Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 22

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 22
greinar@frettabladid.is Undanfarnar vikur höfum við fylgst með óhefðbundnum aðgerðum um það bil 30 manna hóps gegn álverum og ýmsu fleiru, með dyggri aðstoð sumra fjölmiðla. Í sumum tilvikum höfum við einnig hlýtt á viðtöl við talsmenn hópsins. Þar hefur meðal annars ítrekað komið fram að mótmæli gegn álver- um snúist um að ál sé notað til vopnafram- leiðslu og í „hernaði“. Nú vitum við auðvitað öll að ál er notað til ótal margra hluta, til dæmis í matvæla- og lyfjaiðnaði, í bíla, skip, flugvélar, ljósastaura, hljómflutnings- tæki, myndavélar, úðabrúsa, farsíma… og þannig mætti afar lengi telja. Ætla verður að mótmælend- urnir fyrrnefndu takmarki af fremsta megni eigin notkun á öllu sem áli tengist. Hvað vopnaframleiðsluna varðar þá vitum við hins vegar líka öll að þar koma ýmis efni og aðrar bjargir til sögunnar en ál. Þess má til dæmis geta að íslensk hugbúnaðarfyrirtæki hafa þróað hugbúnað samkvæmt samningum við bæði breska og banda- ríska herinn. Gott ef norski herinn átti ekki einhvern tímann samstarf við íslenska framleiðendur hlífðar- fatnaðar. Allt er þetta gott og blessað. Þarna er um að ræða arðbær viðskipti við bandamenn, ríki sem við höfum áratugum saman starfað með í varnarbandalagi og höfum átt við beint samstarf um varnir Íslands. Eða hvað? Geta þessi hugbúnaðarfyrirtæki átt von á málningarslettum á sín húsakynni? Að starfsemi þeirra verði trufluð þar til fjölmiðlar hafa náð að mynda uppákomurn- ar? En hvað þá með aðra aðila sem hafa framleitt varning sem hermenn og jafnvel hershöfð- ingjar nota? Ætli bandarískir hermenn hlusti á Björk? Ætli sovéskir hershöfðingjar hafi jafnvel sporðrennt íslenskri saltsíld áður en haldið var með skriðdrek- ana inn í Búdapest eða Prag? Hver er þá samviska fólksins sem saltaði hér síldina niður í tunnur? Hvað ef jafnvel vopnaframleiðendur, til dæmis í Svíþjóð, borða fisk? Getum við þá verið að veiða hann og selja þangað út? Er kannski orðið tímabært að fjölmiðlar fari að hlífa okkur við þessum málflutningi? Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Vopnasalar borða líka fisk Þótt Stefán Ólafsson prófessor hafi verið iðinn að safna gögnum um tekjuskiptingu, hafa honum verið mislagðar hendur um úrvinnsluna. Skömmu fyrir síðustu þingkosningar hélt hann því til dæmis fram með skírskot- un til svokallaðra Gini-stuðla, sem mæla ójafna tekjuskiptingu, að ójöfnuður hefði aukist hér langt umfram Norðurlönd og væri orðinn eins mikill og á Bretlandseyjum. En hann hafði reiknað Gini-stuðulinn fyrir Ísland rangt út. Hann átti að sleppa söluhagnaði af hlutabréf- um, eins og gert er í alþjóðlegum samanburði, til dæmis í nýlegri skýrslu Evrópusambandsins. Tekjuskipting er hér svipuð og annars staðar á Norðurlöndum. Um svipað leyti kvartaði Stefán undan því, að fjármagnseigendur greiddu aðeins 10% skatt af tekjum sínum, en launþegar hátt í 40%. Þetta er líka rangt. Fjár- magnseigendur greiða í raun 26,2% af tekjum sínum (fyrst 18% tekjuskatt fyrirtækja, síðan 10% fjármagnstekjuskatt af arði út úr fyrirtækinu). Þar eð skattleysis- mörk eru 90 þúsund krónur á mánuði, greiða launþegar misjafnlega hátt hlutfall af tekjum sínum: Aðili með 90 þúsund króna mánaðartekjur greiðir