Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 36
BLS. 8 | sirkus | 29. JÚNÍ 2007 É g hef aldrei haft jafn mikið að gera og nú,“ segir Þóra Sigurð-ardóttir, sem er einnig þekkt sem Birta úr Stundinni okkar. Síðasta ár í lífi Þóru hefur verið eins og í ævin- týri. Hún tók þá erfiðu ákvörðun að kveðja er hún sagði skilið við Bárð, félaga sinn úr Stundinni okkar, og elti ástina til Bahama-eyja og gekk í hjónaband eftir aðeins fjögurra mán- aða samband. Síðan hefur verið í nógu að snúast hjá Þóru og eigin- manni hennar, kokkinum Völundi Snæ Völundarsyni. Þau hafa meðal annars opnað veitingastað, standa bæði í bókaútgáfu og eru að gefa út tímarit sem er helgað Bahama-eyjum. „Það eru nokkrir góðir aðilar sem standa að tímaritinu. Það er jafnt fyrir ferðamenn sem innfædda og þar verður hægt að lesa um allt það sem eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Þóra, sem hefur tekið að sér ritstjórn tímaritsins. „Þetta er samstarfsverk- efni hjá þessum aðilum en þar sem ég hef alltaf haft miklar skoðanir á hlut- unum var ég eiginlega búin að koma mér í ritstjórastöðuna án þess að átta mig á því.“ Þóra er einnig að skrifa unglinga- bók ásamt Mörtu Maríu Jónasdóttur, en þær stöllur sendu frá sér bókina Djöflatertan í fyrra. „Okkur Mörtu Maríu langaði svo að skrifa aðra bók saman og þá unglingabók af því að við erum svo ungar og töff,“ segir Þóra og skellir upp úr. „Bókin er samt aðallega skemmtisaga og fjallar um ástir og örlög unglinga.“ Á hákarlaveiðum Þóra vinnur einnig að þýðingu bókar um japanskan matarkúltur og jap- anskar konur. „Ég er skoða af hverju þær verða ekki feitar og af hverju þær eru svona langlífar. Ástæðan er meðal annars sú að þær borða lítið en þá aðallega mikinn fisk,“ segir Þóra sem hefur tekið japanska matarkúlturinn sér til fyrirmyndar. „Ég borða mikinn fisk og veiði hann meira að segja sjálf,“ segir Þóra stolt og bætir við: „Í síðustu viku ætluðum við að veiða túnfisk en veiddum óvart hákarl – þriggja metra kvikindi sem hafði hringsólað í kring- um bátinn í einn og hálfan tíma. Það var að vísu pabbi sem hélt í stöngina og krækti í hákarlinn. Hugmyndin var nú ekki að veiða hann en hann beit á og eftir eins og hálfs tíma baráttu stökk hann upp, sneri sér í hálfhring og sleit sig lausan.“ Björguðu eldgamalli risaskjaldböku „Við erum einu Íslendingarnir á Bah- ama-eyjum svo ég hef í hyggju að ger- ast ræðismaður Íslands hér. Maður kemst víst svo langt á diplómatapass- anum,“ segir Þóra og hlær en bætir við: „Það eru annars alltaf einhver ævintýri í gangi. Um daginn fórum við í búðarleiðangur þegar við sáum 200 ára gamla risaskjaldböku sem átti að höggva í súpu. Það er sko ekki mikil dýraverndunarstefna á eyjunum. Við gátum ekki hugsað okkur að láta skjaldbökuna fara í súpuna svo við keyptum hana og slepptum henni lausri,“ segir Þóra og bætir við. „Ég varð fyrir miklu kúltúrsjokki þegar ég kom hingað fyrst. Til dæmis þegar við héldum fyrsta matarboðið og gestirn- ir löbbuðu út með afganginn af matn- um.