Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 42
BLS. 14 | sirkus | 29. JÚNÍ 2007
Drauma sumarfríið
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm.
Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettabladid.is,
Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@
frettabladid.is Útlitshönnun Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is,
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Rvk, sími 550 5000
Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir
550 5864 gretakaren@frett.is
sirkus
SPURNINGAKEPPNI Sirkuss
Sv
ör
: 1
. G
or
do
n
Br
ow
n
2.
In
gi
3
. B
ar
ce
lo
na
4
.J
ón
Ka
lm
an
S
te
fá
ns
so
n
5.
B
jö
rg
vi
n
Ha
lld
ór
ss
on
o
g
Ra
gn
ar
Bj
ar
na
so
n
6.
G
uð
m
un
du
r
Ár
ni
S
te
fá
ns
so
n
7.
R
úm
le
ga
1,
7
m
ill
jó
ni
r
kr
ón
a
(1
.7
42
.2
97
) 8
. G
un
na
r
Si
gu
rð
ss
on
9.
M
on
te
ví
de
ó
10
.
Ó
m
ar
B
en
ed
ik
ts
so
n
Logi Bergmann Eiðsson
1. Brown, Gordon
2. Ingi
3. Barcelona
4. Jón Kalman Stefánsson
5. Björgvin Halldórsson og Ragnar Bjarnason
6. Guðmundur Árni Stefánsson
7. 1,7 milljónir
8. Gunnar Sigurðsson
9. Montevídeó
10. Kristín Edwald
9 RÉTT SVÖR
Sóley Elíasdóttir
1. Gordon Brown
2. Gunnar „hustler“ Birgisson
3. Barcelona
4. Gyrði Elíasson
5. Bjöggi Halldórs og Helgi Björns
6. Svavar Gestsson
7. 1,7 milljónir
8. Gunnar Svavarsson
9. Veit ekki
10. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson.
3 RÉTT SVÖR
Sóley skorar á
leikkonuna Hall-
dóru Geirharðs-
dóttur að mæta
Loga í næstu
viku.
SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. HÉR MÆTAST SÓLEY ELÍASDÓTTIR
LEIKKONA OG LOGI BERGMANN EIÐSSON SJÓNVARPSMAÐUR.
1. Hvað heitir nýr leiðtogi Verka-
mannaflokksins í Bretlandi?
2. Hvert er millinafn Gunnars
Birgissonar, bæjarstjóra í Kópa-
vogi?
3. Í raðir hvaða liðs gekk fram-
herjinn Thierry Henry um síðustu
helgi?
4. Eftir hvern er bókin Sumarljós,
og svo kemur nóttin?
5. Hvaða tveir landsþekktu söngv-
arar sungu saman í fyrsta sinn við
upptökur á Íslandslögum 7?
6. Hver er sendiherra Íslands í
Svíþjóð?
7. Hvað er Davíð Oddsson með í
mánaðarlaun sem bankastjóri
Seðlabankans eftir nýlega launa-
hækkun?
8. Hvað heitir nýr forstjóri Baugs?
9. Hvað heitir höfuðborg Úrúgvæ?
10. Hvað heitir stjórnarformaður
RÚV ohf.?
Björk er að koma úr ári þar sem hefur verið töluvert álag á henni og hún hefur þurft að hafa fyrir
hlutunum,“ segir Sigríður Klingenberg
spákona um Björk Guðmundsdóttur
söngkonu. „Hún er að fara yfir á fimm-
una í talnaspeki sem kemur henni á
léttan og kátan kafla og tónleikaferða-
lag hennar á eftir að fara fram úr björt-
ustu vonum. Þetta nýjasta „comeback“
hennar á eftir að slá rækilega í gegn og
líka hjá nýjum aðdáendum svo annað
eins hefur varla sést í tónlistargeiran-
um. Björk er að komast yfir á frjósemis-
árið 2008 svo það gæti verið að hún fái
að sinna einhverju öðru upp úr því
tímabili. Björk er 8 og þar af leiðandi
þarf hún að hafa mikið að gera því ann-
ars leiðist henni. Að vera 8 er eins og í
olsen olsen, hún hefur þann mátt að
geta alltaf breytt. Þar sem Björk
hefur í gegnum tíðina alltaf
verið fjörleg við að breyta
hlutunum verður aldrei hjá
henni þessi stöðnun sem
hefur hrjáð margan lista-
manninn.“
Á Björk von á barni?
Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus
www.klingenberg.is
F jölskyldudagur Eimskips var haldinn í Fjölskyldu- og hús-dýragarðinum síðastliðinn
laugardag. Þar mættu starfsmenn
fyrirtækisins með fjölskyldur sínar og
áttu saman góða stund í rjómablíðu
Laugardalsins. Alls mættu um 500
manns og er óhætt að segja Eiður
Smári Guðjohnsen, leikmaður
spænska stórliðsins Barcelona, hafi
stolið senunni en hann var sérstakur
gestur. Eiður Smári og Eimskip tengj-
ast sterkum böndum en knattspyrnu-
hetjan lék aðalhlutverkið í alþjóðlegri
auglýsingaherferð fyrirtækisins. Eiður
Smári kom færandi hendi því hann
kom með gjafir handa börnunum á
svæðinu. Hann afhenti bakpoka, bolta
og síðast en ekki síst þá dreifði hann
tvenns konar plakötum af sjálfum sér í
leik. Annars vegar mynd af því þegar
hann skoraði fyrir Barcelona fram hjá
Reina, markverði Liverpool, í leik lið-
anna í meistaradeildinni fyrr á þessu
ári og hins vegar þegar hann skoraði
sitt fyrsta mark fyrir Barcelona, gegn
Celta Vigo á útivelli.
Eiður Smári settist síðan niður og
áritaði allt sem hönd var festandi á í
samtals tvo tíma. „Ég held að ég hafi
eytt tveimur tússpennum og ég var
orðinn ansi þreyttur í hendinni. Þetta
var hins vegar alveg æðislega gaman,“
segir Eiður Smári í samtali við Sirkus.
Eftir áritunina fór Eiður Smári í
vítaspyrnukeppni með krökkunum.
Hann var í markinu og stóð sig að
sögn sjónarvotta frekar illa.
oskar@frettabladid.is
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN MÆTTI Á FJÖLSKYLDUDAG EIMSKIPS Í HÚSDÝRAGARÐINUM
EYDDI TVEIMUR TÚSS-
PENNUM VIÐ ÁRITANIR
NETTUR Eiður Smári sýndi krökkunum
alls kyns listir með boltann.
ERFITT EN GAMAN Það er þreytandi að
árita viðstöðulaust í tvo tíma en Eiður
Smári virtist skemmta sér konunglega.
BROSA Eiður Smári mætti með yngsta
son sinn Daníel Tristan á fjölskyldudag
Eimskips og stillir sér hér upp með einni
ungri knattspyrnukonu.
SIR
K
USM
YN
D
/PJETUR
OF SEINN Eiður Smári þótti ekki sýna mikla
takta á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni.
Ég myndi segja að það væri að ferðast
innanlands í góðu veðri með góðum
vinum. Á sumrin er svo gott að vera á
Íslandi og maður á frekar að fara út á
veturna.
Friðrik Ómar söngvari.
„Ég myndi vilja fara aftur til Suður-Afríku
og Svasílands eins og ég gerði í fyrra.
Það var algjör snilldarferð, við fórum átta
saman og það er eiginlega skylda fyrir
alla að fara þangað.“
Jón Þór Þorleifsson, kvikmynda-
gerðarmaður hjá Filmus.
„Það er óskaplega margt sem heillar en
ég hugsa að mér þætti skemmtilegast
að fara með vinum og fjölskyldu eitthvert
þar sem sólin skín og hitinn er
temmilegur. Flatmaga í sólinni og gera
sem minnst. En ef ég myndi fara í fjörugt
sumarfrí þá hugsa ég að ég myndi fara í
ferðalag um Bandaríkin eða Suður-
Ameríku með vinkonunum og gera
einhverjar gloríur.“
Ína Valgerður Pétursdóttir söngkona.