Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 8

Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 8
Faroese design when it is best Verðum í Reykjanesbæ á Ljósanótt 31. ágúst til 2. sept. Frábær tilboð á færeyskri hönnun Thomas Grundt, annar Þjóðverjanna tveggja, sem týndust á Svínafellsjökli fyrir mánuði, hefði orðið 25 ára í dag. Móðir hans, Brigitte Glinke, er hér á landi ásamt eiginmanni sínum og hélt austur að Svína- fellsjökli í gær, en snýr aftur til Þýskalands á morgun. Hún vill koma á framfæri ein- lægu þakklæti fjölskyldunnar til allra sem tóku þátt í leitinni, sem er ein sú umfangsmesta sem gerð hefur verið hér á landi. Barbara Hinz, móðir Mathiasar Hinz var einnig hér á landi í síðustu viku og hafði þá einnig komið á fram- færi þökkum til leitarfólks. Ættingjar og vinir þeirra beggja fylgdust grannt með leit- inni og þeirra er sárt saknað. Þeir hafa lengi verið góðir vinir og voru báðir þrautreyndir í fjall- göngum og ísklifri. Þeir komu til Íslands til að láta gamlan draum rætast, sem var að ganga á íslensk fjöll og jökla. Í minningarorðum, sem ætt- ingjar þeirra beggja hafa sent frá sér, kemur fram að Mathias hafi verið lögreglumaður en Thomas fjarskiptarafeindafræðingur. „Mathias var áhugasamur um allt milli himins og jarðar,“ segja ættingjar hans í minningarorðum sínum um hann. „Helstu áhuga- mál hans í frítíma voru fjallgöng- ur og klifur og hafði hann því klif- ið mörg há fjöll og jökla. Draumur hans var að sjá og klífa íslensk fjöll.“ Ættingjar Thomasar segja áhugamál hans hafa verið „fjalla- hjólreiðar, maraþon, fjallaklifur og ísklifur. Stærsta ósk hans var að stunda ísklifur á íslenskum jökli.“ Þeir komu til landsins 27. júlí og áttu pantað flugfar heim 17. ágúst. Fátt var vitað um ferðir þeirra en leit hófst 21. ágúst á Svínafellsjökli, þar sem tjöld þeirra fundust yfirgefin, og stóð í fimm daga. Aftur var hafin leit tveimur dögum síðar, en hún bar engan árangur. „Við óskum þess öll að þeir finni friðsæld í þessu fallega hvíta umhverfi. Við söknum hans ákaflega,“ segir fjölskylda Mathi- asar. „Við óskum honum þess að hann finni hér frið og að við getum bráðum fengið hann heim,“ segja ættingjar og vinir Thomas- ar í minningarorðum sínum. Þjóðverjanna ákaft saknað Ættingjar Þjóðverjanna tveggja sem týndust á Svínafellsjökli vilja koma á framfæri þakklæti sínu til leitarfólks. Annar þeirra hefði orðið 25 ára í dag. Hversu mörg vopn hafa fund- ist í tollinum í sumar? Hvað heitir forstjóri Sam- keppniseftirlitsins? Hversu margir hundar hafa greinst með lifrarbólgu í ár? Arkitektar munu fyrir lok þessa mánaðar skila hug- myndum að hönnun nýbyggingar við Laugaveg 17 til 21 og reitnum þar fyrir aftan að Smiðjustíg. Benedikt T. Sigurðsson, hjá eignarhaldsfélaginu Festum sem á lóðir upp á samtals um fjögur þúsund fermetra á þessum reit, segir ljóst að húsið á Laugavegi 19, þar sem nú er veitingastaður- inn Indókína, verði rifið. Heimild sé til að flytja Lauga- veg 21, svokallað Hljómalindar- hús, á annan stað í borginni en framtíð þess sé óráðin. Einnig segir Benedikt að Smiðjustígur 4a þar sem nú er barinn Grandrokk verði rifinn. Hið sama gildi um bakhús á Laugavegi 17 en aðalhúsið muni standa þar áfram. Benedikt segir of snemmt að segja nákvæmlega hvaða starf- semi verði í nýju byggingunum. „Arkitektarnir fóru af stað með að þarna yrðu skrifstofur, versl- un, þjónusta, veitingastaðir og að þar gæti verið hótel og íbúðir. Það gefur hins vegar auga leið að verslun verður á fyrstu hæðinni,“ segir Benedikt. Undir húsinu verður bílastæðakjallari. Deiliskipulag fyrir þann hluta lóðar Festa sem snýr að Lauga- vegi er nokkurra ára gamalt. Benedikt segir eftir að vinna skipulag fyrir Smiðjustígshlut- ann. Það verði gert að fengnum tillögum arkitektanna. Nýr búðaklasi mun rísa á Laugavegi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.