Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 80
Í Ásmundarsal við Freyju- götu opnar Listasafn ASÍ sýningu í dag á verkum tveggja myndlistarmanna, Kjartans Ólasonar og Hildar Bjarnadóttur. Sýningin bæt- ist í flóð myndlistarsýninga sem verða opnaðar þessa helgi. Báðir hafa listamenn- irnir verið við myndlist um langt skeið: Hildur víða sýnt undanfarið en Kjartan hefur ekki haldið sýningu um langt árabil. „Ég hætti þessu í ein sjö, átta ár,“ sagði Kjartan. Hann hafði þá sýnt verk sín oft og víða: stórar flat- armyndir með hráu og áköfu yfir- bragði þar sem líkamar liðu í rým- inu. Málverk hans voru í miklu áliti innan þess hóps sem enn hélt tryggð við málverkið meðan önnur birt- ingarform fóru hátt. En hann var ekki ánægður með viðtökur: „Ég sá engan tilgang með þessu. Um ald- amótin fór að tröllríða öllu listalífi einhver viðburðastefna hjá diet-lið- inu sem réði og lék menninguna grátt, einkum myndlistina. Þessi viðburðamenning náði hámarki menningarborgarárið og hefur ekki minnkað síðan.“ Kjartan segist hafa látið tilleið- ast að setja sýningu sína upp: „Þetta er lítil sýning, nánast stubbar. Ég leiddist út í þetta aftur, fór að teikna, bæði með blýanti og kolum á pappír og beint á plötur. Ég vinn eftir gömlum mælikvörðum, reyni að ná núönsum og fínheitum eins og menn gerðu áður. Svo eru þarna í Ásmundarsal ljósmynd og vegg- verk, ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla það: þetta er einhvers konar hræ undir gleri.“ Kjartan er fæddur 1955. Hann er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Empire State College í New York. Samvistum við Kjartan í Ásmund- arsal er Hildur Bjarnadóttir. Á sýn- ingunni í Listasafni ASÍ sýnir Hild- ur verk þar sem grunnhugmyndir myndlistar og hefðir textílhand- verks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í málverkshefðina en er jafn- framt að skoða handverk kvenna á fyrri tímum eins og hún hefur löngum gert áður. Útkoman er verk sem virðast bera keim af naum- hyggju, en hafa víðtæka skírskotun þegar nánar er gáð. Hildur útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands árið 1992. Tveimur árum seinna hóf hún nám við Pratt Institute í New York sem hún lauk með MFA 1997. Verk eftir Hildi eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og sýn- ingunni lýkur 23. september. Í dag er opnuð sýning á nýjum málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur í gallery Turpentine Ingólfsstræti 5. Sýningin ber yfirskriftina „Vendipunktar“ sem vísar til viðfangsefnis verk- anna og vinnuaðferðar. Aðal- heiður notar punktatækni til að kanna hreyfingu í tíma og rúmi. Iðandi form og fletir svífa um á myndfletinum í leit að nýjum leiðum. Gallerí Turpentine hefur verið starfandi um nokkurt skeið og vakið athygli áhuga- manna um myndlist en síðustu misseri hafa smærri sýningar- salir í Reykjavík látið undan síga og tveir lokað. Auk sýningarhalds selur Turpentine verk yngri og eldri myndlistarmanna. Opið þriðjudaga til föstudaga klukkan 12-18, laugardaga 12- 17. Einnig er opið eftir samkomulagi. Iðandi punktaform Opið hús í Borgarleikhúsinu 13.30 í Salnum Opið hús í Salnum sem nú fær liðstyrk Sparisjóðs Kópavogs. Vetrardagskrá kynnt og miðasala opnar. Allir velkomnir inn úr rigningunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.