í raun 0% tekjuskatt; aðili með 180 þúsund krónur greiðir 18% (0% af fyrstu 90 þúsund krónunum og 36% af því, sem umfram er) og svo framvegis. Vegna skattleysismarkanna kemst enginn alveg upp í 36%. Þriðja reikningsskekkja Stefáns var, þegar hann fullyrti, að tölur norrænu tölfræðinefndarinnar um lífeyristekjur í nýlegri skýrslu væru rangar. Samkvæmt þeim voru lífeyristekjur á mann á Norðurlöndum að meðaltali hæstar á Íslandi árið 2004. Stefán benti hróðugur á, að samkvæmt sömu skýrslu væru lífeyris- greiðslur á mann á Norðurlöndum að meðaltali næstlægstar á Íslandi. Hann gáði ekki að því, að fyrri talan var um lífeyristekjur á hvern lífeyrisþega, en seinni talan um lífeyrisgreiðslur á hvern mann á lífeyrisaldri. Á Íslandi tóku 26 þúsund manns lífeyri árið 2004, en 31 þúsund manns voru á lífeyrisaldri. Það breytir miklu, hvort deilt er í tölu með 26.000 eða 31.000. Margt er þó hnýsilegt í gögnum Stefáns. Hann birtir til dæmis á heimasíðu sinni töflur um þróun tekjuskiptingar frá 1995 til 2004. Þar greinast skattgreiðendur í tíu jafnfjölmenna tekjuhópa. Samkvæmt gögnum Stefáns hafa kjör allra tekjuhópa batnað, en kjör hinna tekjuhæstu þó talsvert örar en hinna tekjulægstu. Hér reiknar Stefán líklegast ekki rangt. En þótt kjör hinna tekju- lægstu hafi ekki batnað hér eins ört og hinna tekjuhæstu, skiptir það minna máli en hitt, að kjör hinna tekjulægstu á Íslandi hafa batnað miklu örar en kjör hinna tekjulægstu að meðaltali í aðildarlöndum Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD. Kjör 10% tekjulægsta hópsins hafa hin síðari ár batnað að meðaltali hér um 2,7% á ári, en um 1,8% í löndum OECD. Annað er merkilegt í gögnum Stefáns. Árið 2004 var munur á tekjum 10% tekjulægsta hópsins fyrir og eftir skatt um 100 þúsund krónur á hvern aðila (hjón og sambýlisfólk). Munurinn á tekjum 10% tekjuhæsta hópsins fyrir og eftir skatt var hins vegar um fjórar milljónir króna. Með öðrum orðum námu beinar skatttekjur af tekjulægsta hópnum um 100 þúsund krónum á hvern aðila, en af tekjuhæsta hópnum um fjórum milljónum króna. Um sex þúsund manns voru í hverjum tekjuhóp, svo að 10% tekjulægsti hópurinn lagði samtals fram um 600 milljónir króna í almannasjóði, en 10% tekjuhæsti hópurinn um 24 milljarða króna (en það var 2004 röskur fjórðungur af heildartekj- um hins opinbera af tekjuskatti). Á þessu sést vel, hversu mikil- vægt efnafólk er. Það leggur miklu meira í almannasjóði. Hugsum okkur, að þessir tíu tekjuhópar yrðu skyndilega ellefu og við bættist hópur með jafnháar tekjur að meðaltali og tekjuhæsti hópurinn (Mónakó yrði til dæmis sýsla á Íslandi). Þá myndu tekjur hins opinbera í einu vetfangi aukast um 24 milljarða króna. En það væru aðeins fyrstu áhrifin. Margt myndi síðan bætast við. Ríkt fólk notar ráðstöfunarfé sitt eftir skatt ýmist til fjárfestingar eða neyslu. Það sem rennur til fjárfestingar hleypir fjöri í atvinnulífið. Bankar lána út fé, og fyrirtæki eru stofnuð. Það sem efnamenn nota í neyslu hefur einnig sín áhrif. Hús hækka í verði, bílar seljast betur, veitinga- hús fyllast. Við þetta batna kjör almennings, og hagur ríkissjóðs vænkar. Jafnaðarmenn, sem vilja öflugt velferðarríki, ættu því að fagna, ef og þegar ríkum Íslend- ingum fjölgar. Það gerist með auknu atvinnufrelsi, ekki síst skattalækkunum. Fleira ríkt