Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 30
BLS. 2 | sirkus | 29. JÚNÍ 2007 Eiður Smári leigir Land Cruiser Fótboltahetjan Eiður Smári Guðjohnsen er nú í sumarfríi eftir langt og strangt tímabil með Barcelona á Spáni. Eiður Smári er kominn til Íslands ásamt sambýliskonu sinni Ragnheiði Sveinsdótt- ur og þremur sonum og dvelja þau í fallegu einbýlishúsi í Fossvoginum sem þau festu kaup á í fyrrasumar. Athygli vekur að Eiður Smári á engan bíl hér heldur leigir gullfallegan svartan Toyota Land Cruiser hjá Toyota- umboðinu. Ekki amaleg auglýsing það fyrir Toyota. Arnar Grant borðar hamborgara Það vakti athygli viðskiptavina 10-11 á miðvikudagskvöldið að líkamræktarfröm- urinn Arnar Grant stóð við kassann og beið eftir því að borga kvöldmatinn. Það væri svo ekki frásögur færandi nema af því að Arnar, sem er einkaþjálfari fína fólksins, var með fjóra löðrandi hamborgara frá Íslandsnauti undir hendinni. Skýtur það óneitanlega skökku við að maður, sem hefur unnið sér það helst til frægðar að vera ansi vel á sig kominn og að bera ábyrgð á orkusúkkulaðinu Hreysti, skuli hafa ákveðið að úða í sig hamborgurum. Hin 24 ára gamla Rósa Björk Árnadóttir er ástfangin upp fyrir haus og óhrædd við að tjá tilfinningar sínar í garð unnusta síns, Reynis Þórs Jónassonar. Hún heldur úti síðu á my space-vefsvæðinu, myspace.com/rosa_bjork, og dylst engum sem skoðar þá síðu og síðu unnustans að Rósa Björk elskar bein- línis allt við Reyni. Hún dásamar per- sónuna Reyni sem og líkama hans sem er stæltur mjög eftir margra ára lyftingar. „Mér finnst ég vera heppnasta manneskja í heimi þar sem hann fann mig. Við pössum hundrað pró- sent saman og erum sálufélagar,“ segir Rósa Björk í samtali við Sirkus. Sambandið hefur þó ekki staðið lengi en Rósa Björk er þó þess fullviss að Reynir sé maðurinn sem hún vilji eyða ævinni með. „Ég hafði hitt hann í Gym-80 síðasta sumar og hann hringdi svo til mín frá Húsavík og sagði mér að hann hefði dreymt mig. Ég hélt að hann væri eitthvað klikk- aður en hann gafst ekki upp. Og hér erum við nú,“ segir Rósa og hlær en hún og Reynir hafa búið saman síðan í febrúar. Spurð hvað það er sem hún elski svona í fari Reynis segir Rósa að það sé einfaldlega allt. „Hann er hinn full- komni maður sem styður mig í einu og öllu og kemur mér sífellt á óvart, Síðan skiptir ekki minna máli hvern- ig hann kemur fram við mig og talar við mig. Hann er alltaf yndislegur, jafnvel þótt ég sé oft ósanngjörn,“ segir Rósa og bætir við hún eigi ekki erfitt með að opinbera tilfinningar sínar fyrir alþjóð. „Ég er opin manneskja og finnst allt í lagi að allir viti hvað ég elska hann mikið. Ég er bara svo heppin að vera svona ástfangin, bara algjör lukkunnar pamfíll,“ segir Rósa. Þau hafa bæði verið í fitness og æfa saman í Gym-80. Rósa segir að hún hafi verið frekar löt upp á síðaskastið en bæði hún og Reynir, sem varð Íslandsmeistari í fitness og vaxtar- rækt árið 2005, stefna að því að koma sterk inn á mótum á næsta ári. Og hvernig skyldi svo kynlíf vera hjá þessu ástfangna pari? „Það er geggjað. Við erum býsna dugleg,“ segir Rósa. „Ég þarf bara að kyssa hann og þá er hann klár,“ segir hún og hlær. Ekki er þó fyrirhuguð gifting á næstunni hjá turtildúfunum þótt ástin blómstri sem aldrei fyrr. „Við höfum ekki planað giftingu en við erum með tattú hvort um sig, ég með nafnið hans og hann með mitt. Mitt tattú er á mjóhryggnum en hans er á hægri rasskinninni. Það er skuld- binding enda ætla ég í gröfina með honum,“ segir Rósa. Er einhver ástfangnari en þið? „Nei, við erum ástfangnasta par Íslands,“ segir Rósa. oskar@frettabladid.is RÓSA BJÖRK OG REYNIR ÞÓR SJÁ EKKI SÓLINA HVORT FYRIR ÖÐRU „ÉG ÆTLA Í GRÖFINA MEÐ HONUM“ TATTÚ Í STAÐ HRINGS Rósa Björk og Reynir Þór eru ekki gift en þau eru kyrfilega merkt hvort öðru með húðflúri. SIRKUSMYNDIR/RÓSA ÁSTFANGIN það leynir sér ekki að Rósa Björk og Reynir Þór eru ástfangin upp fyrir haus. SIRKUSMYND/RÓSA www.slippfelagid.is SUMARHÁTÍÐ Í DAG Komdu og fáðu ráðgjöf... ...hjá Gullu, Valda og sérfræðingum Slippfélagsins, gott er að hafa mynd af því sem á að mála. - Sumarhátíðartilboð - Ókeypis prufudósir - Grillaðar pylsur, gos og ís fyrir börnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.