Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 60

Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 60
BLS. 14 | sirkus | 27. JÚLÍ 2007 Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is E llý hefur þá orku að vilja frekar vera bílstjóri en farþegi í sínum bíl,“ segir Sigríður Klingenberg spákona um bloggarann og þuluna Ellý Ármanns. „Ellý hefur alltaf verið keppnismanneskja í öllu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur og hættir ekki fyrr en hún nær því sem hún ætlar sér. Hún er ekki mannblendin þótt fólki finnist það og hún á stundum erf- itt með að treysta en ef hún treystir þér ertu hennar besti vinur að eilífu. Ellý er 8 og hún vill vera eins og sú tala í laginu og getur pirrað sig yfir hverju umfram 500 g og eytt þeim um leið. Orka hennar er endalaus en hún mætti leyfa sér að hvíla sig öðru hverju án þess að fá samviskubit. Ellý er búin að vera á endalokum eða tölunni 9 undanfarið og byrjar þar af leiðandi á flest öllu nýju á næsta ári. Margt hefur breyst hjá henni, nýtt barn, breytingar á vinnu og fleira sem sýnir hvað koma skal. Hún þarf að vara sig ef hún ætlar ekki að eignast annað barn fljótlega. Hún er hins vegar frábær móðir svo það væri bara búbót. Ellý á eftir að stimpla sig inn og koma sér á kortið sem aldrei fyrr og þá er ég að tala um árið 2008 sem verður viðburðaríkt fyrir miss Ellý og nýja upphafið fyrir alvöru byrjað. Ég ætla að vera sú fyrsta sem óskar henni til hamingju með það.“ Viðburðaríkt ár fyrir miss Ellý ELLÝ ÁRMANNSDÓTTIR Sam- kvæmt Sigríði verður Ellý að vara sig ef hún ætlar ekki að eignast annað barn fljótlega. SPURNINGAKEPPNI sirkuss Helgi Seljan 1. Emilía. 2. Margit Sandemo. 3. Laddi. 4. Dubai-turninn. 5. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Elva Ósk 1. Emilía. 2. Anna Larsen. 3. Laddi. 4. EU-turninn í Japan. 5. Unnur Birna. Helgi Seljan er óstöðvandi í sigurgöngu sinni og sigrar Elvu Ósk með 7 stigum gegn 5. Elva Ósk skorar á Heimilistóninn og leikkonuna Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur. Fylgist með! 1. Hver er hætt í Nylon? 2. Hver er höfundur Ísfólksins? 3. Hver syngur lagið Milljarðamær- ingurinn? 4. Hver er hæsta bygging í heimi? 5. Hver er andlit íslenska vatnsins Icelandic Glacial? 6. Hver er eiginmaður Madonnu? 7. Hver leikur aðalhlutverkið í Evan Almighty? 8. Hver skrifaði bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna? 9. Í hvaða raunveruleikaþætti situr David Hasselhoff í dómarasæti? 10. Hvað heitir litla spænska prins- essan sem skírð var á dögunum? 6. Guy Ritchie. 7. Steve Carell. 8. Guðrún Helgadóttir. 9. America’s Got Talent. 10. Sofia. 7 RÉTT SVÖR 6. Allan George. 7. Steve Carrell. 8. Guðrún Helgadóttir. 9. Gorgeous. 10. Maria Francesca. 5 RÉTT SVÖR SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. HELGI SELJAN ER ÓSIGRAÐUR EN KEPPIR HÉR VIÐ ELVU ÓSK ÓLAFSDÓTTUR LEIKKONU. G ilzenegger er snúinn aftur eftir margra mánaða hlé með nýja heimasíðu sem, að eigin sögn, er miklu betri en þær síður sem hann hefur áður komið að. Lítið hefur farið fyrir Stóra G, eins og hann kallar sig stundum, undanfarna mán- uði en nú geta æstir aðdáendur andað léttar. Gillz segir nokkrar ástæður liggja að baki því að hann sé snúinn aftur. „Ein af aðalástæðunum er sú að 90% af þeim sem voru með mér í kallarnir.is hafa ekki fengið kvenmann síðan að sú síða lokaði. Á kallarnir.is vorum við nefnilega með myndir af þeim og gáfum upp msn-in þeirra,“ útskýrir Gillz. „Áður fengu félagarnir þrjár til fjórar kellingar á viku en það hefur ekkert gengið hjá þeim og þeir eru eiginlega búnir að vera röflandi síðan. Með síðunni er ég í raun að redda félögunum svo þeir geti haft regluleg kynmök. Ég er nú vinur vina minna.“ Á nýju síðunni kennir ýmissa grasa. Þar bloggar Stóri G meðal ann- ars, býður upp á vídeó og fjarþjálfun. „Íslendingar eru að blása út eins og loftbelgir. Ég ætla að aðstoða þá við að koma sér í form. Ég er strax búinn að fá sendar nokkrar spurn- ingar varðandi vaxtarræktina sem ég hef að sjálfsögðu svarað. Síðan ætla ég að fá Magnús Bess og fleiri til að setja inn æfingar og mataræðið sitt á síðuna. Fólk getur treyst því að það geti lært af síðunni,“ segir Gillz og heldur áfram, hógværðin uppmáluð. „Fjarþjálfunin er eiginlega liður í að bjarga lífum. Þetta er venjuleg einka- þjálfun en ég stend ekki yfir fólkinu meðan það er að æfa. Kenni því æfingar og fleira. Þetta er eiginlega fyrir fólk sem tímir ekki að borga fyrir einkaþjálfun.“ Gillz segir ýmislegt vera í bígerð á síðunni en þó ber sennilega hæst vaxtarræktarmót sem hann hyggst koma á koppinn. „Ég stefni að því að halda Gillz Classic, nafn sem ég fæ lánað frá Arnold félaga mínum,“ segir Gillz og bætir við. „Það verður stytta af kallinum í verðlaun og hvaðeina.“ EGILL EINARSSON ER SNÚINN AFTUR SEM GILZENEGGER. HANN HEFUR OPNAÐ HEIMASÍÐUNA GILLZ.IS: EINS OG OFURHETJA Gillz segist bjarga lífi fólks með nýju síðunni sem hann hefur opnað á Gillz.is. Gillz bjargar fólki úr lífshættu Hvað er best á grillið? „Sólin skín, mohito meðan kjúklingurinn grillast ásamt sólþurrkuðum tómötum, ólífum og þistilhjörtum, dásemdarsalat og eðal hvítvín.“ Kirstín Erna Blöndal söngkona „Kartöflur. Líka sætar. Tómatar, gulrætur, allslags fiskur og þar sem ég er nú ekki svo göfug að vera hætt í kjötinu finnst mér ekki slæmt að fá ferskt, léttgrillað nauta- eða lambakjöt; krydda það sjálf eftir grillunina ef þarf. Þá er alltaf klassískur eftirréttur langskornir bananar í hýðinu með súkkulaði í sárinu.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona „Mér finnast hamborgarar bestir á grillið, þeir eru klassískir og einfaldir. Þarfnast lítillar fyrirhafnar.“ Erlingur Óttar Thoroddsen útvarpsmaður „Mér finnst nautasteik best sem er rétt sýnd grillið. Það verður að heyrast enn í henni, hún verður að vera svo blóðug. Meðlæti myndi ég velja bakaða kartöflu og ferskt grænmeti.“ Valur Heiðar Sævarsson tónlistarmaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.