Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 37

Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 37
Kia cee‘d, Fiat 500 og Peugeot 308 fengu allir hæstu einkunn á Euro NCAP árekstrarprófinu. Í nýrri árekstrarprófun Euro NCAP á fjórum bílum voru þrír sem fengu hæstu einkunn, eða fimm stjörnur. Þetta voru smábíll- inn Fiat 500 og fjölskyldubílarnir Peugeot 308 og Kia Cee’d. Fjórði bíllinn var Renault Twingo sem hlaut fjórar stjörnur. Það urðu nokkur tíma- mót fyrir bíla- framleiðand- ann Kia þegar í ljós kom að fjölskyldubíllinn Kia Cee’d hafði hlotið fimm stjörnur fyrir varnir fyrir fullorðna. Er þetta í fyrsta sinn sem bíll frá Kia nær þessum árangri í evrópsku árekstrarprófi. Kia cee’d er fimm dyra hlaðbakur og er búinn sex öryggispúðum. Bíllinn hlaut fjórar stjörnur fyrir varnir fyrir börn og tvær fyrir varnir fyrir gangandi vegfarendur. Litli fjölskyldubíllinn Peugeot 308 hlaut einnig fimm stjörnur fyrir vörn fyrir fullorðna og einni stjörnu meira en Kia cee’d fyrir varnir fyrir gangandi vegfarend- ur. Fiat 500 hlaut fimm stjörnur fyrir varn- ir fyrir fullorðna og í heildina 35 stig. Höfðu menn í upphafi áhyggjur af því að smæð bílsins gæti haft áhrif á öryggi farþega en í ljós hefur komið að ekki hefur verið slakað á öryggiskröfum. Hinn smábíllinn sem prófaður var, Renault Twingo, fékk fjórar stjörnur fyrir varnir fyrir fullorðna og í allt 28 stig. Ekki var hægt að mæla varnir fyrir börn þar sem ekki var hægt að koma fyrir barnastól sem Euro NCAP mælir með. solveig@frettabladid.is Fyrstu fimm stjörnur Kia Cee’d Toyota ætlar sér að verða söluhæsti bílaframleiðandinn árið 2009. Toyota ætlar að selja 10,4 milljón- ir bíla um allan heim árið 2009, segir í fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu í gær. Ef fyrirtækið nær því markmiði myndi Toyota slá út General Motors sem hefur trónað á toppnum sem söluhæsta fyrir- tækið í 30 ár. Sérfræðingar segja að miklar líkur séu á því að Toyota nái settu marki um allan heim og geti þá slegið út General Motors í Detroit sem hefur verið stærsti bílaframleiðandinn í 76 ár. Katsuaki Watanabe, fram- kvæmdastjóri Toyota, kynnti í gær metnaðarfulla áætlun sem felur meðal annars í sér aukna vinnu í gæðum í framleiðslu, og kynningu á nýjungum eins og lúxusútgáfu af Lexus með blend- ingsvélum. Fyrirtækið ætlar sér ekki aðeins stóra hluti í Norður-Amer- íku og Evrópu, heldur einnig í Brasilíu, Indlandi, Kína og Rúss- landi. Ekki er gert ráð fyrir sölu- aukningu í Japan. „Við munum nota hvert tæki- færi til að draga úr áhættu, og jafnvel breyta áhættu í tæki- færi,“ segir Katsuaki. Toyota hefur nú þegar náð fram úr General Motors á þessu ári en fyrstu sex mánuði ársins seldi Toyota 4,72 milljónir bíla en Gen- eral Motors 4.674 milljónir. Metnaðarfull sölu- áætlun hjá Toyota Ta kt u þ át t í líf inu me ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.