Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 55

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 55
ekkert tilefni til þess og sú athygli sem hann fær er af hinu góða,“ segir Ragna Lóa sem mætir að sjálfsögðu á alla leiki hans. Eftir langan og farsælan knattspyrnuferil er líklega farið að síga á seinni hlutann en Ragna Lóa segir erfitt að segja til um hvenær fjöl- skyldan flytji aftur til Íslands. „Ég á tvö börn hér á landi og svo er öll fjölskyld- an og frábæru vinirnir hérna. Ég hlakka mikið til að flytja heim en kvíði líka fyrir. Kvíðinn liggur aðallega í hraða þjóðfélagsins en við munum þurfa að stilla okkur upp á nýtt eftir rólegheitin úti. Ætli við tökum ekki eitt ár þegar ferli Hermanns lýkur og gerum hluti sem hann hefur hingað til þurft að neita sér um vegna fótbolt- ans. Ferðumst og förum á skíði. Þótt það sé æðislegt að eiga frábæran fót- boltaferil eru bara skemmtilegir hlutir sem bíða okkar. Við munum alltaf hafa gaman af lífinu. Við erum bara þannig týpur,“ segir hún og bætir við að þau Hermann séu góðir vinir og elski að skemmta sér saman. Hún sjálf hafi alltaf verið opin og hress og að það hafi ekki breyst þegar hún kynnt- ist Hermanni. „Við höfum gaman af lífinu og erum ávallt til í eitthvað skemmtilegt. Okkur finnst svo gaman að vera til,“ segir hún og bætir við að þau verði örugglega enn þá dansandi uppi á borðum þegar þau verði orðin gömul hjón. Aðspurð um leyndarmál- ið að góðu og skemmtilegu hjóna- bandi segir hún mikilvægast að traust- ið sé til staðar. „Fyrst og fremst verður að vera traust á milli og svo verður maður að geta verið maður sjálfur hvort sem er með vinum eða með makanum,“ segir hún og bætir við að hún hlakki til ellinnar við hlið Hemma. „Ég hlakka til restarinnar af ævinni með honum, það verður aldrei dauður tími í kringum okkur.“ indiana@frettabladid.is FALLEGAR MÆÐGUR Ragna Lóa ásamt Elsu Hrund, Thelmu Lóu og Ídu Marín. P IP A R • S ÍA Jakkaföt frá 5.990 Gallabuxur frá 3.990 Quartbuxur frá 1.990 Stuttermaskyrtur frá 990 ÉG LIFI MJÖG SKEMMTILEGU LÍFI OG HEF ÞAÐ ALVEG HRIKALEGA GOTT, GET FERÐ- AST MIKIÐ OG HEF NÓGAN TÍMA FYRIR BÖRNIN MÍN OG MANNINN. 27. JÚLÍ 2007 | SIRKUS | BLS. 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.