Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 11

Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 11
Embættismenn Reykjavíkurborgar hafa enn ekki skilað inn umbeðnum gögnum til lögreglu vegna rannsóknar á meintum eignaspjöllum Kópa- vogsbæjar og framkvæmda í leyfisleysi í Heiðmörk. Skógræktarfélag Reykjavíkur kærði Kópavogsbæ og verktaka- fyrirtækið Klæðningu í febrúar- mánuði fyrir framkvæmdirnar. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu, getur engu svarað um hvort töfin kunni að vera af pólitískum orsökum. Hins vegar segir hann það rétt að hún sé óvenju mikil. Borgin tefur enn rannsókn Bæjarstjórn Garða- bæjar samþykkti í júní tillögu þess efnis að kolefnisjafna þær bifreiðir sem sveitarfélagið rekur. Erling Ásgeirsson, formaður bæjarráðs, lagði fram tillöguna. Kostnaður við að kolefnisjafna bifreið fer eftir eyðslu og árlegum akstri, en þumalputta- reglan er sú að árlega þurfi að greiða því sem nemur einni áfyllingu af eldsneyti, að því er kemur fram í tillögunni. Bæjarstjórn Garðabæjar vill með þessu stemma stigu við styrk gróðurhúsalofttegunda í and- rúmsloftinu. Kolefnisjafna bíla Garðabæjar Tveir fyrrverandi starfs- menn nautgripabúgarðs í Ástralíu þurfa á næstunni að svara til saka fyrir að hafa stolið nautgripa- gallsteinum sem geta selst fyrir allt að 20 þúsund dali kílóið, andvirði 1,2 milljóna íslenskra króna. Þjófnaðurinn uppgötvaðist í kjölfar þess að niðursveifla varð í tekjum búgarðsins. Fram- kvæmdastjóri búgarðsins, Simon Stahl, segir þjófnaðinn mikið áfall fyrir vinnustaðinn og býst við að öryggi þar verði hert. Steinarnir eru seldir til Kína þar sem þeir eru notaðir í náttúrulækningar. Stálu fokdýrum gallsteinum Vinnslustöð Vest- mannaeyja hefur sóst eftir leyfi til að byggja frystigeymslu á Eiðinu sem á að vera tilbúið fyrir loðnu- vertíðina í vetur. Jarðvegsvinna er hafin á lóðinni, þrátt fyrir að deili- skipulag sé enn í auglýsingaferli og leyfi liggi ekki fyrir um að vinnan megi hefjast. „Það á ekki að byrja að grafa fyrir húsi án þess að það séu komin formleg leyfi fyrir því að það megi vera þarna,“ segir Stefán Óskar Jónasson varabæjarfulltrúi. „Það þarf líka að bíða og fara í margar vikur í kynningu fyrir nágranna.“ Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar, segir Vinnslustöð- ina hafa leyfi til að grafa átján til- raunaholur til að kanna jarðveginn. „Þessi lóð hefur verið til í tuttugu ár og enginn hefur sótt um hana þar til nú,“ segir Gunnlaugur. „Ef niðurstaðan verður að þeir fái ekki lóðina eða deiliskipulagið verður þannig að þessu verði ekki úthlutað, þá eru þeir að gera þetta á sinn kostnað og ber að ganga frá því aftur,“ segir Gunnlaugur. Stefán segir engan vera á móti Vinnslustöðinni, en nauðsynlegt sé að fara eftir lögum. „Þetta er í aug- lýsingaferli, það passar ekki að byrja framkvæmdir áður en búið er að ákveða hvernig þetta verður,“ segir Stefán. Hefja framkvæmdir án deiliskipulags

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.