Fréttablaðið - 29.06.2007, Page 11

Fréttablaðið - 29.06.2007, Page 11
Fertugur maður var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmdur í þrjátíu daga skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða eina milljón króna í sakarkostnað fyrir þátt sinn í eiturefna- slysinu í sundlaug Eskifjarðar í fyrrasumar. Átján ára piltur var sýknaður. Maðurinn var stöðvarstjóri Olís á Reyðarfirði og var ákærður fyrir að hafa af gáleysi afgreitt þúsund lítra tank af ediksýru af áttatíu prósenta styrk, í hendur piltsins, í stað klórlausnar af fimmtán prósenta styrk sem dæla átti á klórtank sundlaugarinnar, og gefið piltinum fyrirmæli um að dæla efninu á klórtankinn. Þegar pilturinn dældi ediksýrunni á klórtank laugarinnar myndaðist eitruð lofttegund, klór- gas, sem smaug um allt sundlaugarsvæðið með þeim afleiðingum að á fimmta tug sundlaugar- gesta veiktist eða fékk einkenni eitrunar. Viðbúnaður vegna slyssins var gríðarlegur. Sjúkralið og læknar voru kölluð til frá Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Egilsstöðum og Nes- kaupstað. Umferð var stjórnað um þjóðvegi, hús í nágrenni laugarinnar voru rýmd og þyrlur og flugvélar voru sendar austur. Maðurinn var sakfelldur þar sem ljóst þótti að hann hefði sýnt af sér gáleysi með því að gaum- gæfa ekki merkingar tanksins áður en hann afhenti hann, sér í lagi þar sem hann vissi að tankar undir klórlausn og ediksýru eru nær eins í útliti og merkingar á þeim áþekkar. Pilturinn var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa ekki athugað merkingar tanksins áður en hann dældi á klórtank laugarinnar, þar sem hann hafði enga sérstaka ástæðu til að efast um að í tankinum væri klórlausn, eins og honum hafði verið sagt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.