Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 46

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 46
 27. JÚLÍ 2007 FÖSTUDAGUR12 fréttablaðið ferðahelgin Tjaldsvæðið í Skaftafelli er skemmtilegt og hentar jafnt fyrir húsbíla, fellihýsi, tjaldvagna og svo hin venjulegu tjöld sem orðin eru í minni- hluta á tjaldsvæðum. Skaftafell er vinsæll áfangastaður ferðalanga, bæði erlendra og innlendra. Þar er skemmtilegt tjald- svæði sem býður upp á marga möguleika. Að sögn Hafdísar Roysdóttur, einnar af fjórum þjóðgarðs- vörðum, hefur hlutfall húsbíla og fellihýsa aukist mjög undanfarin ár og telur hún að fólk sem not- ist við venjuleg tjöld séu nú komin í tæpan minni- hluta gesta. Tjaldbúðarmenningin breytist óneit- anlega þegar svo er, og þurfa nútíma tjaldstæði að bjóða upp á ýmsa nýja þjónustu. „Við erum nýkom- in með rafmagn; átta rafmagnsstaura og sex tengla í hverjum staur fyrir alla þá sem þurfa rafmagn. Fólk spyr mikið um hvernig það getur losað úr ferðaklós- ettum sínum og bjóðum við því upp á seyrulosun. Í Skaftafellsstofu eru svo nettengdar tölvur,“ segir Hafdís en í Skaftafellsþjóðgarði eru fjórir heilsárs- starfsmenn og ellefu sumarstarfsmenn. Starf þeirra getur falist í því að losa stíflur í klósettum, leggja stíga, taka á móti túristahópum og búa til bæklinga um svæðið. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort starfs- menn þurfi stundum að elta uppi bíræfna gemlinga sem stelast undan að borga fyrir tjaldplássið sitt. „Jú, jú, það er alls staðar. Ef fólk vill spara sér pen- inginn þá bara gerir það það. Sem betur fer eru nú flestir sem koma og borga, svo göngum við á svæð- ið tvisvar á dag og rukkum. En það eru alltaf ein- hverjir sem sleppa og það þýðir ekkert að ergja sig yfir því. Það er ýmislegt sem viðgengst þó menn séu ekkert kátir með það. Manni finnst það hins vegar sérstaklega broslegt að horfa á eftir margra milljón króna drossíu sem dregur á eftir sér tveggja hæða einbýlishús stinga af og spara sér 750 krónur. Manni finnst það svolítið fyndið, en skilur það aðeins betur ef það eru fátækir námsmenn,“ segir Hafdís. Tjaldsvæðið í Skaftafelli er mjög skemmtilegt. Það samanstendur af níu stórum flötum sem henta vel fyrir húsbýla, fellihýsi og tjaldvagna vegna þess hve undirlagið er hart. Tjaldstæðið er gamall árbotn þar sem Skeiðará rann yfir í flóðum áður en flóðvarnar- garðar voru byggðir á sínum tíma í tengslum við brú- arframkvæmdir 1974. Svæðið er nú vel skógi vaxið, og þeir sem kjósa að sofa í hógværum tjöldum geta fundið yndislega staði til að tjalda inni í limgerðun- um í friði og ró. Sumir tjaldgestir kvarta þó yfir þvi að erfitt sé að koma tjaldhælunum niður sökum stein- mettaðs jarðvegar, en þá er mikilvægt að hafa með í för hamar til að berja hælana niður. Tjöldun utan tjaldsvæðis í Skaftafellsþjóðgarði er óheimil nema með sérstöku leyfi. Til dæmis má ekki tjalda í heið- inni, við Svartafoss né við Skaftafellsjökul. Nánasta umhverfi tjaldstæðisins er mjög fallegt og marg- ar gönguleiðir beggja vegna gilsins sem tjaldstæðið stendur við. Í sumar hafa hins vegar verið svo miklir þurrkar að áin sem kemur neðan úr giljunum rennur ekki fram, heldur hverfur ofan í aurinn fyrir framan Tjöld í minnihluta Tjaldsvæðið í Skaftafelli samanstendur af níu stórum flötum sem henta vel fyrir húsbíla og fellihýsi. Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona er ekki mikið fyrir það að fara út úr bænum um versl- unarmannahelgar. „Ég hef hald- ið tryggð við Innipúkann og geri það áfram í ár,“ segir Maríanna. Hún hefur þó tvisvar sinn- um lagt land undir fót með æði skrautlegum árangri. „Ég fór á Uxa ´95 þar sem öll eiturlyfja- neysla fór gjörsamlega framhjá mér,“ segir Maríanna og hlær. „Í hitt skiptið fór ég út á land í úti- legu með fyrrverandi kærastan- um mínum.“ Sú ferð fór ekki eins og til stóð. Veðrið var svo vont að tjald- ið sem þau ætluðu sér að gista í rifnaði og fauk að lokum. „Við neyddumst til að hörfa inn í bíl og fengum svo inni í sumarbú- stað hjá fólki í stórfjölskyldu kærasta míns,“ segir Maríanna. Þar var hrakförunum langt í frá lokið. Maríanna átti enn eftir að rispa bílinn endilangan, en bíllinn var einmitt líka feng- inn að láni hjá foreldrum hennar. „Kærastinn minn ætlaði að kenna mér að keyra, en ég var ekki með bílpróf þá og er ekki enn, og ég keyrði einfaldlega út í skurð.“ Allt fór vel að lokum, Marí- anna komst heim og þar sem for- eldrum hennar þótti mikilvægast að það voru bara hlutir sem ris- puðust og rifnuðu, ekki Maríanna sjálf, var henni fyrirgefið. Heldur tryggð við Innipúkann Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona afrekaði það að rífa tjald foreldra sinna og rispa bíl þeirra eina verslunarmannahelgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.