Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 10
Urriðaholt í Garðabæ verð- ur fyrsta vaktaða hverfi landsins. Allar íbúðirnar, um 1.600 talsins, verða búnar öryggiskerfi og fara öryggisverðir í vaktferðir um hverfið samkvæmt samningi Sec- uritas og Urriðaholts ehf. Guðmundur Arason, fram- kvæmdastjóri Securitas, segir að þótt hverfið verði vaktað muni það ekki vera eins og sums staðar erlendis, sér í lagi í Bandaríkjun- um, þar sem heilu hverfin eru girt af og fylgst með öllum sem fara inn og út. „Þótt allir séu með kerfi þá er þetta ekki elítuyfirbragð sem mun einkenna hverfið,“ segir hann. „Ímyndin sem forsvarsmenn Urriðaholts vilja viðhalda er öryggi án þrúgandi öryggis- stimpils.“ Fjögur hundruð lóðir í hverfinu voru seldar í vor og verða afhent- ar til byggingar í apríl næstkom- andi. Guðmundur segir gert ráð fyrir að öryggiskerfin verði komin í fyrstu húsin um tveimur árum eftir að byggingafram- kvæmdir hefjast. Lóðirnar kosta allt frá 18 og upp í 60 milljónir króna. Algengari tegund hverfagæslu er svokölluð nágrannavarsla. Þá skiptast íbúar á að hafa auga með húsum nágranna sinna, sérstak- lega þegar þeir fara í frí og skilja húsin eftir mannlaus. Einnig eru nágrannarnir hvattir til að fylgj- ast með hvers kyns grunsamleg- um ferðum og punkta niður bíl- númer og mannlýsingar. Sérstöku nágrannavörsluverk- efni á vegum Reykjavíkurborgar var ýtt úr vör í nóvember í fyrra, og voru Dverghamrar í Grafar- vogi fyrsta gatan sem tók þátt í því. Skilti var sett upp við götuna sem gefur til kynna að íbúar henn- ar hafi tekið höndum saman um nágrannavörslu. Sigrún Ævarsdóttir, sem býr við götuna, segir reynsluna af nágrannavörslunni góða, hún hafi ekki heyrt af innbroti í Dverg- hömrum síðan verkefnið fór af stað. Óformleg nágrannavarsla hafi þó verið stunduð í hverfinu í fjölda ára, en með verkefni Reykjavíkurborgar hafi hún orðið mun skipulagðari. „Þetta er hin full- komna vitfirring,“ segir Örn Sig- urðsson, arkitekt og stjórnar- maður í Samtökum um betri byggð, um fyrirhugaða sam- göngumiðstöð í Vatnsmýri. Haft var eftir Þorgeiri Páls- syni, forstjóra Flugstoða, í blað- inu í gær að þurfa kynni að auka við rými væntanlegrar bygging- ar, en upphaflega var reiknað með að hún tæki um 6.500 fer- metra. Vilji forstöðumanna Iceland Express til að fá aðstöðu í sam- göngumiðstöðinni er helsta orsök líklegrar stækkunar, en félagið hefur farið fram á minnst 6.500 fermetra undir eigin rekstur. „Samkvæmt skýrslu sam- gönguráðherra kostar minnst 3,5 milljarða á ári að hafa flugvöll- inn í Vatnsmýri, okkar tölur eru reyndar nær 14 til 18 milljörðum, en hvort sem er þarf að drífa í því að þessi völlur fari,“ segir Örn. Arkitektinn bendir á að vænt- anleg séu úrslit úr alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um fram- tíð Vatnsmýrarinnar. „Þar komu tæplega 140 úrlausnir og voru sextán valdar til frekari úrvinnslu. Engin þeirra reiknar með flugvelli, heldur mikilli borgarbyggð.“ Milljarðahagsmunir séu í húfi, en ekki skipti minna máli áhrif vallarins á borgarlífið, sem snú- ist að miklu leyti um einkabílinn, því byggja þurfi svo langt frá miðbænum. Fullkomin vitfirring í Vatnsmýri Öryggiskerfi í öllum íbúðum Urriðaholts Fjögur hundruð lóðir hafa verið seldar í Urriðaholti, sem nú er í uppbyggingu. Hver einasta íbúð verður búin öryggiskerfi, og öryggisverðir fara reglulegar vaktferðir um hverfið. Ekkert elítuyfirbragð, segir framkvæmdastjóri Securitas. Aðild Írlands að Evr- ópusambandinu hefur haft marg- vísleg jákvæð áhrif á hagþróun í landinu. Þetta segir Alan Dukes, forstöðumaður Evrópufræða- stofnunarinnar í Dyflinni (IEA) og fyrrverandi fjármálaráðherra Írlands, í samtali við Fréttablað- ið, en hann er meðal ræðumanna á ráðstefnu sem haldin verður í Háskóla Íslands á föstudag undir yfirskriftinni „Uppspretta auð- æfa í smáríkjum“. Mikill hagvöxtur hefur verið á Írlandi frá því á tíunda áratugn- um og nú er svo komið að vel- megun er orðin það mikil í land- inu að það hefur ekki lengur tilkall til styrkja úr þróunarsjóð- um Evrópusambandsins, sem írskt hagkerfi naut mjög góðs af fyrstu áratugina eftir inngöngu landsins í sam- bandið árið 1973. Dukes til- greinir þrjá þætti, sem ESB-aðildin gerði fyrir hagþróun í landinu. Í fyrsta lagi bætti hún til muna markaðsaðgang írskra útflytjenda og greiddi þannig fyrir auknum utanríkisviðskipt- um. Í öðru lagi bætti aðlögunin að sameiginlegu landbúnaðarstefn- unni tekjur bænda til muna, að minnsta kosti fram á miðjan tíunda áratuginn. Í þriðja lagi ýttu styrkirnir úr þróunarsjóðum ESB mjög undir hagþróunina með arðbærum fjárfestingum í grunninnviðum. Spurður hvernig Írlandi hafi reitt af með lágvaxtamyntina evruna á hagvaxtarskeiðinu frá því hún varð lögeyrir Íra árið 1999 segir Dukes að evran hafi ýtt verulega undir útflutnings- framleiðslu. Hún hafi jafnframt krafist mun meiri aga af stjórn- völdum í umgengni við þau hag- stjórnartæki sem þau höfðu eftir, þegar hefðbundin peningamála- stjórn var komin í hendur Seðla- banka Evrópu. Önnur afleiðing af þessum aðstæðum – auðveldu aðgengi að lágvaxtalánsfé á sama tíma og þensla ríkir í hagkerfinu – sé fasteignabóla, sem Dukes segir vísbendingar um að sé að því komin að springa. ESB-aðildin bætti hagvöxt Nánari upplýsingar og pantanir hjá Express Ferðum í síma 5 900 100 Flugferð fyrir e-korthafa Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express Franska rívíeran Nú býðst e-korthöfum flug til Nice í Suður-Frakklandi á einstöku verði, aðeins 26.900 kr. Flogið út 21. september og komið heim 25. september Báðar leiðir F í t o n / S Í A F I 0 0 2 2 9 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.