Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 74

Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 74
Undanfarin misseri hefur gróskan í tónlistarlífi Norðurlandanna verið með ólíkindum. Svíar hafa hent frá sér hverri snilldinni á fætur annarri, allir þekkja þátt Íslendinga, Norðmenn eiga líka sinn hlut að máli og meira að segja Finnar státa af lifandi senu. Glöggvir einstakl- ingar taka þó eftir því að í þessa upptalningu mína vantar næstfjöl- mennustu þjóð Norðurlandanna, nefnilega Dani. Hingað til hefur mér ekki fundist mikið til danskrar tónlistar koma heldur þótt hún svolítið utanveltu með tilliti til gæða tónlistar hinna Norðurlandaþjóðanna. Ég virðist samt hafa dæmt aumingja Danina einum of fljótt og kannski of hart. Undanfarið hefur nefnilega fjöldinn allur af dönskum sveitum vakið athygli mína. Fyrst ber að nefna sveitirnar Efterklang og Under Byen. Margt hefur reyndar verið skrifað um þessar sveitir, meðal ann- ars í íslenskum fjölmiðlum, en það sem ég vil gera að umtalsefni hér eru plötuútgáfurnar tvær sem þessar sveitir tilheyra. Fyrst vil ég minnast á Rumraket-plötuútgáfuna, sem er í eigu Efterk- lang-liða, en útgáfan gefur meðal annars út amiinu og Grizzly Bear í Skandinavíu. Þar innanborðs er nokkrar afar áhugaverðar sveitir og má þar helst nefna post-rokk sveitina Slaraffenland sem sendi nýlega frá sér plötuna Private Cinema og hefur vakið töluverða athygli austan hafs og vestan. Rumraket þykir samt afar smávaxið plötufyrirtæki, jafnvel á danskan mælikvarða, og er til dæmis ívið minna en plötufyrirtækið sem gefur út Under Byen, Morningside Records. Morningside gerir út frá Árósum og hefur á sínum snærum meðal annars Speaker Bite Me og Jomi Massage sem spiluðu á Innipúkanum í fyrra, reyndar við dræmar undirtektir. Nýjasta skífa Speaker Bite Me er samt stórfín. Figurines er þó að mínu mati mest spennandi sveit Morningside en platan Skeleton kom út á alþjóðlegan markað í fyrra og kom hressilega á óvart. Á næstunni kemur út ný plata, When the Deer Wore Blue, og gæti orðið einn af senuþjófum ársins. Bæði Rumraket og Morningside þykja eins og áður segir ekki stór plötufyrirtæki. Hafa þau meðal annars deilt bás með 12 tónum á dönsku tónlistarhátíðunum SPOT og Roskilde. Að lokum vil ég þó sérstaklega minnast á dönsku sveitina Munich sem er enn án plötusamnings en gríp- andi ungdóms popp-rokk þeirra ætti að heilla marga. Danir, af öllum Það er eins og gömlu jálk- arnir í Rolling Stones geti ekki hugsað sér að hætta að rokka. A Bigger Bang- túrinn sem enn er í gangi er stærsta tónleikaferð sög- unnar. Eftir helgina kemur út fjögurra diska DVD- pakki með efni frá honum. Trausti Júlíusson lokaði sig af og skoðaði gripinn. A Bigger Bang-tónleikaferð Roll- ing Stones hófst með tónleikum í Boston 21. ágúst 2005 og stendur enn yfir. Hún er þegar orðin stærsta tónleikaferð rokksögunnar og sló þar með út Vertigo-túr U2. Samkvæmt Sunday Times hefur Stones-veldið hagnast um einn og hálfan milljarð punda (um 182 milljarða íslenskra króna) á tón- leikahaldi síðan 1989. Það verður að teljast nokkuð gott sérstaklega í ljósi þess að hljómsveitin hefur ekki komið lagi inn á vinsældar- lista í aldarfjórðung og plöturnar þeirra seljast ekki mjög mikið lengur. A Bigger Bang sem kom út 2005 og hlaut glimrandi viðtökur gagnrýnenda hefur t.d. aðeins selst í rúmlega 500 þúsund eintökum í Bandaríkjunum. Í næstu viku kemur út fjögurra diska