Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 80
Eggert er ekki búinn að loka veskinu
Lið Fram í Landsbanka-
deildinni hefur ákveðið að semja
við þýska framherjann Henry
Nwosu, en hann kom til reynslu í
Safamýrina á dögunum. Leikmað-
urinn er ættaður frá Nígeríu og
hefur meðal annars leikið í þýsku
úrvalsdeildinni.
Þá eiga Framarar von á
dönskum miðjumanni, Henrik
Eggerts að nafni, sem kemur til
með að æfa með liðinu í nokkra
daga með hugsanlegan samning í
huga. Henrik er á mála hjá liðinu
Nordsjælland í heimalandi sínu.
Þýskur sóknar-
maður til Fram
Kjartan Henry Finnboga-
son fer á sunnudaginn til úrvals-
deildarliðsins Viborg í Danmörku
á viku reynslutíma. „Félagið hefur
sýnt mér mikinn áhuga og ég er
spenntur þrátt fyrir að vita ekki
margt um það,“ sagði Kjartan við
Fréttablaðið í gær en Rúrik
Gíslason samdi nýverið við félagið.
„Það er gaman að Rúrik sé hjá
þeim, við þekkjumst auðvitað.
Þetta er búið að vera langt sumar
hjá mér, ég er búinn að þurfa að
hugsa mikið og margt. Ég er í
góðu formi núna og vonandi get
ég sýnt mínar bestu hliðar.“
Fer til Viborg
Topplið norsku úrvals-
deildarinnar, Brann, tapaði
nokkuð óvænt fyrir Viking í 16-
liða úrslitum bikarkeppninnar
þar í landi í fyrradag, 2-0. Ólafur
Örn Bjarnason og Kristján Örn
Sigurðsson léku allan leikinn
fyrir Brann en Ármann Smári
Björnsson kom inn á þegar um 10
mínútur voru eftir. Hannes
Sigurðsson kom inn á undir lok
leiksins hjá Viking en Birkir
Bjarnason sat allan tímann á
bekknum.
Jóhannes Harðarson lék fyrstu
60 mínúturnar fyrir Start í 1-0
tapi gegn Haugesund en Emil
Hallfreðsson lék allan tímann
fyrir Lyn þegar liðið vann Bodo-
Glimt, 1-0. Þá lék Haraldur
Guðmundsson í vörn Aalesund í
1-0 tapi liðsins gegn Lilleström.
Viking lagði
Brann óvænt
Heimamaðurinn Björgvin
Sigurbergsson Jóhannes Ármanns-
son úr GB og Örn Ævar Hjartar-
son úr GS léku manna best á
Íslandsmótinu í golfi sem hófst á
Hvaleyrarvelli í gær. Þeir léku
allir á þremur höggum undir pari.
Björgvin fór illa að ráði sínu á
lokaholum sínum í gær. Hann par-
aði fyrstu fimm holurnar sínar og
fékk svo fjóra fugla á sjö holum.
Hann fékk aftur á móti tvo skolla,
á 167. og 17. braut, og endaði á
þremur höggum undir pari.
Jóhannes er nokkuð óvænt
meðal efstu manna. „Þetta var
mjög góður hringur, ég get ekki
verið annað en sáttur. Ég byrjaði
vel, fékk fugl og spilaði svo jafnt
og gott golf. Völlurinn í heild sinni
er mjög erfiður, flatirnar eru
hraðar og þetta er krefjandi. Þetta
snýst um að staðsetja sig og ég
náði því auk þess að setja nokkur
pútt ofan í. Vonandi næ ég að
halda þessu áfram, þetta snýst
bara um eitt högg í einu,“ sagði
Jóhannes.
Íslandsmeistarinn frá því í
fyrra, Sigmundur Einar Másson,
var ekki par sáttur þegar Frétta-
blaðið ræddi við hann eftir hring-
inn í gær. „Nei, ég er langt frá því
að vera sáttur,“ sagði Sigmundur,
sem spilaði á 75 höggum. „Púttin
voru ekki nógu góð, lengstu púttin
sem ég setti í voru bara um 40
sentimetrar og þá þarf maður að
slá ansi vel til að ná lágu skori. Ég
átti nokkur mjög léleg högg og
þarf að ná takti í sveifluna mína
aftur. En ég ætla svo sannarlega
ekki að gefast upp og mun berjast
fyrir því að verja titilinn,“ sagði
Íslandsmeistarinn.
