts- ins frá Tékklandi, Ingibjargar Guð- jónsdóttur sópran, Einars Jóhann- essonar klarinettuleikara og fleiri. Fyrirlestra halda Klaus Ager, for- seti European Composer’s Counc- il og Helmut Neumann tónskáld, sem kynnir óperu sína byggða á Sögu Borgarættarinnar eftir Gunn- ar Gunnarsson. Dagskráin í dag hefst kl. 14 með fyrirlestri Helgu. Skömmu fyrir þrjú hefst starfið í smiðjunni en stundvíslega kl. 15 eru tónleikarnir í minningu Manuelu. Skálholts- kvartettinn leikur kl. 17 og verða þeir tónleikar endurteknir á sunnu- dag kl. 15. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 17. Á liðnu hausti var stofnað Holl- vinafélag Sumartónleikanna. Á stofnfundi voru sr. Guðmundur Óli Ólafsson, Helga Ingólfsdóttir og Þorkell Helgason kjörnir heiðurs- félagar. Fram til ársins 2004 höfðu Sumartónleikarnir ekki haft form- fast skipulag. Helga Ingólfsdóttir semballeikari var listrænn stjórn- andi frá upphafi og félag um tón- listarstarf í Skálholti, Collegium Musicum, einn af aðal bakhjörl- um hátíðarinnar um nokkurt skeið. Árið 1990 var fulltrúaráð Sumar- tónleika stofnað. Voru í því fulltrú- ar þeirra aðila er stóðu að Sumar- tónleikum í Skálholtskirkju.Um mitt árið 2004 var formleg skipu- lagsskrá Sumartónleikanna sam- þykkt af dómsmálaráðuneytinu og þriggja manna stjórn skipuð. Nú skipa stjórn Sumartónleika þau Helga Ingólfsdóttir formaður sem er skipuð af vígslubiskupnum í Skálholti, Mist Þorkelsdóttir skip- uð af Listaháskóla Íslands og Drífa Hjartardóttir skipuð af mennta- málaráðherra. Sigurður Halldórsson sellóleikari er listrænn stjórnandi, en honum til halds og trausts er Halla Steinunn Stefánsdóttir framkvæmdastjóri og annast skipulag allt. Tónlistar- hátíðin þiggur fjárframlög frá ríki og kirkju sem nema um tveimur þriðju af rekstrarkostnaði. Afgang- urinn kemur frá einkafyrirtækjum, ýmsum stofnunum og sjóðum auk frjálsra framlaga frá tónleikagest- um. Að vanda heldur hátíðin úti vef- síðu og þar má finna ýmislegt efni um hátíðahaldið: www.sumarton- leikar.is SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS OG DÚNDURFRÉTTIR STÓRTÓNLEIKAR Í LAUGARDALSHÖLL Í KVÖLD, FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS TRYGGÐU ÞÉR MIÐA SEM ALLRA FYRST Á WWW.SINFONIA.IS miðaverð ::: 5.000 / 4.500 kr. Roger Waters (Pink Floyd) ::: The Wall Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Útsetningar ::: Haraldur Vignir Sveinbjörnsson Miða skal sækja í miðasölu SÍ í Háskólabíói á milli 9 og 17. Eftir klukkan 18 verður hægt að sækja miða í Laugardalshöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.