Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 20
Exista skilaði 221,4 milljóna evru
hagnaði, um 18,4 milljörðum króna,
á öðrum ársfjórðungi. Þetta var um
fjörutíu prósentum meiri hagnaður
en meðaltalsspá Glitnis og Kaup-
þings hljóðaði upp á.
Hagnaður félagsins var borinn
uppi af fjárfestingastarfsemi undir
undir þann þátt falla eignarhlutir í
Bakkavör, Kaupþingi og Sampo
Group. Þessi liður skilaði 185,5
milljónum evra en rekstrarstarf-
semi, þ.m.t. af vátryggingarekstri
og eignaleigustarfsemi, um 36 millj-
ónum evra
Á fyrri hluta ársins hagnaðist
Exista um 862 milljónir evra sem er
um 71,5 milljarðar króna. Þetta er
mesti hálfs árs hagnaður íslensks
fyrirtækis fyrr og síðar.
Arðsemi eigin fjár á síðasta fjórð-
ungi var 32 prósent á ári en sjötíu
prósent fyrir fyrstu sex mánuðina.
Rekstrartekjur fjórðungsins voru
290 milljónir evra en rúmur helm-
ingur af þeim er hlutur Existu af
áætluðum hagnaði Kaupþings og
Sampo á síðasta ársfjórðungi.
Rekstrarkostnaður og tjónagjöld
námu 40 milljónum evra á ársfjórð-
ungnum.
Eignir Existu námu 7.709 milljón-
um evra (640 milljarðar) í lok júní
og höfðu aukist um 75 prósent frá
ársbyrjun. Skýra kaup félagsins í
Sampo miklu um þennan vöxt en
Exista á nú tæpan fimmtungshlut í
finnska fjármálafyrirtækinu.
Eigið fé var komið í 2,8 milljarða
evra, um 234 milljarða, og hafði
aukist um helming á árinu. Eigin-
fjárhlutfall samstæðunnar var 36,7
prósent um mitt árið.
Hlutabréf félagsins lækkuðu um
0,63 prósent í gær en uppgjörið var
birt eftir lokun markaða.
Straumur-Burðarás fjár-
festingarbanki skilaði 7,7
milljarða króna hagnaði á
öðrum ársfjórðungi. Það
var lítillega undir spám
greiningardeilda bankanna
sem vanmátu kostnað vegna
fyrirtækjakaupa á fjórð-
ungnum.
Hagnaður Straums-Burðaráss
fjárfestingarbanka nam 94,19
milljónum evra á öðrum ársfjórð-
ungi. Það jafngildir um 7,7 millj-
örðum íslenskra króna. Til saman-
burðar var hagnaðurinn 69,16
milljónir evra á fyrsta fjórðungi
þessa árs. William Fall, forstjóri
Straums-Burðaráss, segir bank-
ann hafa aukið verulega við fjöl-
breytni í rekstri sínum. Unnið sé
að því að fá dreifðari tekjur inn í
reksturinn, auka eigi hlutdeild
vaxta- og þóknanatekna og draga
frekar úr stöðutökum í hlutabréf-
um. Þetta gerir hann ráð fyrir að
minnki verulega þær sveiflur sem
verið hafa í afkomu bankans.
Hagnaður fjórðungsins var
nokkuð lægri en greiningardeildir
bankanna höfðu gert ráð fyrir.
Meðaltalsspá þeirra hljóðaði upp á
rúmlega hundrað milljóna evra
hagnað. Tekjur voru í samræmi
við spár en munurinn stafaði af
hærri kostnaði en gert var ráð
fyrir. Hann kom að mestu til vegna
einskiptiskostnaðar sem til féll á
ársfjórðungnum.
Mikinn vöxt er að merkja á
flestum sviðum Straums. Hreinar
rekstrartekjur fjórðungsins námu
148,20 milljónum evra, samanbor-
ið við 92,51 milljón evra á fyrsta
fjórðungi ársins. Heildareignir
jukust um 1,64 milljarða evra og
námu 6,8 milljörðum þann 30. júní.
Heildarútlán jukust um 266 millj-
ónir evra. Þá hefur starfsmanna-
fjöldi bankans tífaldast á síðustu
átján mánuðum. William Fall seg-
ist ekki gera ráð fyrir eins hröðum
vexti það sem eftir er af árinu eins
og á fyrri helmingnum. Áherslan
verði nú heldur á samþættingu
þeirra félaga sem keypt voru fyrr
á árinu, eQ og Wood&Company.
„Straumur er þó í þeirri sérstöku
stöðu að eiga of mikið fjármagn úr
að spila. Eiginfjárstaða hans er
mjög rúm. Ef gott tækifæri kemur
til spilanna, eitthvað sem vit er í á
góðu verði, munum við að sjálf-
sögðu líta á það. Það er hins vegar
ekkert í pípunum eins og er.“
Fall hefur nú vermt forstjóra-
stól Straums í sjö vikur. Hann
hefur gefið út að eftir níutíu daga
í starfi verði skerping á stefnu og
framtíðarsýn bankans kynnt.
„Straumur hefur náð langflestum
þeim markmiðum sem voru sett
fyrir átján mánuðum. Nú er kom-
inn tími til að innleiða ný mark-
mið, ekki einungis fjárhagsleg
heldur einnig um aukið gagnsæi
til hluthafa og bætta þjónustu. Við
ætlum að verða leiðandi fjárfest-
ingarbanki í Norður- og Mið-Evr-
ópu. Þetta eru nauðsynleg skref til
þess.“
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ...
