Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 10

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 10
www.ss.is F íto n eh f. / S ÍA Prófaðu pastrami! Pastrami áleggið frá SS er úr nautakjöti. Þetta bragðgóða kjötálegg hæfir sérlega vel t.d. í forrétti eða smárétti og nettar rúllur með ýmsu góðgæti. Liturinn á pastrami gleður augað og fer vel á veisluborði. Bragðið er afgerandi en þó ekki ágengt. Og auðvitað hentar pastrami einnig vel í hvaða samloku sem er – frábær tilbreyting og skemmtileg viðbót við áleggsúrvalið frá SS. Ólafur Þór Guðmunds- son, rúmlega fimmtugur maður úr Hnífsdal, var í Héraðsdómi Norður- lands vestra í gær dæmdur í fjög- urra og hálfs árs fangelsi fyrir til- raun til manndráps. Hann skaut í átt að konu sinni á heimili þeirra í Hnífsdal að kvöldi 8. júní síðastlið- ins og telur dómurinn sannað að hann hafi ætlað að skjóta konuna. Hjónin höfðu rifist talsvert áður en árásin átti sér stað og fullyrti konan að maðurinn væri haldinn sjúklegri afbrýðisemi. Hann fór í bað og jós yfir hana svívirðingum en hún var lögst til hvílu í öðru her- bergi. Konunni leiddist þófið, stóð upp úr rúminu og klæddi sig í föt. Hún sagði manninum að hún vildi ekki sofa við hlið hans næstu nótt. Við það reiddist hann mjög. Hann spratt upp úr baðkarinu og óð í átt að konunni, sem lokaði dyrunum á nefið á eiginmanni sínum. Því næst fór maðurinn niður í kjallara, og þegar hann kom aftur upp hafði hann að sögn konunnar byssuna meðferðis. Hann barði á lokaða bað- herbergishurðina og eyðilagði hana áður en konan þorði ekki annað en að hleypa honum inn. Hún hélt því fram að hann hefði króað hana af inni á baðherbergi og miðað byss- unni á hana, en skrikað fótur í bleytu og hún því komist undan. Þessu mótmælti maðurinn. Sagði að hann hefði ekki haft byssuna meðferðis fyrr en seinna, og hefði þá ekki miðað á hana, heldur hún hlaupið rakleiðis fram hjá honum og niður í anddyri. Dómurinn taldi ósannað, gegn neitun mannsins, að hann hefði miðað byssunni á hana á baðherberginu, og sýknaði hann því af ákæru um að hafa ógnað konunni í greint sinn. Þegar niður var komið lenti konan í erfiðleikum með að opna læstar útidyrnar, og var enn að bisa við það þegar maðurinn kom niður, miðaði á hana byssunni og hleypti af skoti af innan við metrafæri. Konan hlaut rispur í andliti af völd- um haglanna og gataðist peysa hennar við öxl. Maðurinn bar við að um voðaskot hefði verið að ræða. Skotið hefði hlaupið af þegar hann missti byssuna í gólfið. Þann fram- burð segir dómurinn „að engu haf- andi“ og að meta verði atvik svo „að ákærði hafi ætlað sér að skjóta eig- inkonu sína“. Ásetningurinn hafi þó ekki verið einbeittur. Hann var því dæmdur fyrir til- raun til manndráps. Hann var sömu- leiðis dæmdur til að greiða konunni eina milljón króna í skaðabætur. Konan komst út og yfir til nágranna síns. Sérsveit lögreglu handsamaði manninn eftir nokk- urra klukkustunda umsátur og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi síðan. Það kemur til frádráttar refs- ingu hans. Hálft fimmta ár fyrir tilraun til manndráps Ólafur Þór Gunnarsson dæmdur fyrir að skjóta að konu sinni úr haglabyssu í Hnífsdal. Dómurinn taldi framburð mannsins um voðaskot að engu hafandi. „Ég man í fljótu bragði ekki eftir fjölmennara máli, kærðir aðilar hafa stundum verið tíu til fimmtán, en ekki