Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 72
Sviðslistahátíðin artFart
hefst um helgina, með
frumsýningu á dansverkinu
Moment Seen í Tjarnarbíói.
Samband ungra sviðslista-
manna stendur að hátíðinni,
sem hóf göngu sína í fyrra.
Tilurð artFart er nátengd sumar-
starfi Hins hússins. „Í fyrra voru
mörg okkar í skapandi sumar-
starfi Hins hússins. Við vorum
flest að fara að frumsýna verk á
svipuðum tíma, og fannst sniðugt
að skella þessu saman undir ein
regnhlífasamtök, sem eru art-
Fart,“ útskýrði Ásgerður G. Gunn-
arsdóttir, sem heldur utan um
hátíðina í ár ásamt þeim Karli
Ágústi Þorbergssyni, Sigurði
Arent Jónssyni og Hannesi Óla
Ágústsyni. „Okkur langaði að þróa
hátíðina áfram og búa til vettvang
fyrir ungt fólk í sviðslistum. Um
leið virkar hátíðin hvetjandi á
fólk,“ sagði Ásgerður.
ArtFart vakti mikla athygli í
fyrra, þegar hóparnir sem tóku
þátt héldu til í húsi Ó. Jónsson og
Kaaber verksmiðjunnar við
Sæbraut. Í ár hefur Listaháskóli
Íslands styrkt hátíðina og lánað
þátttakendum húsnæði til æfinga
og sýninga, sem allar fara fram í
Smiðjunni, gamla nemendaleik-
húsi skólans að Sölvhólsgötu. Art-
Fart hefur jafnframt hlotið styrki
frá Reykjavíkurborg og Minning-
arsjóði Margrétar Björgólfsdótt-
ur.
Þátttakendur í hátíðinni eru um
sjötíu í ár, en sýningar eru fimmt-
án. Þar má meðal annars geta
frumsýningar á leikritinu Heteró-
hetjur: Með fullri virðingu fyrir
Ashley Cole, og uppsetningu á
verkinu Bubbi kóngur.
Í ár verður bryddað upp á nýj-
ungum í formi vinnustofu og mál-
fundar. „Erna Ómarsdóttir verður
með vinnustofu í byrjun ágúst, og
svo aftur í lok mánaðar. Hún er
fyrir fólk í sviðslistageiranum, en
ekki eingöngu þá sem taka þátt í
hátíðinni,“ útskýrði Ásgerður. Þá
sér Karl Ágúst Þorbergsson um
málfund um tilraunir í listum 12.
ágúst næstkomandi.
Danshópurinn Samyrkjar ríður
á vaðið á artFart og sýnir verkið
Moment Seen, við undirleik stór-
hljómsveitarinnar Tepokans, í
Tjarnarbíói klukkan 20 á morgun
og sunnudagskvöld. Hópurinn
samanstendur af sex dönsurum
frá Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð
og mun hann sýna verkið í Mod-
erna Dansteatern í Stokkhólmi um
verslunarmannahelgina.
Nánari upplýsingar um dagskrá
artFart og miðasölu má nálgast á
vefsíðunni www.myspace.com/
artfarticeland og í síma 8217987.
Í fótspor MöðruvallamunkaKl. 17
Í dag sýna gestalistamenn Sambands
íslenskra myndlistarmanna í
júlímánuði afrakstur dvalar sinnar
hér á landi, í sýningarsal SÍM að
Seljavegi 32. Gestalistamennirnir eru
Rakel Bernie, Sharon Houkema,
Leila A. Leder Kremer, Rose Schulze,
Gerald Zahn og David Maher.
Sýningin stendur einungis í kvöld.
Helgi Þórsson og Morgan Betz
opna í dag samsýninguna Berm-
uda Love Triangle: the story of
Doctor Son and Mister Bates, í 101
Gallerí að Hverfisgötu 18a. Sýn-
ingin er samstarfsverkefni þeirra
Helga og Morgans, sem hafa, að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu, lengi bundist vináttubönd-
um. Þeirri spurningu er varpað
fram hvort vináttunni auðnist að
endurspeglast í list þeirra.
Í staðinn fyrir að stilla verkum
sínum upp hlið við hlið völdu Helgi
og Morgan að vinna að öllum verk-
um í sameiningu. „Í því ferli hefir
þó allur upphaflegur ásetningur
týnst og hugmyndirnar hafa
brenglast,“ segir í tilkynningu.
Þar segir að afrakstur samvinn-
unnar sé samansafn frábrugðinna
karaktera sem allir eru á ferðalagi
heim.
Sýningin opnar klukkan 17 í
dag.
Vinir í 101 gallerí
Hekla Dögg Jónsdóttir opnar
einkasýningu í Nýlistasafninu í
dag. Sýningin ber heitið „Limina-
lity; alveg á mörkunum“ og stend-
ur til 19. ágúst. „Liminality” vísar
til millibilssvæðis eða griðastaðar
sem áhorfanda gefst færi á að
dvelja í, að því er segir í fréttatil-
kynningu. Hekla Dögg gefur gest-
um tækifæri á að sjá og upplifa ný
verk í bland við eldri, og þannig
gefst almenningi kostur á að
kynna sér feril Heklu Daggar.
Hekla Dögg er tilnefnd til Sjón-
listaorðunnar 2007 fyrir verkið
„Foss“ á samnefndri sýningu á
Kjarvalsstöðum, röð verka í sýn-
ingunni „Ljósaskipti“ í Gallerí
Kling og Bang ásamt „Fireworks
for LA“ sem hún sýndi nýverið í
Los Angeles. Hún býr og starfar í
New York og Reykjavík.
Einkasýning Heklu
Bjartur útgáfa gaf út tvær skáldsögur
Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl og
Aðventu, nú í vikunni. Í tilefni af útgáfu
Svartfugls verður boðið upp á menn-
ingardagskrá að Saurbæ á Rauðasandi
annað kvöld. Dagskráin ber titlinn „Við
klukknahljóm syndugra hjarta“.
Svartfugl fjallar um Eyjólf kapelán
og ástríðuglæpi Bjarna og Steinunnar á
Sjöundá. Sögulegur bakgrunnar hennar
eru Sjöundarármorðin, sem teljast eitt-
hvert frægasta morðmál Íslandssög-
unnar. Sagan Svartfugl er stundum
sögð vera fyrsta alvöru íslenska glæpa-
sagan, þar sem réttarrannsókn spinnur
söguþráðinn. Í henni er þó jafnframt
dregin upp skörp mynd af íslensku
samfélagi um aldamótin 1800, stétta-
skiptingu þess, blindri réttvísu kirkju,
kóngs og embættismanna og harðneskj-
unni sem alþýðan bjó við.
Á laugardag mun Gunnar Björn Gunn-
arsson flytja erindi um Svartfugl, og
leikararnir Jón Hjartarson, Þorsteinn
Gunnarsson og Valgerður Dan lesa valda
kafla úr bókinni. Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari flytur verkið Lethe eftir
Atla Heimi Sveinsson, og séra Sveinn
Valgeirsson flytur hugvekju. Jafnframt
verður boðið upp á léttar veitingar.
Dagskráin er samvinnuverkefni Bóka-
útgáfunnar Bjarts, Gunnarsstofnunar og
Ferðafélags Íslands. Aðstandendur vekja
athygli á góðu tjaldstæði á staðnum.
Syndug hjörtu á Rauðasandi
Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu!
Miðasala á netinu!
www.leikhusid.is