fólk! R atsjárstofnun hefur í tvo áratugi annast einn þátt loft- varnareftirlits með mjög öflugu ratsjárkerfi. Starfsem- in hefur verið snar þáttur í vörnum landsins. Banda- ríkjamenn hafa greitt rekstrarkostnaðinn. Um miðjan næsta mánuð heyrir kostun þeirra á verkefninu hins vegar sögunni til. Hér eru því nokkur tímamót. Þau vekja eðlilega upp ýmsar spurningar um stefnu stjórnvalda í varnarmálum. Hversu mikil umsvif eru til að mynda nauðsynleg af Íslands hálfu til þess að full- nægja varnarsamningnum við Bandaríkin og aðildarsamningnum að Atlantshafsbandalaginu? Segja má að allir grundvallarþættir varnarstefnunnar séu skýrir. En um það sem snýr að eigin umsvifum á þessu sviði og stjórnsýslu er eitt og annað enn óljóst. Utanríkisráðherra sagði snemma sumars að ýmsir ættu ugglaust eftir að hrökkva í kút þegar kostnaðartölur þar að lútandi birtust á haustdögum í fjárlagafrumvarpi. Það vekur þá spurningu hvort fjárlögin eru réttur vettvangur til þess að birta í fyrsta sinn þá stefnu sem Ísland ætlar að framfylgja varðandi einstök verkefni og umsvif í varnarviðbúnaði. Þarf ekki stefnumótun þar um að liggja fyrir með rökstuddu mati á nauðsyn- legri starfsemi? Er ekki eðlilegt að sjálfstæð umræða fari fram um þá stefnumótun? Ratsjárkerfið hér er vissulega hlekkur í starfsemi af því tagi sem teygir sig frá Evrópu til Norður-Ameríku. Brottför Bandaríkjahers bendir hins vegar til þess að bandarísk stjórnvöld telji ekki þörf á þessu eftirliti hér eins og sakir standa. Hafi annað komið fram liggur það ekki opinberlega fyrir. Danir lokuðu ratsjárstöð í Færeyjum. Gilda önnur sjónarmið þar? Ekki er ólíklegt að svo sé. Eigi að síður þarf í því falli að gera skilmerkilega grein fyrir því. Þó að hér sé um veigamikla starf- semi að ræða er rétt að taka ákvarðanir um framhald hennar í víðu samhengi og með skýrum rökum. Eðlilegt er að upp komi spurningar um það hvort þetta ratsjáreftirlit á alfarið að vera á hernaðarlegum forsendum eða hvort borgaralegir hagsmunir almannavarna eigi eða geti tengst því. Er unnt að sinna verkefninu með minni kostnaði? Loftvarnareftirlit er rekið til þess að koma í tíma auga á ástand sem bregðast þarf við. Hverjir munu taka slíkar ákvarðanir? Íslensk stjórnvöld eða hernaðaryfirvöld innan Atlantshafsbandalagsins? Rétt er og mikilvægt að gera grein fyrir þeim ákvarðanaferli til þess að fá samhengi í nauðsyn eftirlitsins. Mikilvægt er að stjórnsýsla á þessu sviði verði vönduð og byggi á skýrum heimildum. Á hún að vera óbreytt eða kallar hún á breyt- ingar? Er þörf á sérstökum lögum um hernaðarlega starfsemi á vegum ríkisins? Hvernig á að byggja upp íslenska sérþekkingu á þessu sviði og lýðræðislegan samráðsvettvang? Varnir landsins eru meðal mikilvægustu viðfangsefna á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en haldið hafi verið á þeim málum af yfirvegun og festu eftir að þau komu með skyndilegum hætti í fangið á íslenskum stjórnvöldum. Meðan varnarmálin voru alfarið á herðum Bandaríkjamanna lutu efnislegar umræður um þau fyrst og fremst að milliríkjasamn- ingum þar að lútandi. Kostnaðurinn var ekki áhyggjuefni. Nú eru þessi mál í okkar höndum. Það kallar á opna opinbera umræðu um einstök viðfangsefni, stefnumótandi ákvarðanir og kostnaðarmat. Önnur nálgun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.