Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 40
 27. JÚLÍ 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið ferðahelgin Lax penslaður með ólífuolíu og engiferrót.Ljúffengt lambafillet að hætti Rúnars. Rúnar Gíslason kokkur segir tiltölulega einfalt að grilla góðan mat. Nú þegar verslunarmannahelgin er framundan er tilvalið að taka fram grillið, hvort sem maður ætlar að hafa það með í ferðalagið eða hafa það náðugt heima hjá sér um helgina. Maður þarf ekki að vera neinn meistarakokkur til að grilla góm- sæta rétti og satt best að segja er það tiltölulega auðvelt, ef marka má matreiðslumanninn Rúnar Gíslason hjá Kokkunum veislu- þjónustu, sem hefur meðal ann- ars getið sér góðs orðstírs fyrir grilluppskriftir fyrir Hagkaup. „Ég ákvað að setja saman fjóra góða grillrétti, byggða á grillrétt- um fyrir Hagkaup og sem tiltölu- lega auðvelt er að búa til, þótt myndirnar gefi annað til kynna en það má helst rekja til framsetning- ar,“ útskýrir Rúnar. „Staðreyndin er sú að réttirnir eru samansettir úr algjörum grunnhráefnum. Yf- irleitt eru ekki fleiri en fimm at- riði í hverri uppskrift.“ Til marks um það bendir Rúnar á að meginuppistaðan í kjúklinga- rétt, einum hinna fjögurra rétta, sé kjúklingur, barbeque-sósa og mango chutney. Sömu sögu sé að segja um lambafillet, þar sem megin uppistaðan er ólífuolía, hvítlaukur, salt og pipar, fyrir utan kjötið sjálft. Uppistað- an í laxrétt er lax penslað- ur með ólífuolíu, bland- aðri með niðurrifinni engiferrót. Hvítlauk og chili megi alltaf bæta út í til að skerpa bragðið. „Það er nær engin fita í réttunum enda skiptir máli að hafa fersk og góð hráefni, sem nýta má sem best í matargerð,“ bendir Rúnar jafnframt á. „Þá er ekki verið að flækja hlutina.“ Fjórði og síðasti rétturinn er reyndar ekkert sérstaklega fitu- skertur, en alveg ofboðslega góður að sögn Rúnars. Það eru kókosboll- ur sem eru grillaðar ofan á berja- blöndu í eldföstu móti og tilvalið að bera fram með vanilluís, sem bráðnar ofan á gotteríinu. Sann- kölluð rúsína í pylsuendanum. roald@frettabladid.is Allar uppskriftir eru fyrir fjóra: KJÚKLINGUR: 800 gr kjúklingabringur. Grilllögur 2 dl BBQ-sósa. 5 msk. Geetas mango chutney. Aðferð: Marinerið bringurnar í legi í einn til tvo tíma. Grillið á hefbundinn hátt, um það bil átta mínútur á hvorri hlið. Gott að pensla aðeins í lokin með restinni af leginum. Meðlæti: Gott að bera fram með grilluðum kartöflusneiðum, súkíni og tómötum. LAMBAFILLET: 1,2 kg lambafillet m/fitu. Grillmarinering: 2 dl ólífuolía. 4 stk. hvítlauksgeirar. salt og pipar eftir smekk. Aðferð: Búið marineringu til úr ólífuolíu og fínt söxuð- um hvítlauksgeirum og salti og pipar eftir smekk. Látið lambið marinerast í þessu í einn til tvo tíma. Grillið með fituna niður, fyrst í um það bil tíu mínútur á fitu hliðinni og sex mínútur á hinni. Meðlæti: Gott að bera fram með kartöflusalati með ólífuolíu, fersku salati og kaldri sósu. LAX: 900 gr laxaflök. Marinering: 2 dl ólífuolía. 50-70 gr engiferrót (rifin niður). salt og pipar eftir smekk. Aðferð: Blandið marineringu saman. Penslið lax og grillið á roði, fyrst í um það bil þrjár mínútur á hvorri hlið. Meðlæti: Gott að bera fram með grillaðri sætri kartöflu og aspas. KÓKOSBOLLU EFTIRRÉTTUR: 300 - 400 gr berjablanda, til dæmis jarðarber, bláber og hindber. 100 gr rjómasúkkulaði. 2 stk. kókosbollur. Aðferð: Skerið niður rjómasúkkulaði og stráið yfir berjablöndu. Skerið niður kókos- bollur og setjið yfir réttinn. Bakið svo á grilli. Hægt að borða eitt og sér eða með ís. Kókosbollur á berjablöndu. Kannski ekkert ofboðslega hollar, en rosalega góðar að sögn Rúnars. Auðveldara en það sýnist Tiltölulega einfalt er að elda kjúkling. Rúnar Gíslason kokkur segir mikilvægt að hafa grillið vel heitt í upphafi, sérstaklega þegar grilla á fisk svo hann festist ekki við grillið. Í því samhengi skiptir líka máli að vera búinn að pensla grillið með olíu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.