Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 54
Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólma- vík fer fram í þriðja skipti, dagana 29. júní til 1. júlí 2007. Hátíðin er stærsti viðburður í menningarlífi á Ströndum og lofar framkvæmdastjóri hennar, Bjarni Ómar Haraldsson, bæði fjölbreyttri og metnaðarfullri dagskrá. „Við stílum aðallega inn á fjölskyld- una,“ segir Bjarni, sem hefur staðið í stórræðum við að koma hátíðinni á kopp. „Sem dæmi um það verða hér listsýn- ingar, götuleikhús, kassabílarall, sigling um Steingrímsfjörð, hestar, sjóstang- veiði, varðeldur, fjöldasöngur og tónlist- arveisla, sem kallast Hólmvískir ham- ingjutónar, þar sem boðið verður upp á risatertuhlaðborð í fyrsta sinn. Þetta verða því krúsídúllur bæði fyrir eyru og maga og er þá fátt upp talið.“ Að sögn Bjarna hefur áherslan á fjöl- skylduna aukist frá því að hátíðin fór fyrst fram árið 2005, en þá var hún hugs- uð fyrir heimamenn og brottflutta. Því verður lítið sem ekkert um uppákomur sem eru eingöngu ætlaðar fullorðnum. Enda ekki um útihátíðarstemningu að ræða, eins og Bjarni orðar það. Undantekningin þar á er þegar Hund- ur í óskilum skemmtir um daginn og Heiða Ólafsdóttir og hljómsveitin PKK halda uppi fjörinu á stórdansleik um kvöldið og fram á rauða nótt. Auk þeirra sjá heimamenn um flest öll skemmtiat- riðin, þó nokkrir góðir gestir komi við sögu til að auka á litrófið. Enda leik- urinn meðal annars gerður til þess að kynna fyrir fólki starfssemina sem er í gangi á Hólmavík. „Síðan verður hér smiðja, þar sem galdramenning Strandamanna er kynnt fyrir börnum,“ bætir Bjarni við. „Við eigum náttúrulega heilan helling af alls kyns sögum um galdramenn, álfa og tröll og aðrar furðuskepnur. Menn hafa verið duglegir við að halda þessum sögum á lofti og sumir leitt líkur að því að um venjulegt fólk hafi verið að ræða, sem hafi stundað galdra í sjálfsbjargar- viðleitni og til að hugga sig í harðneskj- unni sem ríkti í gamla daga.“ Bjarni bendir á að Hamingjudagarnir séu ef til vill ágætis mótspil gegn þeirri vesöld sem ríkti hér á öldum áður, þótt göldrunum sjálfum hafi nú ekki verið um að kenna. „En þótt tímarnir séu nú aðrir, er ekki þar með sagt að galdrarnir séu með öllu horfnir. Til marks um það segjast sumir aðkomumenn finna fyrir sterkum áhrifum þegar inn fyrir bæjar- mörkin er komið. Því er aldrei að vita nema einhverjir vættir verði á kreiki á Hamingjudögum, galdramenn, huldu- fólk, álfar og tröll.“ Drög gerð að prufuþætti Star Trek „Að lifa í draumi lýsir varla síðasta ári. [...] Ég er mjög lánsöm kona og hlýt að eiga bestu aðdáendur í heimi. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim öllum fyrir.“ AFMÆLISBÖRN Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, Ragnhildur Stefánsdóttir Ljósheimum 8, Reykjavík, lést á Grensásdeild Landspítalans, miðvikudaginn 27. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Stefán Ómar Oddsson Ása Birna Áskelsdóttir Ríkharður Oddsson María Viggósdóttir María Berglind Oddsdóttir börn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Skúla Breiðfjörð Jónassonar fyrrverandi kaupfélagsstjóra, Mýrarvegi 117, Akureyri. Guðrún Guðríður Guðmundsdóttir Elín Skúladóttir Oddfríður Skúladóttir Kristinn Skúlason Anna Pétursdóttir Jóhann Skúlason Margrét Guðmundsdóttir Skúli Jónas Skúlason Þórhildur Höskuldsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Hansína Ásta Stefánsdóttir Grenigrund 10, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 30. júní kl.13.30. Gissur Jensen Stefán Jónsson Unnur Sigursteinsdóttir Stefán Róbert Gissurarson Sigrún Sigurðardóttir Axel Þór Gissurarson Ásdís Björg Ingvarsdóttir Diðrik Stefánsson, Ásta Lilja Stefánsdóttir og Gísli Þór Axelsson. Hjartkær sonur okkar, bróðir og mágur, Gunnar Leó Leosson tónlistarmaður, Þjórsárgötu 3, Reykjavík, lést 20. júní síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir sendum við þeim sem stutt hafa okkur með hlýhug og ýmislegri aðstoð á þessum erfiðu tímamótum. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Stef, Laufásvegi 40 og Menningarsjóð VISA, Laugavegi 77. Leo(nardus) J. W. Ingason Guðrún Karlsdóttir Karlotta María Leosdóttir Hugues Pons Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Konráð Guðmundsson Holtagerði 42, Kópavogi, lést 19. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkr- unardeildar Elliheimilisins Grundar fyrir einstaka umönnun, og Magnúsi Tryggvasyni, Eiríki Magnússyni í ORA og öðrum vinum og vandamönnum fyrir veittan hlýhug. Laufey Sigríður Karlsdóttir Auður Konráðsdóttir Sigurður Stefánsson Heimir Konráðsson Eyrún Ingibjartsdóttir Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir Áslaug Kolbrún Jónsdóttir Gunnar Harðarson Kolbrún Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 40 ára afmæli Kristinn Már Arnórsson Bjarmahlíð 2 er fertugur í dag. Hann tekur á móti gestum og elli- styrkjum á heimili sínu laugardaginn 30. júní kl. 19-21. Big-bandið Púkó og Gummi skemmta gestum. Allir vinir, velunnarar og styrkir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.