Fréttablaðið - 29.06.2007, Side 58

Fréttablaðið - 29.06.2007, Side 58
Á morgun hefjast Sumartón- leikar í Skálholti og standa næstu fimm vikur. Eins og áður verður hátíðahald á Skálholtsstað um helgar og á fimmtudögum. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, en meginþemað helgast af ártíð tveggja af merkari tónskáld- um barokktímans, þeirra Buxtehude og Scarlatti . Báðir eru örlagavaldar í þróun barokksins en það tímabil er einn helsti hornsteinn hátíðahalda um hásumar í Skálholti. Buxtehude átti stóran þátt í að leggja grunn að fullkomnun barokksins. Scar- latti var af síðustu kynslóð barokk- meistaranna Ítalíu, þar sem vagga hennar var. Bachsveitin í Skálholti ásamt Kati Debretzeni fiðluleik- ara flytur verk hans og föður hans, Alessandros. Ítalía og Norður-Þýskalands- svæðið á barokktímanum eru í fyrirrúmi í sumar. Fjöldi flytj- enda kemur við sögu auk Bach- sveitarinnar: Barokksveitin Nordic Affect, sönghópurinn Gríma, Marta Hrafnsdóttir alt, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari, Vibeke Astner, orgelleikari frá Danmörku, Margaret Irwin-Brandon, orgel- leikari frá Bandaríkjunum, Sigurð- ur Halldórsson sellóleikari og Jaap Schröder, fiðluleikari frá Hollandi. Við upphaf hátíðarinnar mun Helga Ingólfsdóttir minnast sam- starfs síns og Manuelu Wiesler flautuleikara sem lést í lok síðasta árs. Manuela átti gríðarstóran þátt í mótun Sumartónleika í Skálholts- kirkju fyrstu árin. Verða tónleikar til heiðurs Manuelu þar sem Kol- beinn Bjarnason flautuleikari, Guð- mundur Kristmundsson víóluleik- ari og Elísabet Waage hörpuleikari frumflytja verk eftir Þorkel Sigur- björnsson auk annars. Skálholtskvartettinn með Jaap Schröder í fararbroddi leikur verk eftir Haydn og Schubert og er það nýtt að flytja tónlist nítjándu aldar með hljóðfærum þess tíma. Ný tónverk verða frumflutt. Staðar- tónskáld eru þeir Sveinn Lúðvík Björnsson og Daníel Bjarnason. Ný messa eftir Svein Lúðvík verður flutt af Hljómeyki og nýtt verk eftir Daníel flutt af kammersveitinni Ísa- fold, sem leikur að auki verk eftir Pärt, Sciarrino, Schnittke, Boulez, Stravinsky, Xenakis og fleiri. Verk Huga Guðmundssonar, Apochrypha, fyrir mezzósópran, barokksveit og gagnvirk tölvu- hljóð verður flutt í fyrsta sinn á Ís- landi, en verkið verður frumflutt í Den Haag í Hollandi viku fyrr. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syng- ur með Nordic Affect sveitinni. Daníel Bjarnason stjórnar, en hann er einnig stjórnandi Ísafoldar. Samstarfsverkefni Sumartón- leika og austurrísku tónskálda- félaganna er samband landanna. Auk fyrirlestra verða og tónleikar með verkum eftir Werner Schulze, Helmut Neumann og Pál P. Pálsson í flutningi Graffe-strengjakvartetts- ins frá Tékklandi, Ingibjargar Guð- jónsdóttur sópran, Einars Jóhann- essonar klarinettuleikara og fleiri. Fyrirlestra halda Klaus Ager, for- seti European Composer’s Counc- il og Helmut Neumann tónskáld, sem kynnir óperu sína byggða á Sögu Borgarættarinnar eftir Gunn- ar Gunnarsson. Dagskráin í dag hefst kl. 14 með fyrirlestri Helgu. Skömmu fyrir þrjú hefst starfið í smiðjunni en stundvíslega kl. 15 eru tónleikarnir í minningu Manuelu. Skálholts- kvartettinn leikur kl. 17 og verða þeir tónleikar endurteknir á sunnu- dag kl. 15. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 17. Á liðnu hausti var stofnað Holl- vinafélag Sumartónleikanna. Á stofnfundi voru sr. Guðmundur Óli Ólafsson, Helga Ingólfsdóttir og Þorkell Helgason kjörnir heiðurs- félagar. Fram til ársins 2004 höfðu Sumartónleikarnir ekki haft form- fast skipulag. Helga Ingólfsdóttir semballeikari var listrænn stjórn- andi frá upphafi og félag um tón- listarstarf í Skálholti, Collegium Musicum, einn af aðal bakhjörl- um hátíðarinnar um nokkurt skeið. Árið 1990 var fulltrúaráð Sumar- tónleika stofnað. Voru í því fulltrú- ar þeirra aðila er stóðu að Sumar- tónleikum í Skálholtskirkju.Um mitt árið 2004 var formleg skipu- lagsskrá Sumartónleikanna sam- þykkt af dómsmálaráðuneytinu og þriggja manna stjórn skipuð. Nú skipa stjórn Sumartónleika þau Helga Ingólfsdóttir formaður sem er skipuð af vígslubiskupnum í Skálholti, Mist Þorkelsdóttir skip- uð af Listaháskóla Íslands og Drífa Hjartardóttir skipuð af mennta- málaráðherra. Sigurður Halldórsson sellóleikari er listrænn stjórnandi, en honum til halds og trausts er Halla Steinunn Stefánsdóttir framkvæmdastjóri og annast skipulag allt. Tónlistar- hátíðin þiggur fjárframlög frá ríki og kirkju sem nema um tveimur þriðju af rekstrarkostnaði. Afgang- urinn kemur frá einkafyrirtækjum, ýmsum stofnunum og sjóðum auk frjálsra framlaga frá tónleikagest- um. Að vanda heldur hátíðin úti vef- síðu og þar má finna ýmislegt efni um hátíðahaldið: www.sumarton- leikar.is SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS OG DÚNDURFRÉTTIR STÓRTÓNLEIKAR Í LAUGARDALSHÖLL Í KVÖLD, FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS TRYGGÐU ÞÉR MIÐA SEM ALLRA FYRST Á WWW.SINFONIA.IS miðaverð ::: 5.000 / 4.500 kr. Roger Waters (Pink Floyd) ::: The Wall Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Útsetningar ::: Haraldur Vignir Sveinbjörnsson Miða skal sækja í miðasölu SÍ í Háskólabíói á milli 9 og 17. Eftir klukkan 18 verður hægt að sækja miða í Laugardalshöll.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.