Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 6

Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 6
Hentugt við grillið einnota borðbúnaður á tilboðsverði R V 62 38 A Rekstrarvörur 1982–200725ára Snæbjörn Árnason, sölumaður hjá RV Tilboðið gildir út júlí 2007 eða meðan birgðir endast. 296 kr. Pappadiskar 23cm, 50stk (20ík) 446 kr. Pappadiskar 18cm, 100stk (10ík) 356 kr. Pappadiskar djúpir 19cm, 50stk (20ík) Á tilboði í júlí 2007 Plasthnífapör, pappadiskar og plastglös Vilt þú jarðgöng til Vestmanna- eyja? Hefur þér þótt framhaldssagan um hundinn Lúkas áhugaverð? Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, hefur krafið Steinunni Valdísi Óskars- dóttur, alþingismann og formann samgöngunefndar alþingis, skýringa á orðum hennar um jarðgöng til Vestmannaeyja. Steinunn sagði í viðtali við Frétta- blaðið á miðvikudag að heilbrigð skynsemi hefði sagt fólki í gegnum tíðina að jarðgöng til Eyja væru óraunhæfur kostur. Elliði hefur jafnframt farið fram á það við Steinunni að hún biðji Vestmannaeyinga afsökunar á ummælum sínum. Steinunn Valdís er stödd í fríi úti á landi og hafði ekki séð bréf Elliða þegar Fréttablaðið náði sambandi við hana. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að það sé ekki málinu til framdráttar að bregðast við með þessum hætti. Þetta er stórt mál sem þarf að ræða af yfirveg- un.“ Elliði hefur skrifað Steinunni bréf þar sem hann biður þingmanninn um skýringar á orðum sínum. Hann fordæmir í bréfinu að formaður samgöngu- nefndar og þingmaður Samfylkingarinnar „skuli beita slíku tali í umræðu um jafn mikilvægt málefni sem varðar hagsmuni heils byggðarlags. Það er von mín að þú sjáir þér í framtíðinni fært að sýna samgöngumál- um og því fólki sem að þeim koma tilhlýðilega virðingu,“ skrifar Elliði. VBS fjárfestingarbanki hagnaðist um 1.352 milljónir króna á fyrri hluta ársins samkvæmt uppgjöri sem bankinn skilaði í gær. Hagnaðurinn jafngildir 48 prósenta ávöxtun eigin fjár á ári. „Lætur nærri að hagnaður hafi numið 10 milljónum króna á hverjum virkum degi frá því að samruni VBS og FSP hf. tók gildi um áramótin,“ segir í tilkynningu. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri VBS, segir árangurinn framar björtustu vonum, markvisst hafi verið unnið að því að auka fjölbreytni í starfseminni. Samkvæmt fyrsta hálfsársupp- gjöri sameinaðs banka nemur eigið fé rúmum 7,7 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár 48 prósent Misskilningur á útboðs- reglum og breytingar á markaðsað- stæðum ollu því að forsvarsmenn Sláturhúss Hellu hf. (SH) sóttu aldrei kvóta sem þeir fengu úthlut- að úr núllkvótaútboði á kjötvörum sem haldið var í apríl. Núllkvótinn var liður í samningi við ESB sem ætlað var að stuðla að lækkun mat- vælaverðs á Íslandi. Hann hefur ekki verið boðinn út að nýju. SH taldi sig geta boðið í undir- flokka tolla af nautakjöti og bauð því lágt verð í hakkvöru, en hátt í dýrara kjöt, til dæmis lundir. Kvót- anum var hins vegar ekki úthlutað eftir undirflokkum, heldur einung- is yfirflokkum. Eðli málsins sam- kvæmt var einungis hæstu boðum tekið. Það þýddi að boði SH, sem og öðrum lágum boðum, í hakkvöru var hafnað en hærri boðum í fínna kjöt tekið, þar á meðal boði SH í lundir. „Við skildum útboðið þannig að það ætti að bjóða í undirflokka,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, fram- kvæmdastjóri SH. Hann segir að þegar annað hafi komið í ljós hafi SH ákveðið að hætta við allt saman. „Við höfðum ekki kaupendur að því magni að okkur þætti taka því að flytja hitt kjötið inn. Það kom líka aukið framboð inn hjá okkur á þess- um tíma.