Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 37
Kia cee‘d, Fiat 500 og Peugeot 308 fengu allir hæstu einkunn á Euro NCAP árekstrarprófinu. Í nýrri árekstrarprófun Euro NCAP á fjórum bílum voru þrír sem fengu hæstu einkunn, eða fimm stjörnur. Þetta voru smábíll- inn Fiat 500 og fjölskyldubílarnir Peugeot 308 og Kia Cee’d. Fjórði bíllinn var Renault Twingo sem hlaut fjórar stjörnur. Það urðu nokkur tíma- mót fyrir bíla- framleiðand- ann Kia þegar í ljós kom að fjölskyldubíllinn Kia Cee’d hafði hlotið fimm stjörnur fyrir varnir fyrir fullorðna. Er þetta í fyrsta sinn sem bíll frá Kia nær þessum árangri í evrópsku árekstrarprófi. Kia cee’d er fimm dyra hlaðbakur og er búinn sex öryggispúðum. Bíllinn hlaut fjórar stjörnur fyrir varnir fyrir börn og tvær fyrir varnir fyrir gangandi vegfarendur. Litli fjölskyldubíllinn Peugeot 308 hlaut einnig fimm stjörnur fyrir vörn fyrir fullorðna og einni stjörnu meira en Kia cee’d fyrir varnir fyrir gangandi vegfarend- ur. Fiat 500 hlaut fimm stjörnur fyrir varn- ir fyrir fullorðna og í heildina 35 stig. Höfðu menn í upphafi áhyggjur af því að smæð bílsins gæti haft áhrif á öryggi farþega en í ljós hefur komið að ekki hefur verið slakað á öryggiskröfum. Hinn smábíllinn sem prófaður var, Renault Twingo, fékk fjórar stjörnur fyrir varnir fyrir fullorðna og í allt 28 stig. Ekki var hægt að mæla varnir fyrir börn þar sem ekki var hægt að koma fyrir barnastól sem Euro NCAP mælir með. solveig@frettabladid.is Fyrstu fimm stjörnur Kia Cee’d Toyota ætlar sér að verða söluhæsti bílaframleiðandinn árið 2009. Toyota ætlar að selja 10,4 milljón- ir bíla um allan heim árið 2009, segir í fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu í gær. Ef fyrirtækið nær því markmiði myndi Toyota slá út General Motors sem hefur trónað á toppnum sem söluhæsta fyrir- tækið í 30 ár. Sérfræðingar segja að miklar líkur séu á því að Toyota nái settu marki um allan heim og geti þá slegið út General Motors í Detroit sem hefur verið stærsti bílaframleiðandinn í 76 ár. Katsuaki Watanabe, fram- kvæmdastjóri Toyota, kynnti í gær metnaðarfulla áætlun sem felur meðal annars í sér aukna vinnu í gæðum í framleiðslu, og kynningu á nýjungum eins og lúxusútgáfu af Lexus með blend- ingsvélum. Fyrirtækið ætlar sér ekki aðeins stóra hluti í Norður-Amer- íku og Evrópu, heldur einnig í Brasilíu, Indlandi, Kína og Rúss- landi. Ekki er gert ráð fyrir sölu- aukningu í Japan. „Við munum nota hvert tæki- færi til að draga úr áhættu, og jafnvel breyta áhættu í tæki- færi,“ segir Katsuaki. Toyota hefur nú þegar náð fram úr General Motors á þessu ári en fyrstu sex mánuði ársins seldi Toyota 4,72 milljónir bíla en Gen- eral Motors 4.674 milljónir. Metnaðarfull sölu- áætlun hjá Toyota Ta kt u þ át t í líf inu me ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.