Fréttablaðið - 29.06.2007, Blaðsíða 32
BLS. 4 | sirkus | 29. JÚNÍ 2007
D agmar Una Ólafsdóttir mun klæðast sérsaumuðum kjól frá dönsku hönnuðunum Munthe
plus Simonsen þegar hún gengur að
eiga athafnamanninn Eyþór Arnalds í
Selfosskirkju á morgun. Þetta er í
fyrsta sinn í áratug sem stöllurnar
Karen Simonsen og Naja Munthe
hanna brúðarkjól en þær eru heims-
þekktar fyrir fatahönnun sína. „Þetta
er í fyrsta sinn í áratug sem þær hanna
brúðarkjól. Ég gaukaði því að þeim
hvort þær væru til í að gera kjól á mig
og þær eru bara svo yndislegar og
góðar að þær slógu til,“ segir Dagmar
Una, sem rekur verslunina Munthe
plus Simonsen á Íslandi. Dagmar
Una er nýkomin heim frá Kaup-
mannahöfn þar sem hún mátaði
kjólinn góða, sem er gylltur og
prýddur Swarovsky-steinum.
„Kjóllinn er gjöf frá þeim til mín.
Þær tóku ekkert annað í mál,“ segir
Dagmar Una sem var að vonum
himinlifandi yfir gjöf hönnuðanna
sem hún hefur kynnst vel í gegn-
um starf sitt.
Dagmar Una og Eyþór
ganga í það heilaga á morgun
í Selfosskirkju. „Það er mikil
tilhlökkun hjá okkur,
hamingja og gleði
– svona eins og
þetta á að vera.
Við berum bæði
sterkar taugar til
Selfoss, þar er góð
kirkja og yndislegt
fólk,“ segir Dagmar
Una sem hefur
staðið í ströngu
við skipulagningu
brúðkaupsins.
„Það tekur sinn
tíma að skipu-
leggja brúðkaup en það hefur allt
gengið vel.“
Dagmar Una var gæsuð af vinkon-
um sínum fyrir daginn stóra en þær
fóru mjúkum höndum um hana. „Þær
tóku mig í nudd og dekur,“ segir hin
verðandi brúður. Hljómsveitin Tod-
mobile mun troða upp í veislunni en
Eyþór var sem kunnugt er einn af for-
sprökkum hennar. Þegar Dagmar var
spurð hvort Todmobile hefði verið í
uppáhaldi hjá henni kom svolítið hik
á hana en hún svaraði svo hlæjandi:
„Þau voru nú svolítið fyrir mína tíð en
ég þekki samt lögin þeirra.“
FRUMKVÖÐLAR
Munthe og
Simonsen voru
valdar „Ungir
frumkvöðlar
ársins“ í Danmörku
árið 2002 af
fyrirtækinu Ernst &
Young.
EYÞÓR OG UNA
Skötuhjúin ganga
upp að altarinu í
Selfosskirkju á
morgun. Séra
Gunnar Björnsson
gefur þau saman
og Todmobile
spilar.
29. júní - 5. júlí
1. 100 Íslensk 80‘s lög Ýmsir
2. Life in Cartoon Motion Mika
3. Cortes 2007 Garðar Thor Cortes
4. Jógvan Jógvan
5. Pottþétt 43 Ýmsir
6. ÓSKALÖG SJÓMANNA (2CD)
Ýmsir
7. Icky Thump White Stripes
8. Era Vulgaris Queens Of The Stone
Age
9. Carry On Chris Cornell
10. Volta Björk
11. Á söngferðalagi Skoppa og
Skrítla
12. Kurr Amiina
13. Hver er sinnar kæfu smiður
Laddi
14. Please Don‘t Hate Me Lay Low
15. Collection 2007
Traveling Wilburys
16. Forever Gus Gus
17. Back To Black
Amy Winehouse
18. Fnykur
Samúel J. Samúelsson
19. FutureSex/LoveSounds
Justin Timberlake
20. Lost Highway Bon Jovi
DAGMAR UNA ÓLAFSDÓTTIR OG EYÞÓR ARNALDS GANGA UPP AÐ ALTARINU Á MORGUN
Í SÉRSAUMUÐUM BRÚÐARKJÓL
SKREYTTUM SWAROVSKY-STEINUM
„Hér hefur verið yfir 40 stiga hiti frá
því að við komum og allt upp í 45
gráður. En það hjálpar lífi mínu að hér
bý ég við hafið og það er vindur alla
daga þannig að ég hef lifað þetta af.
En þetta er þjáningafullt og maður fer
aftur að þrá veðrið á Íslandi,“ segir
Guðni Ágústsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, sem staddur er í
sumarfríi á eyjunni Rhodos. Mikil
hitabylgja hefur gengið yfir Suður-
Evrópu síðustu daga og hafa að
minnsta kosti fjörutíu manns látist
vegna hitans. Eyjarskeggjar segja að
hitinn hafi ekki verið meiri í 750 ár.
„Við ætluðum til Tyrklands en hætt-
um við þá för þar sem það er yfir 50
stiga hiti þar og við höfum heyrt að
þar séu menn farnir að detta niður
dauðir.“
Hitabylgjan hefur haft það í för
með sér að lækkað hefur í vatnsból-
um sem hefur leitt af sér skort á raf-
magni. „Þessir miklu herrar sem stýra
Rhodos eru farnir að gefa ríkisstarfs-
mönnum frí til að spara orku. Hér er
allt í þurrki og sólin ætlar að ofgera
manni,“ segir formaðurinn sem lætur
þó ekki hitabylgjuna hafa áhrif á sig.
„Ég fer vel með mig. Fer í sjóinn og læt
hann kæla mig niður á morgnana og
sit síðan undir hlíf. Síðan drep ég tím-
ann með því að fara inn í verslanir þar
sem loftræstingin er góð. Svo er sund-
laugagarður hér þar sem er góð sund-
laug og þar syndi ég 700-800 metra á
dag.“
Guðni hefur sem betur fer sloppið
við sólbruna. „Ég er óbrunninn þrátt
fyrir allt – er brúnn og sællegur. En ég
hugsa að ég fari aldrei aftur til sólar-
landa í júní, júlí eða ágúst. Þá held ég
að ég verði bara heima,“ segir Guðni
og bætir við. „Nú sannast það sem ég
hef áður sagt að kuldinn á Íslandi er
auðlind.“
kristjan@frettabladid.is
Brúnn og sællegur í
hitabylgjunni á Rhodos
SAKNAR ÍSLENSKRAR
VEÐRÁTTU „Nú
sannast það sem
ég hef áður sagt
að kuldinn á
Íslandi er
auðlind,“
segir Guðni.
GUÐNI Á RHODOS Guðni Ágústsson er sem
stendur staddur á eyjunni Rhodos. Mikil
hitabylgja hefur gengið yfir Suður-Evrópu.
„Þeir sem búa á Rhodos eru farnir að
efast um framtíð eyjunnar og tilvist
hennar. Þeir telja að innan 100 ára verði
ekki hægt að búa á eyjunni vegna hita,“
segir Guðni. MYND/ÞÓRMUNDUR HELGASON
MUNIÐ BÍLBELTIN
P
in
U
p
.a
s
/M
a
s
s
im
o
L
e
a
rd
in
i
-
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
5
5
3
7