Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Mér finnst meiri músík í þessu en tölvupoppi.“ „Þetta er nú engin stóreflisfjárfest- ing. Það er mikill listaáhugi í fjöl- skyldunni og þess vegna tókum við þátt í þessu,“ segir auðkýfingurinn Sindri Sindrason, hluthafi og stjórn- armaður í Actavis, sem ásamt fjöl- skyldu sinni hefur keypt stóran hlut í Gallerí Turpentine við Ingólfs- stræti. Kaupverðið er ekki gefið upp en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hleypur það á tugum milljóna króna. Sveinn Þórólfsson, aðaleigandi gallerísins, vildi lítið tjá sig um málið við Fréttablaðið en ljóst er að með tilkomu Sindra og fjölskyldu í eigendahópinn verður til fjármagn sem ætti að geta aukið enn frekar á ört vaxandi hróður gallerísins. Og sjálfur útilokar Sindri ekki að Turp- entine muni stækka við sig á næst- unni. „Eru menn ekki alls staðar að reyna að stækka og gera betur?“ Að sögn eiginkonu Sindra, Krist- bjargar Sigurðardóttur, hefur það lengi blundað í fjölskyldunni að koma að slíkri starfsemi. „Við höfum verið viðskiptavinir hjá Turpentine og höfum heillast af þeirri starfsemi sem þarna hefur verið í gangi. Þetta er glæsilegt gallerí og býður upp á mikla mögu- leika,“ segir Kristbjörg. Ingunn Dögg, dóttir þeirra hjóna, er menntuð í forvörslu frá Flórens á Ítalíu og mun koma mikið að starfi Turpentine í nánustu framtíð og svo er sonurinn Sindri Sindrason, að- stoðarmaður Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar hjá Baugi, auk þess mikill listunnandi. Í dag er Gallerí Turpentine starf- rækt í 300 fermetra húsnæði við Ingólfsstræti en það var stofnað í upphafi ársins 2005 af fyrrnefndum Sveini og Guðrúnu Gunnarsdótt- ur. Þau munu áfram eiga hlut í gall- eríinu þrátt fyrir að hafa selt hluta þess til Sindra og fjölskyldu. Marg- ir af athyglisverðustu listamönnum þjóðarinnar sýna verk sín í Turp- entine, þar á meðal Jón Sæmund- ur Auðarson, Steingrímur Eyfjörð, Guðrún Vera Hjartardóttir og Hall- grímur Helgason. Fyrsta Fair Trade-búðin á Íslandi var opnuð í gær við Laugaveg 20 b. Það eru mæðgurnar Ásdís Ósk Einarsdóttir og Arndís Harpa Ein- arsdóttir sem reka búðina en Ásdís kynntist Fair Trade fyrst á Nýja- Sjálandi. „Ég bjó á Nýja-Sjálandi í þrjú ár og dag einn rakst ég á Fair Trade-búð og leist svona rosalega vel á. Fair Trade er þýtt sem sann- gjörn viðskipti af Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Ásdís sem hefur kynnt sér málefnið vel. „Fair Trade eru alþjóðleg samtök sem eru með það markmið að auka jafnræði á vinnumarkaðnum. Það sem þarf til þess að fyrirtæki fái vottunarstimpil frá Fair Trade er til dæmis að á vinnustaðnum ríki jafn- rétti, þar séu öruggar vinnuaðstæður og ekki meira en átta tíma vinnudag- ur. Tilgangurinn er að framleiðend- ur fái sanngjarnt verð fyrir vör- una en fyrirtæki frá þróunarlönd- um þurfa oft að borga fjórfalt hærri tolla og neyðast til að selja vöruna undir kostnaðarverði. Þeir eru þá í rauninni að vinna frítt,“ segir Ásdís og bætir því við að það sé samfélags- leg ábyrgð okkar sem neytendur að versla við réttu fyrirtækin. Í búð þeirra mæðgna verður ým- islegt á boðstólum og er lögð áhersla á gott verð. „Við verðum með mat- vöru, te og kaffi, krydd og alls konar sælgæti. Auk þess bjóðum við upp á leikföng, búsáhöld, bolla og skál- ar, ritföng, skartgripi og bara ýmsa spennandi smáhluti sem allir eru á sérlega góðu verði.“ Sanngjörn viðskipti á Laugaveginum „Það er mjög gaman að þessu enda er verið að hlusta á þetta alls stað- ar í heiminum; Kína, Belgíu, Dan- mörku og svona mætti lengi telja,“ segir Hallbjörn Hjartarson en framtak hans og félaga hjá Út- varpi Kántríbæ um að setja dag- skrána á netið hefur mælst ótrú- lega vel fyrir. Talið er að yfir fimm hundruð manns hlusti reglulega á útsendingarnar en samkvæmt vef- síðunni kantry.is eru á milli 900 og 1.000 flettingar á síðunni. Útvarpi Kántríbæ var lokað í enda febrúar á þessu ári vegna fjárhagsvandræða en ekki var þá loku fyrir það skotið að það yrði opnað aftur. Og Hallbjörn var ekki lengi aftur upp á afturfæturna því í maí tilkynnti hann að útvarpið væri aftur opið og þá á netinu. Hallbjörn var hins vegar ekki par sáttur með þá þjón- ustu Símans því síðan væri oft og iðulega að frjósa og það ylli nokkrum vandkvæðum við útsendingar. „Ég hellti mér nú yfir þá bara áðan og þeir lofuðu að koma og gera við þetta. Þetta gengur náttúrlega ekki enda er ég búinn að borga fullt verð fyrir þetta,“ segir Hall- björn sem var að vonum sátt- ur með vinsæld- irnar. Hallbjörn segir að hann fái nú ekki mikið af tölvupósti í gegnum netið en þó. Hann kjósi hins vegar ekki að svara erlend- um pósti. „Hins vegar er gaman að við kúrekarn- ir skulum vera að hertaka netið,“ bætti hann við og kynnti inn næsta lag. Kúrekar hertaka netið FL Group hf., kt. 601273-0129, hefur gefið út lýsingar vegna skráningar á tveimur víxilflokkum samtals að fjárhæð ISK 10.000.000.000 sem Kauphöll Íslands hefur samþykkt og gert aðgengilegar almenningi frá og með 29. júní 2007. Eftirfarandi víxlaflokkar hafa verið gefnir út:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.