Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 44
 27. JÚLÍ 2007 FÖSTUDAGUR10 fréttablaðið ferðahelgin NÁTTÚRUPERLAN ÞAKGIL er á Höfðabrekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands um 14 kílómetra frá þjóðveginum. Gilið er ægifagurt og þar er mikil veðursæld. Til að komast að Þakgili er beygt út af þjóðveginum við Höfðabrekku um fimm kílómetrum austan við Vík. Ekið er sem leið liggur inn á heiðar, eftir vegi sem var þjóðvegur númer 1 til 1955, þar til komið er að skilti sem bendir inn í Þakgil. Vegurinn inn í Þakgil er fær öllum bílum og er leiðin mjög falleg. Þar ber meðal annars fyrir augu hrikalegar sandsteinamyndanir sem meðal annars voru notaðar sem bakgrunnur í kvikmyndinni Astrópía, sem kemur út innan skamms. Á svæðinu kringum Þakgil eru margar gönguleiðir við flestra hæfi. Tjald- svæði, snyrting og sturta eru á staðnum. Í gilinu er náttúrulegur hellir sem þjónar sem eins konar matsalur með borðum og grillum. Nánari upplýsingar um svæðið má finna á www.thakgil.is eða www.vik.is. Veitingastaðirnir við veginn GISTIHÚSIÐ EGILSSTÖÐUM Húsakynni Gistihúss Egilsstaða eru einkar glæsileg. Umhverfið er ekki síður fallegt en húsið er á bökkum Lagarfljóts um 300 m frá þéttbýlinu á Egilsstöðum. Róm- antík og gamlar hefðir eru hafðar í öndvegi á gistiheimilinu á meðan ferskir vindar blása um veitingastaðinn. Meðal aðalrétta má nefna grænmetistortillur með fersku salati, jarðarberjum, furu- hnetum og hvítlaukssósu, og að sjálfsögðu Egilsstaðanaut með strengjabaunum og kirsuberjatómötum. ÞRASTALUNDUR Þrastalundur er þægilegur veitingastaður sem býður upp á yfirvegað andrúmsloft í sannkallaðri náttúru- paradís við árbakka Sogsins. Áhersla er lögð á góða þjónustu og góðan mat en auk fjölbreytts matseðils er boðið upp á rétti dagsins alla virka daga í hádeginu. Fyrir þá sem ekki vilja missa af fyrsta leik tímabilsins í enska boltanum þá sýnir Þrastalund- ur alla leiki beint, þar með talið leikinn um góðgerðaskjöldinn sem fram fer sunnudaginn 5. ágúst. HALASTJARNAN Í ÖXNADAL Halastjarna er við þjóðveg 1 í um 20 mínútna akstri frá Akureyri. Leitast er við að bjóða gest- um upp á fallegan og góðan mat í skemmtilegu umhverfi. Mat- seðillinn er breytilegur frá degi til dags og innihald miðast við hvað er mest spennandi og ferskast á fiskimarkaðnum, í mat- jurtagarðinum, náttúrunni og hjá slátraranum. Veitingahús- ið tekur um 25 manns og er opið flesta daga frá kl. 12.00 yfir sumarið. Halastjarnan stendur á jörðinni Hálsi í Öxnadal undir Hraundröngum og mjög skemmtileg og vinsæl gönguleið er frá Halastjörnu upp að Hraunsvatni. RÁIN Í KEFLAVÍK Ráin er einn af þekktari veitingastöðum Kefla- víkur. Eins og Suðurnesjamönnum sæmir er sjávarfang fyrirferðar- mikið á matseðlinum og er staðurinn rómaður fyrir hvítlauksristaða humarhala sína. Fyrir þá sem vilja heldur leita til fjalla eftir mat er ekki úr vegi að panta purusteikt lambafille með hunangssteiktu grænmeti og bakaðri kartöflu. INGÓLFSSKÁLI Í EFSTALANDI Ef þú vilt upplifa sannkallaða víkingastemningu þá er Ingólfsskáli í Efstalandi í Ölfusi málið. Skál- inn er í víkingastíl og matur að hætti landnemanna. Reykt hangi- kjöt, silung, síld, harðfisk og rúgbrauð má fá í forrétt, lambasteik eða kjúkling í aðalrétt, og skyr og bláber eru vinsælir eftirréttir. Hægt er að panta bjór og hornasnafs með matnum. NARFEYRARSTOFA Í STYKKISHÓLMI Narfeyrarstofu við Að- algötu 3 í Stykkishólmi (við hlið gömlu kirkjunnar) er boðið upp á ferskan afla úr Breiðafirði. Þar á meðal humar, rauðsprettu og skötusel. Af eftirsóttum réttum má nefna hörpuskel, þorsk, reyktan svartfugl, léttsoðið egg í brauðbollu með salati og fiskisúpu byggða á soði af humarskeljum, trjónukrabba og fiski, sem hefur notið samfelldra vinsælda frá upphafi. HÓTEL HÖFÐABREKKA Vinalegt sveitahótel í um fimm kíló- metra fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Á hótelinu eru 62 tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi og að auki eru heitir pottar fyrir utan hótelið. Veislusalurinn tekur yfir 200 manns í sæti og getur stað- urinn boðið upp á hvort sem er veisluhlaðborð eða þriggja rétta kvöldverð. Á svæðinu við hótelið er auðvelt að finna eitthvað við að vera. Þar eru veiðivötn, boðið er upp á fjórhjólaferðir í fjörunni og jeppaferðir upp á afrétt. Í grenndinni er einnig níu holu golfvöllur auk þess sem mikið er um fallegar gönguleiðir í umhverfinu. Mýr- dalsjökull er ekki fjarri en þangað er hægt að fara í göngu- og eða sleðaferðir. CAFÉ RIIS Strandamenn eru þekktir fyrir fjölkynngi sína og það virðist koma kokkunum á Café Riis að góðum notum í eldhúsinu. Veitingastaðurinn, sem er á Hólmavík, býður upp á fjölbreyttan matseðil í skemmtilegu húsi sem byggt var árið 1897. Þegar kvölda tekur um helgar færist svo fjör í leikinn enda er Café Riis opið til 03.00 föstudaga og laugardaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.