Hinn margreyndi Úlfar Jóns-
son fór illa að ráði sínu í gær og
kom inn á 82 höggum. „Mér leið
mjög vel fyrir hringinn, tók góða
upphitun, fékk léttan fugl á fyrstu
holu og létt par á annarri en missti
svo alveg taktinn. Ég var ekki
nógu öruggur með sveifluna og
var að slá mjög illa. Ég kom mér í
vandræði í hrauninu, var að fá víti
og fleira. Svo var ég að fara illa
með léttu holurnar líka. Ég segi
samt bara eins og konan mín sem
er að byrja í golfi, þó svo að það
hafi ekkert gengið var þetta samt
gaman,“ sagði Úlfar, brosmildur
þrátt fyrir erfiðan dag.
Heiðar Davíð Bragason lék með
Úlfari og Sigmundi og lék á einu
höggi yfir pari. Sigurpáll Geir
Sveinsson fékk fugl á fyrstu fjór-
ar holurnar en missteig sig svo
illa. Hann fékk meðal annars tvo
skramba og lauk keppni á 74 högg-
um.
Birgir Leifur Hafþórsson byrj-
aði illa, lék á tveimur höggum yfir
pari á fyrstu holunni og fékk síðan
skolla áður en hann lét veru-
lega til sín taka. Birgir
sýndi frábært golf og kom
sterkur til baka og endaði á
tveimur höggum undir pari,
69 höggum. Birgir fékk sex
fugla í gær, þar af fjóra á síð-
ari níu holum sínum.
Þrír leikmenn leiða Íslandsmótið í golfi sem hófst á Hvaleyrarvelli í gær. Þeir léku allir á þremur höggum
undir pari í strekkingsvindi. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra lék á 75 höggum og var ekki sáttur með sig.
Það voru sviptingar í keppni í
meistaraflokki kvenna á fyrsta-
degi Íslandsmótsins í höggleik í
gær en ef marka má stöðuna eftir
fyrsta hring verður hart barist um
Íslandsmeistaratitilinn í ár.
Heimakonan Anna Jódís Sigur-
bergsdótir og hin átján ára gamla
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni á
Akranesi eru efstar og jafnar eftir
fyrsta dag en báðar léku þær á 75
höggum eða fjórum yfir pari.
Anna Jódís, sem er systir Björg-
vins Sigurbergssonar sem er í
efsta sæti hjá körlunum, lék mjög
jafnt og gott golf í gær og paraði
meðal annars 13 af 18 holunum.
Valdís lék frábærlega allt þar til
að síðustu fjórum holunum þegar
að hún fékk fjóra skolla í röð. Val-
dís er ein af þremur átján ára
stelpum meðal níu efstu en hinar
eru Heiða Guðnadóttir úr GS og
Ragna Björk Ólafsdóttir úr GK.
Fjórfaldi Íslandsmeistarinn
Ragnhildur Sigurðardóttir og
Íslandsmeistarinn Helena Árna-
dóttir úr GR eru í þriðja sætinu
höggi á eftir forustukonunum og
eru því báðar líklegar til afreka í
framhaldinu.
Helena var í góðri stöðu eftir
fyrri hring sem hún lék á einu
undir pari. Hún fékk hinsvegar
fjóra skolla og einn skramba á
fyrstu sjö holunum á seinni níu en
náði sér aftur á strik á tveimur
síðustu holunum og því eins og
Ragnhildur höggi á eftir efstu
konum. Nína Björk Geirsdóttir úr
Kili og Heiða Guðnadóttir úr GS
léku einnig á fimm höggum yfir
pari og því munar aðeins einu
höggi á sex efstu konunum.
Heimakonan Þórdís Geirsdóttir
var með forustu eftir fyrir þrjár
síðustu holurnar en á þeim fékk
hún einn skolla og tvo skramba og
datt alla leið niður í 8. sætið.
Anna og Valdís léku best allra