“ „Menn flytja almennt inn þá vöru sem vantar á markaðinn,“ segir Guðmundur B. Helgason, ráðuneyt- isstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Hann segir það aðallega vera dýr- ari vöruna og því klárist kvótinn jafnan í dýrari vöruna. „Við höfum brugðist við því með því að hafa bara opinn tollkvóta á föstum lækk- uðum gjöldum fyrir nautahakkið til dæmis. Það fyrirkomulag hefur gefist býsna vel.“ Auk þessa 550 tonna núllkvóta, það er kvóta sem bjóða má í allt niður í núll krónur, kveður samn- ingurinn við ESB á um almenna lækkun tolla á þessar vörur um fjörutíu prósent. „Það skapar skil- yrði fyrir að hægt sé að flytja inn ótakmarkað magn fyrir utan núll- kvótann. Það hefur verið talsvert um það,“ segir Guðmundur. Þorgils gagnrýnir útboðskerfið. „Þegar maður fær kvóta úthlutað er maður ekki skuldbundinn af einu eða neinu. Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum en gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Guðmundi að ráðgjafarnefnd muni líklega fara yfir útboðsreglurnar með tilliti til þessa í haust. Misskildu útboðsreglurnar Forsvarsmenn Sláturhúss Hellu töldu sig geta boðið í undirflokka tolla af kjötvörum í núllkvótaútboði í apríl. Þegar annað kom á daginn var hætt við kaup á öllu saman þar sem markaðsaðstæður höfðu breyst. Framkvæmdastjóri segir undarlegt að það hafi engar afleiðingar að fá úthlutað kvóta en sækja hann aldrei. Lögreglan á Akur- eyri handtók karlmann um tvítugt laust fyrir miðnætti á miðviku- dagskvöld eftir að hann hafði verið í kappakstri við félaga sinn á Hörgárbraut á Akureyri. Maðurinn var á 132 km hraða. Hámarkshraði í götunni er 50 km. Félagi mannsins, sem ók samhliða þeim sem náðist, var á sama hraða; hann náði að stinga af. Lögregluna grunar hver maðurinn er og leitaði hans á Akureyri í gær. Lögreglan náði kappakstri mannanna upp á myndband. Að sögn lögreglunnar er ekki algengt að menn séu í kappakstri innan- bæjar á Akureyri. Í kappakstri á Hörgárbraut Frekari skattalækkana er hér þörf og er þar séstaklega horft til afnáms stimpilgjalds og ann- arra samkeppnishindrandi gjalda. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar á ráðstefnu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um skattalækkanir í gær. „Hluti af stjórnarsáttmálanum er afnám stimpilgjalda þegar svig- rúm gefst, eins verða skoðuð upp- greiðslugjöld og önnur samkeppn- ishindrandi gjaldtaka. Vonandi verður það fyrr en seinna á kjör- tímabilinu,“ segir Björgvin, en hann sótti ráðstefnuna og flutti lokaávarp, en ráðstefnuna opnaði Geir H. Haarde forsætisráðherra. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, sem er hluti af rannsóknarverk- efni sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson annast, var nóbels- verðlaunahafi í hagfræði, Edward C. Prescott, en hann er hagfræði- prófessor í Ríkisháskólanum í Arizona í Tempe og sérfræðingur í Seðlabankanum í Minneapolis. Fram kom í máli Prescotts að hér hafi margt áunnist í skattamálum með lækkun skatta. Hann taldi þó að enn lengra þyrfti að ganga í þeim efnum til að gera landið sam- keppnishæfara og bæta um leið lífsskilyrði. „Mér finnst gaman að gefa einkunnir og Ísland fær -A fyrir árangurinn, sem er prýð- iseinkunn,“ sagði hann í erindi sínu. Stimpilgjöldin næst Snæfellsbær hefur ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið Icelandic Glacier Product um að vatnsverksmiðja verði á Rifi. Frá þessu er greint á fréttavefn- um Skessuhorni. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir að ef allt gangi fyrir sig eins og vænta megi muni samningar nást ekki seinna en í lok næstu viku. Fjörutíu til fimmtíu starfs- menn munu starfa við verk- smiðjuna þegar hún kemst á fullt skrið en ráðgert er að fyrirtækið nái fullum afköstum á þriðja starfsári. Tugir starfa ef samningar nást

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.