svona margir,“ segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík. Hann hefur verið laganna vörður hátt í fjörutíu ár. Helgi Rafn Brynjarsson, fyrr- um meintur hundaníðingur, hefur kært 100 netverja fyrir meiðyrði, hótanir og fleira. Eiginlegur glæpavettvangur er netið, þar sem mörg hundruð hótanir og ásakanir birtust. „Aðalreglan er sú að brot skuli rannsakað þar sem það er fram- ið,“ segir Sigurbjörn. Því gæti þurft að rannsaka það í öllum landsfjórðungum, en hann efast um að svo verði. Þetta er skoðað í lögfræði- deild lögreglunnar. Erlendur Þór Gunnarsson, lög- maður Helga, bend- ir á að það gæti markað tímamót hvað varðar netið og hvað megi þar segja og ekki. „Við skoðuðum til dæmis eina síðu. Frá því að meiðandi ummæli komu fram og þangað til daginn eftir var búið að skoða hana mörg- þúsund sinnum, samkvæmt teljar- anum. Ef slíkur spjallvefur er ekki fjölmiðill, þá veit ég ekki hvað telst fjölmiðill.“ Fjölmennasta mál í sögu lögreglunnar Thomas Conklin, dómari í Kansas, og Judy, kona hans, storkuðu lögmálum stærðfræðinnar nýlega þegar þau voru bæði valin til að sitja í kviðdómi á sama degi. Þúsundir Kansasbúa koma til greina í slíka vinnu, en lögum samkvæmt skulu allir taka að sér setu í kviðdómi í Bandaríkjunum ef þeir eru kvaddir til þess. Til að kóróna ólíkindin kom síðan í ljós að réttarhöldin sem Thomas þurfti að vera viðstaddur og úrskurða um í félagi við aðra meðlimi kviðdómsins, áttu sér stað í dómsalnum sem hann dæmir alla jafna í sjálfur. Dómari og kona hans í kviðdómi Skógareldar geisa og víðtækt rafmagnsleysi plagar íbúa í sunnanverðri Evrópu vegna mikillar hitabylgju. Er þetta önnur stóra hitabylgjan á þessu svæði í sumar og hefur hitinn valdið að minnsta kosti 33 dauðsföllum í Rúmeníu. Þúsundir hektara af skógi vöxnu landi hafa orðið eldi að bráð á Ítalíu, í Búlgaríu, Makedóníu og Grikklandi. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða í mörgum til- fellum og hafa nokkrir verið hand- teknir vegna þess. Skógareldar hafa einnig geisað í Serbíu. Þrír létust í suðurhluta Grikk- lands á miðvikudagskvöld þegar eldur barst í heimili í útjaðri bæj- arins Aegio. Bjarga þurfti nokkr- um sem voru innlyksa með því að hífa þá upp í þyrlu. Gífurlegt álag er á fólki sem vinnur við slökkvis- törf á þessum svæðum og hafa flugmenn þyrlna og flugvéla sem flytja vatn á eldinn látist við störf bæði á Ítalíu og í Grikklandi. Áttræð kona lést í norðurhluta Grikklands vegna hitaslags þegar hitinn fór upp í 45 gráður. Heil- brigðisyfirvöld í Ungverjalandi segja hitann hafa flýtt fyrir dauða hundraða alvarlegra veikra sjúk- linga. Rafmagn hefur farið af stór- um svæðum á vestanverðum Balk- anskaga og hafa stjórnvöld ríkja þar beðið fólk um að takmarka notkun á loftræstingu til að spara rafmagn. Gert var ráð fyrir svalara veðri í lok vikunnar en ekkert útlit er fyrir rigningu í bráð. Hætta er á að ákveðin tegund trjáa deyi út í Úganda, að sögn vísindamanna þar í landi. Rót trésins, sem kallast omuboro, er talin örva kynhvöt manna. Trén eru því rifin upp með rótum til að fólk komist yfir ræturnar. Þar sem trén vaxa mjög hægt eru þau í útrýmingarhættu. Drykkur úr þessum rótum er mjög vinsæll í Úganda en áhrifin af honum hafa ekki verið vísindalega sönnuð. Kynlífstré í út- rýmingarhættu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.