“ Klaufalegt bónorð Hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig hjá Þóru og Völundi Snæ. Þau voru ekki búin að vera saman nema í fjóra mánuði þegar hann bað hennar. Og bónorðið fór ekki alveg á þann veg sem hann hafði hugsað sér. „Hann var búinn að vandræðast með hvernig hann ætti að gera þetta og eyddi meðal annars nokkrum dögum í skartgripaversluninni til að velja full- komna hringinn. Við fórum síðan í bíltúr á vestasta hluta eyjunnar þar sem fellibylur hafði riðið yfir. Þar sáum við hvar heilu húsin höfðu horf- ið og bíla sem óveðrið hafði feykt upp í tré. Það var mikið áfall að sjá þetta allt,“ segir Þóra. „Völli var búinn að vera voða skrýtinn allan daginn en þegar við komum heim dró hann allt í einu upp kampavínsflösku. Ég áttaði mig ekki á því hvað hann var að gera. Hélt að hann væri að fagna allri eyði- leggingunni. Hann spígsporaði um gólfið og rétti mér síðan risastóran kuðung. Ég spurði hvort ég mætti eiga hann en hann neitaði því. Ég mátti hins vegar skoða hann. Þar sem ég var að skoða kuðunginn datt hringurinn úr honum og fór undir uppþvottavél- ina. Þegar ég náði svo loks hringnum spurði ég: „Völundur Snær, ertu að biðja mín?“ Hann játti því. Þá sagði ég að hann skyldi þá gera það almenni- lega sem hann og gerði.“ Þóra segir að þó nokkrir hefðu ekki haft mikla trú á því að hjóna- bandið myndi endast enda höfðu þau Völundur ekki þekkst nema í stutta stund þegar þau gengu í það heilaga. „Ég er viss um að það eru margir sem hafa tapað peningum eftir að hafa veðjað á samband okkar,“ segir Þóra og hlær. Með annan fótinn á Íslandi Þóra segist vissulega sakna Íslands en er þó svo heppin að vinir og vanda- menn eru duglegir að heimsækja þau. Hún segir það hafa verið dálítið erfitt að aðlagast lífinu á Bahama-eyjum en nú sé hún hins vegar afar sátt. „Á Íslandi átti ég alltaf erfitt með að vakna á morgnana en hér sprett ég fram úr rúminu. Heima var alltaf svo mikið áreiti á daginn að ég vann á næturna en nú kem ég öllu í verk yfir daginn. Það er líka allt annar lífsstíll hérna, ég fer með hundinn á strönd- ina, geri jóga og pæli í því hvað ég vil gera í lífinu.“ Þóra segist ekki vita hvort þau skötuhjúin muni setjast að til fram- búðar á Bahama-eyjum. Þau muni haga seglum eftir vindi. Fram undan er meðal annars að opna annan veit- ingastað, fylgja eftir bókinni Delicious Iceland, sem Völundur gaf út fyrir skömmu, sem og bókunum sem hún er að vinna að. „Við verðum allavega alltaf með annan fótinn á Íslandi.“ Spurð hvort hún sakni ekki Bárðar, gamla félaga hennar úr Stundinni okkar segir Þóra: „Það er ekki spurn- ing. Jói G. er auðvitað mesti snillingur sem ég hef unnið með og ég sakna hans mikið. Eftir að hafa unnið svona náið með sömu manneskjunni í mörg ár er alltaf erfitt að söðla um. Birta og Bárður skildu tímabundið en hver veit nema einn góðan veðurdag verði risastórt „comeback“ hjá þeim.“ kristjan@frettabladid.is Þar sem ég var að skoða kuðunginn datt hringurinn út úr honum og fór undir uppþvottavélina. Þegar ég náði svo loks hringnum spurði ég: „Völund- ur Snær, ertu að biðja mín?“ ÞÓRA OG REGINVALDUR Hundurinn þeirra Þóru og Völla fylgir þeim í hvert fótmál. Hann heitir Reggie en er kallaður Reginvaldur upp á íslenskan máta. Það er nóg að gera hjá Þóru Sigurðardóttur sem býr á Bahama-eyjum ásamt eiginmanni sínum Völundi Snæ Völundar- syni. Í samtali við Sirkus segir Þóra frá bókunum sem hún er að vinna að, tímaritinu sem hún ritstýrir, hákarlaveiðum, veitingastöðunum hans Völla Snæ og hálf klaufalegu bónorði. ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR NÝTUR LÍFSINS MEÐ MANNI SÍNUM OG HUNDI Á HÁKARLAVEIÐUM Á BAHAMA-EYJUM Í JÓGA Þóra stundar jóga á ströndinni eða við höfnina á Bahama- eyjum. Hún hefur líka tekið japanskan matarkúltur sér til fyrirmyndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.