Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 34
BLS. 8 | sirkus | 27. JÚLÍ 2007
„Við erum að flytja þar sem Hermann
var að skipta um klúbb og höfum
keypt hús í Poole, litlum strandbæ við
suðurströnd Englands. Næst á dag-
skrá er að koma okkur fyrir,“ segir
Ragna Lóa Stefánsdóttir eiginkona
knattspyrnumannsins Hermanns
Hreiðarssonar. Hermann á að baki
farsælan knattspyrnuferil en hann
hefur starfað sem atvinnumaður á
Englandi frá árinu 1997. Nú hefur
hann verið keyptur frá Charlton til
Portsmouth og Ragna Lóa er himin-
lifandi með nýja liðið. „Þetta er allt í
vinnslu og það er alltaf erfitt að skilja
við vini og flytja burt. Það er skugga-
hliðin á lífi knattspyrnumannsins. Við
þurfum að pakka öllu niður og flytja
þangað sem hann er seldur. Mér líst
mjög vel á Poole, þetta er skemmtileg-
ur og líflegur strandbær og það verð-
ur gaman að upplifa þá menningu í
Englandi. Portsmouth er líka spenn-
andi kostur því þjálfarinn, Harry Red-
knapp, sem er hálfgerð þjálfaragoð-
sögn hér í Englandi, er búinn að vera
á eftir Hermanni í mörg ár og hefur nú
loksins tekist að negla hann svo það
eru spennandi tímar framundan,“
segir Ragna Lóa brosandi.
Tvístígandi í fyrstu
Ragna Lóa og Hermann eiga saman
tvær dætur en Ragna Lóa átti tvö börn
fyrir. Þegar Hermanni bauðst að fara
út að spila ákvað Ragna Lóa að vera
heima á Íslandi fyrst um sinn. „Hann
bjó úti í heilt ár áður en við komum út
til hans. Við vildum fara hægt í sak-
irnar og vorum því í fjarsambandi til
að flana ekki að neinu. Þegar við sáum
að allt gekk að óskum ákvað ég að
flytja til hans. Ég var mjög tvístígandi
í fyrstu en ástin er öllu yfirsterkari,“
segir Ragna Lóa og bætir við að börn-
um hennar og Hermanni hafi ávallt
komið vel saman. Í dag eru elstu börn-
in flutt aftur heim til Íslands og eyðir
Ragna Lóa því miklum tíma á Íslandi.
„Ég rek eiginlega tvö heimili, eitt hér
og annað úti og yfirleitt er ég hérna
yfir sumarið og kem öðru hvoru yfir
veturinn,“ segir Ragna Lóa sæl með
lífið og tilveruna. Aðspurð segist hún
ekki hafa þurft að fórna eigin frama
fyrir Hermann, hún hafi sjálf átt sinn
knattspyrnuferil á sínum tíma og eigi
marga titla í farteskinu, bæði sem
leikmaður og þjálfari. Hún geri það
sem henni langi til að gera og sé til að
mynda í fjarnámi frá Kennaraháskóla
Íslands. „Ég myndi elta hann til Kína,
það væri ekki málið. Ferðalög eru
hluti af fjölskyldunni og við förum
þangað sem atvinnan kallar. Ég lifi
mjög skemmtilegu lífi og hef það alveg
hrikalega gott, get ferðast mikið og
hef nógan tíma fyrir börnin mín og
manninn. Ég var búin að mennta mig
áður en við fórum út og er að mennta
mig enn frekar og er fullkomlega
sátt.“
Njótum þess að vera til
Aðspurð hvort eitthvert sannleiks-
gildi sé í sjónvarpsþáttunum Foot-
baller’s Wives segir hún svo vera.
„Auðvitað er hægt að finna þessar
týpur hvar sem er og ég á vini sem lifa
svona lífi. Það er samt ekkert endilega
fólk í fótboltaheiminum heldur líka
viðskiptamenn og aðrir sem hafa
áhuga á þessu innantóma lífi þar sem
allt snýst um peninga, útlit og
skemmtanir. Hins vegar eru mun fleiri
sem lifa þessu eðlilega fjölskyldulífi.“
Hinn týpíski dagur í lífi Rögnu Lóu
hljómar afar vel og það er greinilegt
að samverustundir fjölskyldunnar
eru í fyrirrúmi. „Dagurinn byrjar á því
að ég fer með stelpurnar í skólann
sem getur tekið langan tíma, fer eftir
umferð. Svo sinni ég heimilinu og
hugsa um heilsuna. Eins og flestir vita
hef ég alltaf verið mikið fyrir íþróttir
og er dugleg að hlaupa og æfa í rækt-
inni og svo hef ég einnig verið dugleg
að sækja þjálfaranámskeið hjá Knatt-
spyrnusambandi Íslands og hef áhuga
á að starfa því tengt í framtíðinni.
Hermann kemur svo heim í síðasta
lagi um tvöleytið og þá erum við að
dúlla okkur saman það sem eftir lifir
dagsins og njóta þess að vera til. Við
lifum ótrúlega afslöppuðu lífi fyrir
utan fótboltann og eyðum miklum
tíma saman.“
Ragna Lóa á í engum erfiðleikum
með að lýsa Hermanni og lýsingarorð
eins og frábær og heiðarlegur koma
fyrst upp í huga hennar. „Hann er
alveg frábær eiginmaður og félagi,
traustur og heiðarlegur og bara alveg
ótrúlega skemmtilegur og góður
faðir,“ segir hún og stoltið leynir sér
ekki. Þegar hún er beðin um að lýsa
sjálfri sér hugsar hún sig um. „Ég
myndi segja að ég væri lífsglöð og
traustur vinur vina minna. Það borg-
ar sig samt ekkert að styggja mig. Ég
er mjög gestrisin og hef gaman af því
að taka á móti fólki, húsið mitt er allt-
af opið. Síðast en ekki síst er ég afar
hamingjusöm og mjög ástfangin,“
segir hún og brosir.
Munum alltaf hafa gaman af
lífinu
Ragna Lóa segir að frægð Hermanns
aukist með hverju árinu. Honum hafi
tekist að skapa sér góðan orðstír og sé
orðinn einn af þekktustu varnar-
mönnum Englands. „Hermann er
þessi týpa sem er allstaðar vel liðinn.
Það fer allstaðar gott orð af honum og
fjölmiðlar hafa aldrei haft neitt nei-
kvætt um hann að segja. Hann gefur
Í FJARBÚÐ
Í HEILT ÁR
RAGNA LÓA STEFÁNS-
DÓTTIR er eiginkona knatt-
spyrnumannsins Hermanns
Hreiðarssonar. Ragna Lóa er
alsæl með lífið og tilveruna og
segist myndu elta Hermann til Kína. Fjölskyldan er að koma
sér fyrir í litlum strandbæ í Bretlandi og framtíðin er björt. RAGNA LÓA „Ég lifi mjög skemmtilegu lífi og hef það alveg hrikalega gott, get ferðast mikið og hef nógan tíma fyrir börnin mín og
manninn. Ég var búin að mennta mig áður en við fórum út og er að mennta mig enn frekar og er fullkomlega sátt.“ MYND/ANTON
„HANN ER ALVEG FRÁ-
BÆR EIGINMAÐUR OG
FÉLAGI, TRAUSTUR OG
HEIÐARLEGUR OG BARA
ALVEG ÓTRÚLEGA
SKEMMTILEGUR OG
GÓÐUR FAÐIR.“
FLOTTUR GÆI Hemmi Hreiðars er í ótrúlega góðu formi eins og atvinnumanna er siður.