DVD- pakki með efni frá fyrri hluta Bigg- er Bang-túrsins, 2005 – 2006. Tónleikapakkinn heitir The Bigg- est Bang. Á honum eru tveir tón- leikar í heild sinni; frá Zilker Park í Austin í Texas og Copacabana- ströndinni í Rio De Janeiro í Bras- ilíu. Auk þess eru 7-8 lög frá þrem- ur tónleikum til viðbótar. Saitama í Japan, Shanghai í Kína og Buenos Aires í Argentínu. Það er líka heim- ildarmynd í fullri lengd um tón- leikaferðina og að auki styttri heimildarmyndir, aukalög og við- töl við meðlimi hljómsveitarinnar. Yfir sjö klukkutímar í heildina. Alls eru 55 lög á diskunum fjór- um og sveitin kemur víða við þó að auðvitað séu tvær útgáfur af nokkrum laganna og reyndar þrjár af Satisfaction. Það eru líka nokkur fáheyrð tökulög, þ.á.m. Learnig The Game eftir Buddy Holly, Temptations-lagið Ain’t Too Proud To Beg, Get Up, Stand Up eftir Bob Marley og Otis Redding slagarinn Mr. Pitiful. Það er nokk- uð skondið að sjá þessa gömlu hunda spreyta sig á soul og reggí- tónlist og virðingarvert af þeim að heiðra snillinga eins og Marley og Otis. Það er margt merkilegt við þessa tónleikaferð Stones. Sviðið er það stærsta sem byggt hefur verið fyrir tónleikaferðir. Hæðin er á við sex hæða blokk. Það er áætlað að um 2 milljónir manna hafi mætt á tónleikana á Copaca- bana-ströndinni sem voru ókeyp- is. Sveitin spilaði líka í hálfleik á Super-Bowl í febrúar 2006 sem 98 milljónir horfðu á. Tónleik- arnir í Shanghai voru þeirra fyrstu í Kína, en það tók kínversk stjórnvöld 40 ár að gefa sveitinni grænt ljós. Það var þó ekki án skilyrða þar sem Stones urðu að lofa að spila ekki nokkur lög sem voru talin hættuleg æsku lands- ins, þ.á.m. Brown Sugar, Honkey Tonk Women og Let’s Spend The Night Together. Það er langt frá því að Stones spili alltaf sömu lögin á tónleikunum eins og algengt er á tónleikaferðum stór- hljómsveita. Það er mjög mikill munur á milli tónleika og hljóm- sveitin æfði yfir 100 lög fyrir túrinn. Maður getur spurt sig hvernig þeir nenni þessu. Af hverju slaka þeir ekki bara á og njóta allra milljarðanna? Svarið er augljóst þegar maður horfir The Biggest Bang. Þeir hafa bara svo helvíti gaman af þessu enn... V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS JA SMF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA HEIMSFRUMSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ 11. HVER VINNUR ! „Ég er helvíti glaður með þetta,“ segir Ágúst Boga- son, gítarleikari rokk- hljómsveitarinnar Jan Mayen. Önnur breiðskífa Jan Mayen er væntanleg í búðir eftir verslunar- mannahelgi en þrjú ár eru síðan fyrsta plata þeirra kom út. Sú hét Home of the Free Indeed og fékk frábærar viðtök- ur. Nýja platan heitir So Much Better Than Your Normal Life og það er Smekkleysa sem gefur út eins og fyrr. Fyrsta lagið, Joyride, er þegar komið í spilun á útvarpsstöðvum landsins. Tónlist- armaðurinn Einar Tönsberg, Eberg, stjórn- aði upptökum á plötunni og lofar Ágúst það sam- starf mikið. Framundan er vænt- anlega stíft tónleikahald hjá Jan Mayen-liðum til að kynna plötuna og þessa dagana er sveitin að skipuleggja nokkra tónleika í Bretlandi. „Það er búið að bóka okkur í London 26. sept- ember með Hafdísi Huld og Motion Boys. Svo er planið að nota ferðina vel, við erum þegar búnir að negla niður tón- leika í Birmingham og svo er verið að vinna í nokkrum í viðbót,“ segir Ágúst. Jan Mayen til Englands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.