Citigroup hefur hækkað mark-
gengið á Kaupþingi upp í 1.500
krónur á hlutinn og mælir með
kaupum í bankanum. Þetta er um
17,5 prósenta hækkun frá fyrra
verðmati og kemur í kjölfar hálfs
árs uppgjörs Kaupþings sem var
langt umfram væntingar mark-
aðsaðila, þar á meðal Citigroup.
Miðað við verðmatið er mark-
aðsvirði Kaupþings um 1.111 millj-
arðar króna en til samanburðar
var verg landsframleiðsla síðasta
árs um 1.142 milljarðar króna
samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Í skýrslunni kemur fram að
mikill tekjuvöxtur hafi einkennt
afkomu síðasta ársfjórðungs.
Tekjur jukust um 67 prósent á
milli ára sem er mun meiri vöxtur
en sem nemur aukningu kostnaðar
á sama tíma.
Citigroup reiknar með að hagn-
aður Kaupþings verði um 90,8
milljarðar á árinu en fari upp í
98,3 milljarða á næsta ári.
Hlutabréf í Kaupþingi lækkuðu
um 0,24 prósent í gær og var loka-
gengi félagsins 1.262.
Meta Kaupþing á
við landsframleiðslu
Citigroup hækkar verðmat sitt á Kaupþingi í 1.500.
Tæpir 8 milljarðar í hús
Ellefu fruminnherjar í Actavis og
aðilar tengdir þeim fengu 233,4
milljónir evra, jafnvirði 19,3 millj-
arða króna, þegar Novator gekk
frá greiðslu kaupverðs vegna yfir-
töku á félaginu. Til þessa hóps
teljast forstjóri, aðstoðarforstjóri,
framkvæmdastjórar og stjórnar-
menn auk tengdra félaga og
maka.
Beinir eignarhlutir fruminn-
herja námu 109,5 milljónum evra
eða 9.086 milljónum króna. Hlutur
forstjórans og stjórnarmannsins
Róberts Wessman nam þar af
2.966 milljónum króna. Róbert er
jafnframt eigandi að eignarhalds-
félaginu Aceway Ltd. sem fékk
um 9.234 milljónir króna fyrir
sinn snúð. Alls fékk Róbert því um
12,2 milljarða króna við yfirtöku
Novators á Actavis.
Eignarhlutur Guðbjargar Eddu
Eggertsdóttur, framkvæmda-
stjóra sölu- og markaðssviðs, gaf
henni rúma 2,2 milljarða króna við
söluna. Sindri Sindrason, stjórnar-
maður og fyrrum forstjóri Pharm-
aco, fékk um það bil 1,9 milljarða.
Flestir framkvæmdastjórar
félagsins eiga kauprétt að hluta-
bréfum í Actavis og nemur ónýtt-
ur réttur tæpum átta hundruð
milljónum króna miðað við til-
boðsverð Novators og gengi evr-
unnar.
Árni Harðarson hjá Actavis
reiknar með því að Novator ákveði
það eftir helgi hvernig gengið
verði frá ónýttum kaupréttum.
Hann segir að flestir þessara
kauprétta séu nýtanlegir í nóvem-
ber næst komandi.
Róbert Wessman
fékk 12,2 milljarða
Bakkavör hagnaðist um 3,2 millj-
arða króna eftir skatta á fyrri
helmingi árs. Hagnaður félagsins
jókst um tuttugu og sjö prósent sé
miðað við sama tímabil í fyrra.
Bakkavör hagnaðist um tvo millj-
arða króna á öðrum ársfjórðungi.
Ágúst Guðmundsson forstjóri
segir krefjandi viðskiptaum-
hverfi, afleitt veðurfar í Bretlandi
og innköllun varnings fyrr á árinu
hafa haft áhrif á rekstur Bakka-
varar fyrstu sex mánuði ársins.
„Þegar á heildina er litið jókst sala
félagsins samt sem áður umfram
breska matvælamarkaðinn.“
Heildarvelta Bakkavarar fyrstu
sex mánuði ársins nam 90,2 millj-
örðum króna.
Hagnaður Bakkavarar
3,2 milljarðar króna
Hagnaður hins færeyska Eik banka
nam tæpum 2,3 milljörðum
íslenskra króna á fyrri helmingi
árs. Um er að ræða rétt rúma þrjá-
tíu prósenta hagnaðaraukningu sé
miðað við sama tímabil í fyrra.
„Þetta er methagnaður. Við höfum
vaxið gríðarlega á þessu ári, bæði í
Danmörku og í Færeyjum. Þá hafa
fjárfestingar okkar á Íslandi og í
Danmörku skilað góðum hagnaði,“
sagði Marner Jacobsen forstjóri.
Fram kemur í tilkynningu frá Eik
banka að vænta megi rúmlega 3,7
milljarða hagnaðar fyrir árið í heild.
Þá segir að árið 2007 verði lengi í
minnum haft innan félagsins, enda
hafi Eik banki verið skráður tví-
hliða á markað í Danmörku og á
Íslandi fyrr á árinu.
Gott uppgjör
í Færeyjum
Exista hf. slær
hvergi slöku við
Mesti hálfsárs hagnaður íslensks fyrirtækis.