Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 8
Faroese design when it is best Verðum í Reykjanesbæ á Ljósanótt 31. ágúst til 2. sept. Frábær tilboð á færeyskri hönnun Thomas Grundt, annar Þjóðverjanna tveggja, sem týndust á Svínafellsjökli fyrir mánuði, hefði orðið 25 ára í dag. Móðir hans, Brigitte Glinke, er hér á landi ásamt eiginmanni sínum og hélt austur að Svína- fellsjökli í gær, en snýr aftur til Þýskalands á morgun. Hún vill koma á framfæri ein- lægu þakklæti fjölskyldunnar til allra sem tóku þátt í leitinni, sem er ein sú umfangsmesta sem gerð hefur verið hér á landi. Barbara Hinz, móðir Mathiasar Hinz var einnig hér á landi í síðustu viku og hafði þá einnig komið á fram- færi þökkum til leitarfólks. Ættingjar og vinir þeirra beggja fylgdust grannt með leit- inni og þeirra er sárt saknað. Þeir hafa lengi verið góðir vinir og voru báðir þrautreyndir í fjall- göngum og ísklifri. Þeir komu til Íslands til að láta gamlan draum rætast, sem var að ganga á íslensk fjöll og jökla. Í minningarorðum, sem ætt- ingjar þeirra beggja hafa sent frá sér, kemur fram að Mathias hafi verið lögreglumaður en Thomas fjarskiptarafeindafræðingur. „Mathias var áhugasamur um allt milli himins og jarðar,“ segja ættingjar hans í minningarorðum sínum um hann. „Helstu áhuga- mál hans í frítíma voru fjallgöng- ur og klifur og hafði hann því klif- ið mörg há fjöll og jökla. Draumur hans var að sjá og klífa íslensk fjöll.“ Ættingjar Thomasar segja áhugamál hans hafa verið „fjalla- hjólreiðar, maraþon, fjallaklifur og ísklifur. Stærsta ósk hans var að stunda ísklifur á íslenskum jökli.“ Þeir komu til landsins 27. júlí og áttu pantað flugfar heim 17. ágúst. Fátt var vitað um ferðir þeirra en leit hófst 21. ágúst á Svínafellsjökli, þar sem tjöld þeirra fundust yfirgefin, og stóð í fimm daga. Aftur var hafin leit tveimur dögum síðar, en hún bar engan árangur. „Við óskum þess öll að þeir finni friðsæld í þessu fallega hvíta umhverfi. Við söknum hans ákaflega,“ segir fjölskylda Mathi- asar. „Við óskum honum þess að hann finni hér frið og að við getum bráðum fengið hann heim,“ segja ættingjar og vinir Thomas- ar í minningarorðum sínum. Þjóðverjanna ákaft saknað Ættingjar Þjóðverjanna tveggja sem týndust á Svínafellsjökli vilja koma á framfæri þakklæti sínu til leitarfólks. Annar þeirra hefði orðið 25 ára í dag. Hversu mörg vopn hafa fund- ist í tollinum í sumar? Hvað heitir forstjóri Sam- keppniseftirlitsins? Hversu margir hundar hafa greinst með lifrarbólgu í ár? Arkitektar munu fyrir lok þessa mánaðar skila hug- myndum að hönnun nýbyggingar við Laugaveg 17 til 21 og reitnum þar fyrir aftan að Smiðjustíg. Benedikt T. Sigurðsson, hjá eignarhaldsfélaginu Festum sem á lóðir upp á samtals um fjögur þúsund fermetra á þessum reit, segir ljóst að húsið á Laugavegi 19, þar sem nú er veitingastaður- inn Indókína, verði rifið. Heimild sé til að flytja Lauga- veg 21, svokallað Hljómalindar- hús, á annan stað í borginni en framtíð þess sé óráðin. Einnig segir Benedikt að Smiðjustígur 4a þar sem nú er barinn Grandrokk verði rifinn. Hið sama gildi um bakhús á Laugavegi 17 en aðalhúsið muni standa þar áfram. Benedikt segir of snemmt að segja nákvæmlega hvaða starf- semi verði í nýju byggingunum. „Arkitektarnir fóru af stað með að þarna yrðu skrifstofur, versl- un, þjónusta, veitingastaðir og að þar gæti verið hótel og íbúðir. Það gefur hins vegar auga leið að verslun verður á fyrstu hæðinni,“ segir Benedikt. Undir húsinu verður bílastæðakjallari. Deiliskipulag fyrir þann hluta lóðar Festa sem snýr að Lauga- vegi er nokkurra ára gamalt. Benedikt segir eftir að vinna skipulag fyrir Smiðjustígshlut- ann. Það verði gert að fengnum tillögum arkitektanna. Nýr búðaklasi mun rísa á Laugavegi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.